Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 22

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 22
Þegar Albert 'hljóp út úr húsi föður síns, kenndi hann enn til í andlitinu, eftir löðrunginn, sem hann hafði fengið. Aldrei mundi hann gleyma því, sem gerzt hafði. Honum fannst allur heimurinn hafa breyzt á einum degi. Honum fannst næstum ótrúlegt að þetta væri Túbingen, bærinn, þar sem hann var fæddur og uppalinn. Albert gekk hratt niður Bursagasse. Hann vildi ekki hitta neinn sem 'hann þekkti, og hann hafði enga hugmynd um, hvert hann fór. Hann vissi það eitt, að aldrei mundi hann snúa aftur heim. Hann hefði átt að taka með sér ferðatösku með því allra nauðsynlegasta. Hann hafði ekki einu sinni peninga með- ferðis. Það var ekki einu sinni því að heilsa að hann gæti leigt sér herbergi á einhverju lélegu gistihúsi. En skyndilega fékk hann hugmynd. Erik! Hann var bezti vinur hans. Hann hafði einu sinni áður fengið að sofa á dív- aninum í herberginu 'hans. Hvernig hafði þetta gerzt? Hvernig hafði hann lent í þess- ari erfiðu aðstöðu? Jú, hann hafði reynt að koma í veg fyrir, að faðir hans kvæntist stúlku, sem var ekki nógu góð fyrir hann. Hvernig gat staðið á því, að faðir hans hafði fallið fyrir stúlku eins og Gabrielu? Albert hafði ekki gleymt nóttinni forðum í Stuttgart. Hann mundi, að Gabriela hafði haft mikil áhrif á hann. Hún var raunar töfrandi stúlka, en ein af léttlyndari tegundinni. Maðurinn, sem hafði boðið hon- um í samkvæmið um nóttina, hafði síður en svo farið dult með það, að Gabriela væri ástmey hans. Það var að vísu ekkert við það að athuga, en faðir hans gat ekki verið þekkt- ur fyrir að kvænast aflóga hjákonu annars manns! Nei, hann hafði breytt rétt, hann var sannfærður um það. Það var faðir hans, sem hafði hegðað sér óskynsamlega. Fyrst málum var þannig háttað, ætlaði Albert ekki að láta undan. Hann ætlaði ekki að horfa aðgerðarlaus á það, að faðir hans gerði sig að athlægi með því að ganga að eiga Gabrielu. Hann var kominn að bústað Eriks. Hann hringdi dyrabjöll- unni og sá, sem opnaði, tjáði honum, að Erik væri því mið- ur ekki við. Hann var nýfarinn til þess að hitta nokkra vini Það sem gerzt hefur: Julan Brandt lyfsali ætlar að kvænast í annað sinn ungri stúlku að nafni Gabriela. Þegar hann kemur með hana heim til þess að kynna hana fyrir Minnu gömlu, sem þjón- að hefur fjölskyldunni í ára raðir, og þremur uppkomn- um börnxun sínum: Wolfgang, Doris og Albert, bregður svo við, að Albert neitar að heilsa henni og bannar föður sínum að kvænast henni, af því að hún sé léttúðardrós. Julan slær son sinn í ofsabræði sinni og bæði Gabriela og Albert yfirgefa húsið. Julian fer á eftir Gabrielu og hittir hana í íbúð hennar í Stuttgart. Þar fær hann að heyra alla hennar sorgarsögu. Hún hafði verið rekin að heiman fyrir að eignast barn í lausaleik með manni, sem vildi ekkert með hana hafa þegar allt kom til alls. Hún stóð ein og peningalaus uppi og gerðist þá ástmey ríks manns, og hlaut af því hið versta orð á sig. Hún segir, að öllu sé lokið milli sín og auðmannsins. Julian veit ekki hvernig hann á að bregðast við þessum tíðindum. Þetta kemur allt mjög flatt upp á hann. Fundi þeirra lýkur þannig, að Gabricla fer frá honum í annað sinn á þessu kvöldi . .. 