Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 31

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 31
var hræddur um að hitta hið dýrmæta barn. Þar að auki var hann neyddur til að vera varkár, — yrði hann uppvís, lá ekkert annað framundan hjá honum nema „stóllinn". Refsingin við barna- ráni er rafmagnið. Ég æddi áfram, kringum húshorn eða inn á afkima, að endingu missti ég sjónar á ofsóknarmanni mínum. Svo staðnæmdist ég eitt augnablik, dró and- ann og lagfærði andlitsblæju barnsins. Ég var ásátt með sjálfri mér um það, að hið eina, sem hægt væri að gera eins og sakir stóðu, var að afhenda barnið til næstu lögreglustöðvar. Eg út- skýrði fyrir lögregluþjóni allt sem hafði gerzt og meira en það: Ég sagði honum frá hinum ríka bankamanni, sem barn- inu hafði verið stolið frá og yfirlög- regluþjónninn lofaði mér því, að fyrir næsta árdegi skyldi barnið vera hjá sínum réttu foreldrum. Hann lofaði að senda mér hina tilnefndu þóknun. Hann var indæll. Ég gekk hljóð 'heim. Það var aldimmt í húsinu mínu, allir voru gengnir til náða. Ég læddist að útidyrahurðinni. Dyrnar á herbergi mínu stóðu opnar. Hafði ég gleymt að loka þeim, þegar ég fór? En almáttugur! Ég var nær dauða en lífi af hræðslu. í uppstoppuðum hæg- indastól mínum sat bófinn Tony Cara- mella og leit hræðilegar út en nokkurn tíma áður. — Jæja, þá kemurðu, svívirðilegi þorparinn þinn, barnaræninginn þinn. Hvar er barnið? Hvæsti hann út á milli rándýrstannanna. Ég svaraði honum með viljafestu í röddinni. Hið göfuga afrek mitt hafði gert mig hugrakka. — Barnið er nú á öruggum samastað fyrir morðhöndum yðar. Ég hefi skilað því til yfirlögregluþjóns hér á næstu lögreglustöð, þar til vesalings faðir þess finnst, sem því var rænt frá. — Biddu augnablik, Buddy, sagði bófinn og leit á mig með undarlega meðaumkvunarfullum svip, sem ég hafði ekki orðið vör við hjá honum áður. —• Veiztu vegna hvers ég bað þig að koma í leiðangurinn í gærkveldi? Það var af því að ég varð að finna upp ein- hverja afsökun.... Ég hef ekki verið heima í tvær nætur, og það var orðinn ógurlegur gauragangur, því að það er ekki við lambið að leika sér þar sem kerlingin er, skilurðu, Jóka, það var konan mín, sem lá á legubekknum og hún er hið eina sem ég hræðist í heim- inum. Þess vegna vildi ég fá þig, til að gera ástandið þolanlegt og sverja, að ég hefði dvalið hjá þér þessi tvö dægur, — — og svo gerirðu uppþot og gerir þetta líka litla veður, --- æðir bui’t með litlu dóttur okkar og skilar henni á lögreglustöðina. Með leyfi ætla ég að spyrja: Hvað hafði vesalings sakleys- inginn gert þér? Þú ert ósvikinn barna- ræningi! — Já, þið Norðurlandabúar stigið ekki í vitið. Þið getið ekki tekið dálitlu gamni. Ég hef aldrei verið bófi. Manstu, að ég lofaði þér, að þú skyldir fá ókeyp- is makkarónur, það sem eftir væri ævi þinnar, ef þú kæmir þessu í lag fyrir mig? Nújæja, það loforð hefði ég getað efnt. Ég verzla skal ég segja þér með makkarónur. Og svo vildir þú kannski vera svo vingjarnleg og koma með mér að sækja barnið mitt? Hrósaðu happi yfir því, að þú skulir ekki fara í „raf- magnsstólinn", því að þú ert sannkall- aður barnáræningi! Kæri Astró. Mig langar til að vita það