Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 23
» Hann var farinn að finna vel á sér og var í sjöunda himni
af ánægju. Hann hafði þegar gleymt skammarlegri hegðun
föður síns nokkrum klukkustundum áður. Hann gleymdi
öllum heimilisáhyggjunum og hló og skemmti sér með hin-
um. Lífið var skyndilega orðið svo bráðskemmtilegt og spenn-
andi. Hann var orðinn svo kátur, að jafnvel Erik tók eftir
því. Hann sagði brosandi:
— Þú ert svei mér vel upplagður í kvöld. Ég hef sjaldan
séð þig svona skemmtilegan. Það er varla að maður þekki
þig fyrir sama mann.
— Hver þekkir hvern? Þekkir þú sjálfan þig? Þekkir
þú mig?
Og enn á ný varð honum litið til ókunnu konunnar. Hann
mætti augnaráði hennar. Þetta var undarlegt. Það var engu
líkara en hún hefði horft á hann allan tímann. Hann roðn-
aði aftur. Hann skyldi bölva sér upp á, að hún hefði fylgt
hverri hreyfingu hans í langan tíma. Hvers vegna sat hún
þarna? Um hvað var hún að hugsa? Ef til vill hló hún að
honum með sjálfri sér.
Erik hafði veitt þessum augnagotum þeirra eftirtekt. Hann
gaf Albert olnbogaskot og sagði:
— Þú ert heldur betur búinn að heilla- hana, þessa! En
gættu þín, þetta er geysilega fín og virðuleg dama.
— Já, það er hún svo sannarlega, sagði Albert.
1 — Ætlarðu að kynna þig fyrir henni?
— Já, kannski.
— Hvernig ætlarðu að fara að því, ef ég má spyrja? Eg
skal veðja úrinu mínu upp á það, að þú verður þér til skamm-
ar, ef þú reynir það.
Albert hugsaði sig um andartak.
— Allt í lagi, sagði hann svo. — Ég tek veðmálinu og
veðja úrinu mínu á móti.
Að svo mæltu stóð hann á fætur. Erik varð dálítið kvíða-
fullur og bjóst auðsjáanlega ekki við þessu.
— í guðanna bænum farðu nú ekki að stofna til hneykslis.
En Albert var þegar kominn til ókunnu konunnar. Hann
stóð við borðið 'hennar, hneigði sig og sagði:
— Afsakið ónæðið. En mér finnst einhvern veginn eins
og við höfum hitzt áður.
Ókunna konan roðnaði og horfði vandræðalega niður á
borðið. En um leið gerði hún bendingu með hendinni:
— Fáið yður sæti, herra Brandt, sagði hún.
Albert hlýddi. Þetta var eins og í draumi. Hvernig gat hún
vitað að hann hét Brandt? Ef til vill hafði hún heyrt nafnið,
þegar Erik var að kynna hann fyrir vinum sínum.
— Þér verðið að afsaka þetta, sagði hann, — en þetta er
veðmál. Einn af vinum mínum hélt, að ég þyrði ekki að
ávarpa yður.
Hún brosti til hans.
— Eruð þér hughraustur eða ekki? sagði hún. — Þér hafið
kannski líka verið hughraustur, þegar þér voruð barn?
— Hvað eigið þér við?
Hún hló innilega.
I
FALKINN 23