Fálkinn - 06.12.1961, Side 20
Eskimói vann verðlaun fyrir að veiða stærsta veiði-
dýrið á árinu. Verðlaunin voru far til New York borg-
ar. Þegar hann sneri aftur heim hafði hann með sér
nokkuð langa járnpípu, sem hann setti upp í snjó-
húsi sínu, þannig að opið kom upp um þak s.ijóhúss-
ins. Kona hans spurði hann til hvers þetta væri og
hann svaraði: „Þetta er svolítið bragð, sem ég lærði
í New York. Þegar maður vill fá meiri hita, £ á ber
maður í pípuna.“
•
Kærasti stúlku nokkurrar hér í bæ vinnur út á landi
og kemur ekki nema endrum og eins til höfuðborg-
arinnar. Einhverju sinni fékk pilturinn leyfi frá
störfum í hálfan mánuð og var þá stöðugur gestur á
heimili stúlkunnar. En áður en leyfið var útrunnið
fór hann aftur út á land. Skömmu seinna fékk stúlkan
bréf frá honum, þar sem hann hrósaði mjög foreldrum
hennar og sagði meðal annars: ,,Ég vildi óska þess,
að ég gæti gert eitthvað eða sagt sem foreldrum þín-
um líkar eins vel og mér líkaði við þá. Þess vegna
áleit ég, að væri bezt að fara sem skjótast aftur út
á land.“
•
Amma gamla, sem er rúmlega áttræð, var um dag-
inn tekin af lögregluþjóni þar sem hún ók bílnum
sínum á fjölfarinni götu. Var hún sökuð um ógæti-
legan akstur og átti að svifta hana ökuleyfi vegna
sjóndepru. Hún var leidd fyrir dómarann og átti hann
að skera úr um hvort hún væri hæf til þess að aka
bifreið eða ekki. Dómarinn var ungur að árum og
vissi vart hvernig hann átti að bregðast við þessu
máli. Hann kvaðst að vísu ekki geta efast um það, að
hún kynni að aka, en kvaðst halda, að hún æki svo
ógætilega vegna þess að hún sæi illa. „Ég skal nú
bara sýna yður það,“ anzaði sú gamla, sem löngum
hefur hrósað sér af þvi að hafa aldrei þurft að borga
sekt, þrátt fyrir að hafa keyrt á tveim hjólum fyrir
horn alla ævi. Síðan dró hún upp saumnál og tvinna
og þræddi þráðinn á nálina á augabragði. Svo sneri
hún sér að dómarunum og sagði: „Reynið þér þetta.“
En honum mistókst og málið var látið falla niður.
•
Stöðugt berast fréttir frá hinum nýju afríkönsku
ríkjum. Hér er ein smellin saga frá Senegal:
Tveir kunningjar hittast undir pálmunum í höfuð-
borginni og segir þá annar dapur á svipinn: — Ég
er alveg örvinglaður. Ég er konulaus.
— Nú er hún látin, spyr vinurinn hluttakandi á
svip.
Nei, ég seldi hana fyrir eina flösku af wisky.
— Nú^ já, og nú finnurðu að þú elskaðir hana.
— Nei, það er ekki það, ég er alltaf svo þyrstur.
•
Sölumaður nokkur var staddur í afskekktu þorpi
úti á landi. Hann var neyddur til þess að dveljast
í þorpinu í nokkra stundir vegna þess að bíllinn hafði
bilað. Manninum varð því reikað inn í veitingastofu
þar, þá einu sem var í þorpinu. Hann spurði veitinga-
manninn: — Segið þér mér, er ekkert hægt að gera
hér sér til skemmtunar?
— Ojú, rútan kemur eftir svona hálftíma. Þér
getið þá séð hverjir koma með henni.
20 FÁLKINN