Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 34

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 34
móti og hjartagóð, en sérlega barnaleg og fljótlát í tali. Einu sinni þegar Kristín var að hengja upp þvott í þurrkloftinu, eftir að kvöldsett var orðið, kom frúin til hennar og sagði: „Það er víst ljóta frostið núna, eins kalt og er hérna á loftinu.“ „Ég hugsa, að það sé nú litlu minna frostið hérna en úti, sagði Kristín, „því hér eru tveir gluggar opnir og hlerinn yfir loftgatinu.“ „Já, það segirðu satt,“ mælti frúin, og síðan fór hún að horfa á lampaljósið. Allt í einu leit hún til Kristínar og mælti: „Alveg er ég hissa á því, að blessað ljósið skuli þola þennan ógnar kulda, Kristín min.“ „Jú,“ svaraði Kristín, „ljósið þolir kulda alveg furðanlega, en því er verr við trekkinn, — enda sjáið þér, frú, að það nötrar og skelfur, ef gustur kemur að því.w „Jáhá, auðvitað, þetta er hreint eins með sjálfa mig, ég þoli trekk ógurlega illa, enn verr en kulda.“ „Þér ljómið líka eins og ljósið, frú mín góð!“ sagði Kristín. . . . Og það mátti til sanns vegar færa. Frúin hafði fagurhvítt hörund, og segja mátti, að góðmennskan skini út úr augunum og svipnum. Húsbóndinn hafði þá aðstöðu, að hann gat fengið matvæli geymd í íshúsi, og einn daginn var Kristín að hreinsa hjörtu, lifur og nýru í eldhúsinu. Frúin kom inn, gekk til Kristínar, tók eitt nýrað milli góma þumalfingurs og vísi- fingurs á hægri hendi, bar það upp að birtunni og sagði: „Ósköp þóttu mér góð nýru, þegar ég var telpa. Ég hlakkaði alltaf til að fá þau, þegar pabbi fór að slátra.“ „Æ, ég hef nú eiginlega aldrei verið mikið fyrir nýru,“ sagði Kristín. „Ég held bara að ég hafi fengið ógeð á þeim, þegar mér var sagt, hvaða hlutverki þau þjónuðu í skepnunni." „Ha? Hvað segið þér, Stína? Hlut- verki í skepnunni?“ „Já, að þvagið síast í gegnum þau.“ „Jesús minn! Er það satt Stína!“ „Ég veit ekki betur.“ „Oj bara,“ sagði frúin og sleppti nýranu. Svo varð þögn og Kristín bjóst hálf- vegis við einhverju spaugilegu frá frúnni. Og loks sagði hún: „Hvað eru þau annars mörg nýrun í kindinni?“ „Mér hefur alltaf verið sagt, að þau væru ekki nema tvö.“ „Uss, ég held það væri þá ekki skað- inn skeður, þó þeim væri fleygt,“ mælti frúin. Og aðeins það, að húsbóndanum þóttu nýru afbragðsgóð, bjargaði sjö eða átta fallegum nýrum frá ruslafötunni. 4 Kristín hafði nú verið fjögur sumur í Reykjavík, og svo hafði þá vaknað hjá 34 FÁLKINN henni löngun til að vinna eitt sumar í sveit, helzt utan átthaganna. Og á næsta vori réðst hún vestur að Hlíð í Hörðu- dal í Dalasýslu. Þar bjó mikill bóndi, og vel efnaður. Hann hét Teitur Bergsson. Hann var orðinn aldraður, en var þó enn hress og fullur af áhuga fyrir búskapnum. Hann haíði verið kvæntur Ingibjörgu Guð- mundsdóttur frá Hraunsnefit duglegri og hagsýnni búkonu, og höfðu þau verið sérlega samhent um allt. Hann missti hana fimmtugur, en kvæntist eftir nokkur ár stúlku, sem einnig hét Ingi- björg. Hún var Þorleifsdóttir. Teitur átti tvo sonu af fyrra hjónabandi, Stur- laug og Berg, og þau Ingibjörg Þorleifs- dóttir áttu fjögur börn, Þorleif, Hall- dóru, Kristínu og Laufeyju. Kristín og Laufey voru innan fermingaraldurs. Ingibjörg Þorleifsdóttir var ágæt hús- móðir og röggsöm búkona. Hún var gestrisin og gestaglöð, og hjúum sínum var hún veitul og notaleg. Hún var greind og glaðvær og unni ungu fólki gleði og gamni. Hún hafði lag á að stjórna þannig vinnu jafnt úti sem inni, að verkin yrðu leikur, sem allir gengju að af glöðu geði. Það var ekki nýtt, að stúlkurnar í Hlíð ynnu að heimilisstörf- um og búverkum eins og starfsíþrótta- keppni og síðan rykju þær á engjar með húsmóðurina í broddi fylkingar, höm- uðust við raksturinn, unz sláttumenn- irnir sáu, að ætlunin væri að taka hvert strá af Ijánum — og gengju