Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 17

Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 17
anns disk... þarna hefði Þorsteinn matgoggur vilj- að sofa, vakna og eta. ★ Hér í Leikhúskjallaranum hefur marg- ur notið yndisstunda, það er því ekki úr vegi að minnast svolítið á þá, sem stuðl- að hafa að þeim. Þorvaldur Guðmunds- son hefur rekið þennan veitingastað svo að segja frá stofnun. Hann er maður kunnur af röggsemi og dugnaði í starfi og undir hans stjórn hefur staðurinn dafnað og vaxið að áliti. Starfsfólk hef- ur jafnan verið hið sama þennan áratug og hefur það kappkostað að gera öllum til hæfis. Gestum Þjóðleikhússins hef- ur og þótt þægilegt að fá sér kaffi í hlé- um, eftir að hafa horft á leikrit eða hlustað á óperu, enda var það líka allt- af ætlunin, að Leikhúskjallarinn yrði mönnum til yndisauka og ánægju eigi síður en Leikhúsið sjálft. Með vaxandi fjölda þeirra, sem sóttu vín- og matveitingahúsin, jukust kröf- urnar og fjölbreytnin varð meiri. En hvað sem því líður er enginn svikinn af matnum í Leikhúskjallaranum og hver sá, sem ætlar að hressa upp á sál- ina með Thalíu, ætti ekki að láta hjá líða, að hressa upp á magann og bergja á ljúfum vínum í leiðinni. Þorvaldur veitir blaðamönnum í til efni 10 ára afmælis Þjóðleikhús kjallarans. Veitingar voru allar sér staklega glæsilegar. Þorvaldur ræðir við yfirmatsvein sinn, Halldór Vilhjálmsson, í eldhúsi Þjóðleikhúskjallarans. Matsveinar Þjóðleikhúskjallarans, Halldór Vil- hjálmsson ogStefánHjaltested við einn réttanna. FALKINN 17

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.