22 FÁLKINN o sína á ,,Gulleyjunni“. Albert varð fyrir vonbrigðum. Honum datt í hug, að biðja um að fá að bíða í herbergi hans, en hann þorði ekki að gerast svo djarfur. Úti var orðið dimmt. Nú þurfti hann ekki að óttast lengur, að hann hitti einhvern, sem hann þekkti. Hann hélt í átt- ina til „Gulleyjunnar“. í veitingasalnum var líf og fjör, eins og venjulega á þess- um tíma dags. Albert stóð andartak við dyrnar til þess að venjast hinni skæru birtu. Heil hljómkviða af ýmiss konar hljóðum barst til hans: hlátur, glasaglaumur og kliður. Al- bert spurði yfirþjóninn, hvort hann hefði orðið var við Erik. Jú, honum var vísað í lítinn borðsal, þar sem Erik og vinir hans sátu við borð. Albert stóð í dyrunum, en brátt kom Erik auga á hann. — Halló, gamli vinur! Komdu og seztu hérna hjá okkur. Andartaki síðar sat Albert með þeim við borðið. Strax og tækifæri bauðst, spurði Albert Erik, hvort hann fengi að gista hjá honum um nóttina. Erik hló. -—- Auðvitað geturðu búið hjá mér eins lengi og þig lystir. En fyrst verður þú að hjálpa okkur að drekka úr nokkrum flöskum, sem við höfum pantað á borðið. Albert fékk glas og hinir skáluðu við hann. Vínið hafði góð áhrif á hann. Það róaði hann talsvert. —■ Albert er sannkallað séní í okkar árgangi, sagði Erik. — Hann verður prófessor í fornleifafræði á endanum. Allir vildu skála við hann. Hann var næstum strax farinn að finna á sér. Hann var allt í einu orðinn glaður, glaður yfir því að hafa lent í hópi þessa glaðværa fólks. Guði sé lof, að til var staður í veröldinni, þar sem manni leið vel! Það voru ákafar samræður við borðið, en Albert tók lítinn þátt í þeim, heldur notaði tækifærið og svipaðist um í veit- ingasalnum. Við gluggann sátu eldri hjón og sögðu ekki auka- tekið orð. Maðurinn blaðaði í minnisbók, en konan réði kross- gátu. í horninu beint á móti var glaðvært fólk, sem hafði engu síður hátt en stúdentarnir. Við hliðina á því sat hins vegar einmanalegur maður yfir ölglasi. Hann athugaði kort yfir bæinn. Og auðvitað var Hohenperch prins einnig viðstaddur. Hann var tryggasti gestur veitingahússins. Hann sat við sitt venju- lega borð, vel klæddur og snyrtilegur með einglirni og glas í hönd. Svart hár hans var vel greitt og höfuð hans hafði göfugmannlega lögun. Hohenperch prins var hinn dularfulli maður bæjarins. Af honum voru sagðar hinar ótrúlegustu sögur. Hann þekkti alla og allir þekktu hann. Og enda þótt hann hefði ekki sem bezt orð á sér, voru flestir eilítið hræddir við hann. Albert heilsaði prinsinum og þá uppgötvaði hann annan gest, sem honum virtist öllu athyglisverðari. Það var ein- manaleg kona, sem sat við lítið borð við vegginn. Það var eitthvað í fari hennar, sem gerði það að verkum, að Albert gleymdi öllu í kringum sig. En aðeins andartak. Hún var klædd svartri dragt. Það mátti sjá, að hún var ekki frá Tii- bingen. Hver gat þetta verið? Þegar Albert virti hana fyrir sér, leit hún skyndilega upp og horfði beint framan í hann. Hann fann, að hann blóð- roðnaði í framan. — Lifi vináttan! heyrði hann Erik segja allt í einu. Og nýjar flöskur voru bornar að borðinu. Albert sneri sér frá hinni dularfullu svartklæddu konu. En öðru hverju stalst hann til að líta til hennar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.