Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 9

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 9
einu sinni gerði hann mér ótilkvaddur greiða, sem kom mér vel. Það var gam- an, að þetta skyldi berast í tal. . . . En svo að ég víki aftur að Símoni, þá stendur sérstaklega á fyrir honum. Hann er nýkominn af Kleppi, er orðinn gamall og farinn og sjálfsagt allslaus. En mér er vel við Símon. Hann hefur ekki verið látinn njóta sannmælis. Eg skal segja yður eitt, Kristín, og þér munuð taka eftir því síðar, ef þér lítið opnum augum á það, sem gerist í kring- um yður, að þegar eitthvað verulega bjátar á fyrir einhverjum, sem hefur verið vel settur, kemst hann bezt að raun um, hverjir eru mannspartar þeirra, sem hafa brosað við honum á velgengnisskeiðinu — og þá ekki sízt þeirra, sem hann hefur orðið að ein- hverju liði. Þegar ég lenti í því á Akra- nesi að verða að ganga slyppur frá öllu, sem ég hafði haft með höndum, þá bar Símon að garði. Og hann færði mér heillangt kvæði, þar sem hann flutti mér þakkir fyrir velgerðir við sig og særði Guð og allar góðar vættir um að láta mér ganga allt í vil, það sem eftir væri ævinnar. Það liggur við, að ég haldi, að þetta hafi orðið að áhrínsorð- um, því síðan hefur mér gengið allt að óskum. Hvað um það, Símon átti mér ekki mikið upp að unna.... En Kristín, ég býst fastlega við, að hann komi hér, og þá verðið þér að veita honum mat og kaffi og staup af brennivíni, en meira af því tæinu má hann ekki fá. Ég treysti yður svo til þess að taka þannig á móti þessu fólki, Símoni og öðrum, að það finni ekki til neinnar auðmýkingar.“ Kristín hefði getað flogið upp um háls- inn á þessum heiðursmanni. Hvort hún skyldi gera eins og hún gæti til að reynast trausts hans makleg! Hún sagði fátt, en Thor Jensen mun hafa séð, hvað henni leið, því hann vék sér undan og veikti í vindli, og hún skauzt út á með- an. Það fór eins og húsbóndinn hafði sagt. Á Fríkirkjuvegi 11 bar ótrúlega margt bágstaddra að garði, bæði einhleypinga og fólk, sem átti fjölskyldu, og þá ekki sízt ekkjur og menn, sem ekki höfðu getað unnið um lengri eða skemmri tíma sakir veikinda. Sumt af þessu fólki kom á ný og hitti Kristínu, þegar það hafði notið örlætis Thors Jensen, var eins og það gæti ekki látið hjá líða að tilkynna henni, sem hefði verið eins konar Sankti Pétur við hliðið, hve dá- samlega hefði rætzt úr fyrir því. Kristín efast ekki um, að fyrirbænir þakklátra nauðleitarmanna séu þungar á metum, þessa heims og annars, og sannarlega hafa slíkar bænir Símonar Dalaskálds og fjölmargra annarra átt sinn drjúga þátt í þeirri blessun, sem yfirleitt fylgdi störfum Thors Jensens og mildaði flest það andstreymi, sem hlaut að mæta honum og hans eins og öllum öðrum. Símon kom fljótlega, og Kristín tók honum virðulega og þó hjartanlega, og hann varð eitt hýrubros. En þó að hún væri mjög ung, þegar hann kom að Skarðshömrum og myndi hann ekki glöggt, sá hún, að nú var Elli kerling komin með hann langleiðina í áfanga- stað. Kristín settí hann að krásum í eldhúsinu og hellti brennivíni í staup, og síðan lét hún út í könnuna og hellti upp á. Símon hafði verið þögull, en nú lifnaði yfir honum, og auðsjáanlega jókst matarlyst við að sjá staupið. Hann spurði Kristínu um ætt hennar og upp- runa. „Svo þar ertu uppalin, blessuð dala- rósin, dótturdóttir Bjarna, þess heiðurs- manns,“ sagði skáldið gamla og var smá- mælt á ess-unum. „Og dóttir Helga míns á Hreimsstöðum, sá maður kann að kveða rímur og meta rímur, og hann er fróður í ættum, sómi að honum. Og hans kona, það er hýr kona og góð, og víst kvað Símon vísu um hana.“ Nú greip hann staupið og dreypti á því, lygndi augum og gretti sig, sagði síðan skjálfraddaður: „Ekki hentar rekki raup, ryðgar hörpustrengur; varla get ég vinarstaup að vörum borið lengur.“ í þessari svipan kom Haukur Thors inn í eldhúsið. Hann heilsaði Símoni og bauð hann hjartanlega velkominn, og síðan settist hann upp á fastaborðið. Símon bað honum og öllum hans bless- unar, reri síðan fram í gráðið og mælti af munni fram: „Haukur af hamri munans hauklegum sjónum rennir yfir land, sem litkast lostfögru silfri daggar. Dýrari munu þó dropar drjúpa af lukkunnar meiði kánum kynbornum syni kvenvals og öðlingsjafna.“ Frh. á bls. 33. Guðmundur Gíslason Hagalín rithöf- undur ræðir við Kristínu Kristjánsson FÁl. KINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.