Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 7

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 7
kosti 5mm, að þær væru eins. Svona happadrætti eiga að vera auðveld, samanber útlend tímarit, svo að allir geti tekið þátt í þeim, sem vilja, en ekki neitt Matthíasar spjall með til- heyrandi eftirtektargáfnaskýr- ingarprófi. Ég ætla nú ekki að hirta ykkur meira fyrir þetta. Ykkar einlægur, Þ. Þ. Svar: Svo er margt sinniö sem skinnið og eigi er unnt að gera öllum til hæfis. Sumum fannst getraunin góö, öörum fannst hún slæm og svo voru enn aör- ir sem ekkert lögöu til mál- anna. Viö liöfum hingaö til reynt aö fara meöalveginn hvaö snertir óskir lesenda okk- ar og munum gera þaö hér eftir. Og viö þökkum kœrlega fyrir aö fá þessa gagnrýni, hún sýnir áhuga fyrir blaöinu, enda margt sé ekki alls kostar rétt i þessu ágæta bréfi. — HvaÖ snertir krossgátuna; sem þér senduö okkur, er hún meö hin- um fyrstu, sem birtust í is- lenzkum blööum. En vafamál er, hvort hún er sú fyrsta. Þér spyrjiö um sölumögu- leika á fyrstu árgöngum Fálk- ans og er þvi til aö svara, aö Fálkinn er viöa til allur og sölumöguleikar því varla litlir. , En viö ráöleggjum yöur að snúa yður til Helga Tryggva- sonar fornbóksala í Reykjavík og spyrja liann, hvort hann vill kaupa þessa árganga. En eins og áöur er sagt er Fálkinn ekki eitt af þeim blöðum, sem safnarar sækjast eftir eöa þá k vantar i hann, þvi aö hann er yfirleitt fremur góður aö eiga viö, eins og safnarar oröa þetta. Ljósmyndaþáttur. Kaeri Fálki. — Beztu þakkir fyrir þessa skemmtilegu get- raun og annað efni, sem blað- ið flytur. Eina ósk langar mig að bera fram við blaðið og það er, að þið tækjuð upp ljós- myndaþátt í blaðinu. Þetta þarf ekki að vera bein kennsla heldur meira til skemmtunar, efnið mætti að mestu þýða úr erlendum ljósmyndablöðum og er ég viss um, að vinsældir blaðsins mundu aukast mikið við þetta. Kær kveðja. Þ. Jónsson. Skagaströnd. Svar. Þetta er nokkrum erfiöleik- um bundiö, en viö höfum á- kveöiö aö taka þetta til athug- unar. Viö sjáum svo, hverju fram vindur. Úldin átjánda síðara bindið er komið út „ALDIRIMAR" eru nú orðnar samtals sex bindi: Öldin átjánda I.—II., Öldin sem leið I.—II. og Öldin okkar I.—II. Þessi þrjú ritverk gera skil sögu vorri í samfleytt 250 ár, eða frá 1701—1950. Þau eru öll í formi samtíma fréttablaðs og mjög skemmtileg aflestrar. Hér er saman komið mesta safn íslenzkra mynda, sem til er, samtals yfir 1500 myndir. Þessi þrjú ritverk skipa sameiginlegt öndvegi í bókaskáp sérhvers menningarheimilis. Eigum til örfá sett af öllum ritverkunum þremur. IMÓTTBIXI LAIMGA Æsispennandi bók eftir sama höfund og Byssurnar í Navarone, metsöluhöfund- inn Alistair MacLean. Hér er sagt frá öllu í senn: baráttu við ægivald náttúr- unnar, kapphlaup um björgun mannslífa og viðureign við harðsvíraða afbrota- menn, sem tekst að villa á sér heimildir af mikilli leikni. — Bækur þessa höfundar eru ótrúlega spennandi og prýðisvel ritaðar, enda hefur verið sagt, að það þurfi „sterkar taugar til að lesa bækur MacLean og óvenjulegt vilja- þrek til að leggja þær frá sér hálflesnar.“ Allar bækur þessa höfundar eru kvikmyndaðar jafnskjótt og þær koma út. FRÚIIM Á GAIVIIVISSTÖDLIVI Mjög spennandi skáldsaga, sem gerist í svissneskum fjalladal eftir víðkunnan og geysivinsælan höfund, John Knittel. Þetta er rismikil ástar- og örlagasaga og jafnfram góð saga í fyllstu merkingu þess orðs. —• Saga þessi hefur nú verið kvikmynduð. Hún er nálega 400 bls. að stærð, en kostar þó aðeins kr.- 125.00. Bækur handa börnum og unglingum Komin er út þriðja og síðasta bókin um BALDINTÁTU og hina viðburðaríku og skemmtilegu dvöl hennar í heimavistarskólanum á Laufstöðum. Þessi bók heitir BALDINTÁTA VERÐUR UMSJÓNARMAÐUR. — Nýjasta bókin um félagana fimm heitir FIMM Á FORNUM SLÓÐUM, spennandi og skemmtileg eins og hinar fyrri. DULARFULLA HERBERGIÐ er ný bók um ævintýri fimmmenninganna og Snata. —• Þessar þrjár bækur eru allar eftir ENID BLYTON, höfund ÆVINTÝRABÓKANNA. Þær eru allar myndskreyttar. ÓLI ALEXANDER Á HLAUPUM, ný bók um skemmtilega snáðann, sem nefndi sig fílíbomm-bomm-bomm. Jói strýkur með varðskipi, ævintýraleg og spennandi drengjasaga eftir Eystein unga. —Petra litla, góð og skemmtileg saga handa telpum eftir Gunvor Fossum. Sendum burðargjaldsfrítt gegn póstkröfu um land allt. Seljum einnig allar okkar forlagsbækur gegn afborgunum. IÐUIMIM Skeggjagötu 1 — Reykjavík — Sími 12923

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.