berserks- gang til þess að storka kvenfólkinu, en yrðu loks að lúta í lægra haldi og tækju þá ósigrinum þannig, að góða stund var ekkert unnið, heldur skilmazt í orðum, unga húsmóðirin stakk upp á því, að all- ir tækju sér hvíld og fengju sér ein- hverja hressingu. Ef gott var veður á sunnudagsmorgni, lét húsfreyja gjarnan í ljós, að undar- legt þætti henni, ef ekki yrðu hestar sóttir og unga fólkið brygði sér á bak. í Hlíð var margt góðra hesta, og eins var á næstu bæjum, og unga fólkið, sem þar átti heima, gat ekki horft á Hlíðar- ungviðið teygja gæðingana án þess að taka hnakk eða söðul og leggja á reið- skjóta. Gat hópur ríðandi ungmenna orðið ærið stór suma sunnudagana, og var þar mikil gleði ríkjandi. Gæðing- arnir voru reyndir á melum og grund- um, en þess á milli áð í árhvammi móti sól, teyguð angan gróðrar og notið æskufjörsins í leikjum og söng — eða skotizt á skeytum glettni og ertni, sagð- ar gamansögur og hermt í sakleysi eftir sérkennilegum körlum og konum, en af slíku fólki var enn margt á þessum ár- um. Kristín á svo hugljúfar minningar frá veru sinni í Hörðudal, að enn skýtur þeim oft upp í huga hennar. Þá sér hún hýr augu og brosandi andlit ungra karla og kvenna, heyrir duna sér fyrir eyr- um klið kátra radda, heyrir hringla í beizlisstöngum og marra í mélum — og finnur leggja að vitum sér barkandi ilm af hrossum og angan af reyr og lyngi. Svo hugstæðar hafa þær verið henni, Hörðudalsminningarnar, að ann- að veifið, þegar henni birtist ísland á þeim árum, sem hún var þúsundum rasta vestar á hnettinum, var það sá dalur með útsýn yfir Hvammsfjörð og fjallhnúkaraðir Breiðafjarðar, sem hún sá, en ekki héraðið, þar sem Baula stendur vörð og horfist í augu við Eiríksjökul. Og nú hefur hún frétt, að ýmsir bæir í Hörðudal séu komnir í eyði — og þar sé fólkið orðið innan við hundrað. Sé það og aflagt, að ungt fólk þeysi um grundir og mela á drottinsdögum eða sitji í syngjandi hópum í anganhvömm- um við hin bláu bergvötn dalsins. Einltalíf Stalíns Frh. af bls. 13 með ýmsum vínum stóðu hér og þar á borðum 1 stofunni. Tveir þjónar, sem ég hafði ekki séð áður, gengu um og fylltu glösin. Vassili, sem var i ein- kennisbúningi, dansaði við unga stúlku með sítt, ljóst hár. Hún lyfti hendinni og heilsaði. Ég varð alveg rugluð af hávaðanum og sígarettureyknum. Svo var valsinn á enda. Margar ungu stúlkn- anna báðu um einn vals í viðbót. Þá gekk lítill og þéttvaxinn maður að grammófóninum, Hann leitaði í plötu- bunkanum. — Gjörið þið svo vel: Mariskaia! sagði hann og sneri sér við. Þetta var Stalin. Ég stóð á öndinni af undrun. Allar þær myndir, sem ég hafði gert mér í hugarlund um Stalin, breytt- ust í einni svipan. Stalin var ekki eins hár og ég. Hann var klæddur gráleitum herjakka með línkraga, án allra heiðurs- merkja, og buxum í sama lit. Þessi ein- faldi klæðnaður hans undirstrikaði mjög hið sérkennilega höfuð hans, — óvenju- lega stórt höfuð. Augu hans voru mjög lik augum Svetlönu. Þau ásamt þykku svörtu skegginu voru það sem maður tók fyrst eftir á andliti hans, sem annars var grátt og þakið örum. Hár hans var grátt í vöngunum. Hann setti plötuna umhyggjusamlega á skífuna, og sneri handfanginu. Hann stóð kyrr andartak og hlustaði og þekkti lagið auðsjáanlega mjög vel. Síðan greip hann rauðvínsglas og drakk það í einum teyg. Þetta litla atvik stendur mér enn í dag svo ljóst fyrir hugskotssjónum, að það hefði getað gerzt í gær. Þegar Stalin kom auga á mig í dyrum dagstofunnar, varð hann mjög undrandi á svipinn. Ég skalf af hræðslu um að einhver mundi kynna mig fyrir honum, því að ég hafði ekki hugmynd um, hvað ég ætti að segja eða hvernig ég ætti að 'hegða mér við það tækifæri. Rósa sagði manni sínum hver ég væri, en þá leit hann undan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.