Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 18

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 18
íslendingar hafa sögur af fjölkynngi og töfrabrögðum all- ar götur úr heiðni, og þau vísindi þjóðtrúarinnar sýnast hafa verið rík af fjölbreytni. Við athugun verður þess sérstaklega vart, hve konstin breytir um svip þegar hún skýtur upp kollinum uppúr miðöldum, frá því sem í fornum tíðum var; jj hún er þá orðin menguð og ofurseld trúnni á heiftrækinn guð og óttanum eða lotníngunni fyrir makt myrkranna, — og lýsir sér í margri ófélegri aðferð. Einungis kímnigáfa tíð- arandans og sagnaþulanna megnar að gera hana einhvers nýta fyrir vandfýsinn nútímalesanda -— og því verður ekki * neitað að úr slíkum ranni kemur hún óft og tíðum aðgeingi- leg einsog ævintýri. í heiðnum sið fer allt hreinlegar fram, og atferli seiðmanna og völva nálgast það stundum að vera tilkomumikið á sviðinu. allt að því blandið vissum glæsi- leik. Eitt af því sem kunnáttumönnum var tamt að bregða fyrir sig þegar brýnt virtist að klekkja á hættulegum óvini, það var að efla að honum fárviðri með galdri. einkum ef hann var staddur á sjó. Til þess voru aðskiljanlegar aðferðir. Laxdæla saga segir frá þeim hjónum Kotkeli og Grímu og sonum þeirra, Hallbirni slíkisteinsauga og Stíganda. „Öll váru þau mjök fjölkunnig ok inir mestu seiðmenn---------- ok var þeira byggð ekki vinsæl.“ Þar kom, að Þórður fng- unnarson stefndi þessari fjölskyldu um þjófnað og f jölkynngi, og þá tóku sumir til sinna ráða: | „Síðan lét Kotkell gera seiðhjall mikinn. Þau færðust þar á upp öll. Þau kváðu þar harðsnúin fræði. Þat váru galdrar. Því næst laust á hríð mikilli. Þat fann Þórðr Ingunnarson ok hans förunautar, þar sem hann var á sæ staddr, ok til hans var gert veðrit. Keyrir skipit vestr fyrir Skálmarnes — — — Þar drukknaði Þórðr ok allt föruneyti hans, en skipit braut í spán“. ★ A seinni öldum bólaði á tækni sem orðið hefur frægust allrar viðleitni til gerníngaveðurs, en það var vindgapinn. Raunar mun hann eiga rætur sínar í fornum tíma; hann minnir töluvert, svo eitt dæmi sé nefnt, á níðstaung Egils f Skallagrímssonar. Jóp Árnason hefur í þjóðsagnasafni sínu svofelldar formúlur um hann: „Veðurgapi var hafður til að gjöra ofviðri að mönnum sem voru á sjó og drekkja þeim. Þessi aðferð er sagt að hafi verið þar við höfð að galdramaður tók upprifið löngu- höfuð og festi það niður, annaðhvort á sjávarbakka ef hann var hár, t. d. bergsnös eða á öðrum stað sem hátt bar á og lét það sem út snýr á lönguhausnum óupprifnum snúa í Þá átt sem hann ætlaðist til að veðrið kæmi úr. Síðan tók hann kefli og risti á það bandrún þessa, veðurgapann, þandi svo með keflinu út kjaftinn á lönguhausnum og festi það þar. Æstist þá veður í lofti úr þeirri átt sem galdramaður vildi og umhverfði sjónum svo engum skipum var fært á sjó að vera nema þeim einum sem jafn vel voru mennt eða betur en sá sem veðrinu olli“. GREIN EFTIR ÞORSTEIN FRA

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.