helzta úr framtiðinni. Ég er fædd 1946 klukkan hálf niu að kvöldi. Ég hef verið með strák, sem fæddur er 1946. Geturðu sagt mér hvort ég verð meira með honum? Svo er ég mjög hrifin af öðrum strák, sem hefur reynt við mig. en þá var annar strákur í huga mínum nú er hann hins vegar gleymdur en þá er hinn móðgaður við mig. Verð- ur nokkuð úr þessu? Hann er fæddur árið 1945. Ég hef ver- ið með mörgum strákum, en oftast stutt. Hvenær giftist ég og hvenær eignast ég fyrsta barnið? Ég er enn ung og er bara í þriðja bekk gagnfræða- skóla. Mig iangar til að verða rakari, heldurðu að það geti gengið og hvað verð ég göm- ul, þegar ég byrja að læra? Verð ég hamingjusöm í hjóna- bandi? Vinsamlega sleppið öllum mánaðardögum. Með fyrirfram þökk, Marry. Svar til Marry. Þú fæddist þegar Sólin var 4°25' í merki Hrútsins. Hrúts- merkið er merki hins baráttu- fúsa manns og metnaðar- gjarna öðrum merkjum frem- ur. í korti þínu fellur sólin í sjötta hús, þannig að lífi og orku þinni verður varið að mestu leiti í vinnu og þjónustu. Fyrstu tíu gráður Hrútsmerkisins, eru mjög á- berandi að styrk í kortum þeirra, sem starfa með hnífa, fjórða og fimmta gráðan eru sérlega áberandi í kortum rakara og þeirra, sem fást við hárskurð. Atvinnulega þá mundi ég eindregið mæla með því að þú færir sem allra fyrst að nema hár- greiðslu og hárskurð, því til þess starfs hefurðu allra mestu hæfileika. Hvað viðvíkur fjórðabekkj- arnámi þá mundi ég segja að langskólanám ætti ekki reglu- lega við þig. I níunda húsi sem stendur fyrir langskóla- nám, eru tvær mjög slæmar plánetur, Úranus og Saturn, og þeir sem þessa afstöðu hafa ættu alls ekki að leggja í langskólanám, því að þeir verða að hætta fyrr eða síðar, því námið verður fyrir alls konar hindrunum og töfum. Því mundi ég ráðleggja þér að leggja út í verklegt nám sem allra fyrst. Giftingarafstöðurnar eru ekki hagstæðar fyrr en eftir 23 ára aldur, að öðrum kosti lendir allt í vandræðum. En gifting stofnað til um 24 ára verður þér happadrjúg. Þegar þú ert tvítug hitt- urðu mann, sem er að mörgu leyti föngulegur og girnilegur til nánari kynna, en þú ættir að láta öll nánari kynni af honum eiga sig því þau verða ekki happadrjúg. Samband ykkar endar með sprengingu. Þegar þú ert tuttugu og níu ára færðu arf frá dánum frænda. Það ár er mjög heppi- legt til smá ferðalaga og bóka- lesturs. Þrjátíu og þriggja ára, afstöður til veikinda, ráð- legast að gæta sín mjög gegn taugaspennu. Þrjátíu og fimm ára, vandræði og árekstrar við yfirvöldin vegna skatta- framtals. Þrjátíu og níu ára, mjög góðar afstöður til langs ferðalags, sem býðst óvænt og skyndilega, með flugvél Pilturinn, sem fæddur er 1946 er fæddur undir merki Vogarinnar og á margt sameiginlegt með þér, en samt er um að ræða grundvallar misklíð,~5em ekki væri rétt að stofna til hjú- skapar út af. Ég mundi telja að samvistum ykkar sé lokið, þar sem þið hafið ekki aðstæð- ur til að tengjast frekari böndum. Pilturinn, sem þú getur um og segir að fæddur sé 1945, en gefur ekki upp fæðingardag. get ég því miður ekkert sagt um þar sem fæð- ingardagur, ár, fæðingarstund og staður þarf að fylgja með. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.