Fálkinn - 06.12.1961, Side 40
Guðmundur Gíslason Hagalín:
TÖFRAR DRAUMSINS.
Saga um ástir og lífsdraum karls og konu,
töfra lífsblekkingarinnar og óskhyggjunnar,
þá töfra, sem löngum hafa verið skjólið í
hretum og hríðum hversdagsleikans, ein-
manaleika og vonbrigða. Rammíslenzk skáld-
saga, sem gerist að mestu í íslenzku sjávar-
plássi. Ef til vill bezta skáldsaga Hagalins.
Lúðvík Kristjdnsson:
Á SLÓÐUM JÓNS SIGURÐSSONAR.
Vegleg og fögur bók um ævi og störf Jóns
Sigurðssonar forseta. Allt efni bókarinnar er
byggt á rannsókn frumheimilda, og i bókinni
eru fleiri myndir af skilríkjum, varðandi Jón
Sigurðsson, en áður hafa komið fyrir al-
menningssjónir. Þetta er tvimælalaust merk-
asta rit, sem skráð hefur verið um Jón, og
ættu allir, sem kynnast vilja frelsisbaráttu
Islendinga á 19. öldinni, sögu þjóðarinnar og
ævi og störfum Jóns Sigurðssonar, að eign-
ast þessa bók.
Gretar Fells:
ÞAÐ ER SVO MARGT . . .
Safn erinda um margvísleg efni, sálfræðileg,
heimspekileg, dulfræðileg og fagurfræðileg.
Bókin er mótuð guðspekilegu viðhorfi, en
ekki sáluhjálparboðskapur eða áróður, held-
ur frjálsar hugleiðingar um háleit og mikil-
væg efni, sem allir verða fyrr eða síðar að
taka afstöðu til.
Guðmundur Gíslason Hagalín:
ÞAÐ ER ENGIN ÞÖRF AÐ KVARTA.
Endurminningar Kristínar Kristjánsson,
sem fædd er í Borgarfirði, en fluttist ung
að aldri til Vesturheims og bjó í íslendinga-
byggðum Kanada í 17 ár. Kristín er merk
kona og stórbrotin og mörgum kunn fyrir
skyggni sína og dulargáfur, og auk þess svo
mikillar gerðar, að allt, sem fram við hana
hefur komið, engu síður illt en gott, hefur
aukið á reisn hennar og styrkt hana. Þetta
er mikil saga, frásagnir úr tveimur heimum
og tveimur heimsálfum.
HARÐFENGI
09 HETJULUND
Alfred Lansing:
HARÐFENGI OG HETJULUND.
Hin ótrúlega hrakningaför Ernest Shackle-
tons til Suðurskautsins...einhver mesta
ævintýraferð vorra tíma . . . hrottalegur lest-
ur, en eigi síður hrífandi", segir í ritdómi
í New York Times. Stórfengleg lýsing á
hetjubaráttu og þreki manna, sem virtust
vera í vonlausri aðstöðu og ofurseldir hungri
og kulda.
Jörgen Bitsch:
SANDUR OG SÓL.
Fróðleg og skemmtileg ferðasaga frá Ara-
bíu, landi hinna miklu auðna, fornlegu lífs-
hátta, fátæktar og auðæfa. Þar ríkir unað-
ur og áþján miðaldanna enn við hliðina á
nútima lúxus og framförum. Þar eru enn við
líði refsingar eins og húðstrýkingar og lim-
lestingar, og þar má enn ekki taka ljósmynd-
ir, þar sem spámaðurinn hefur bannað það.
Eigi að síður eru í þessari bók 55 stórfagrar
litmyndir.
Peter Freuchen:
SLÉTTBAKURINN.
Frásagnir af hinu miskunnarlausa og harða
lífi hvalveiðimanna við Grænland á tímum
seglskipanna. Æsileg saga harðgerðra og
ófyrirleitinna manna i stórbrotnu og misk-
unnarlausu umhverfi. Hörkuspennandi og
harðsoðin sjómannabók, — ósvikinn Peter
Freuchen.
Taylor Caldwell:
LÆKNIRINN LÚKAS.
Töfrandi skáldsaga og heillandi og stórbrotið
verk um lækninn og guðspjallamanninn Lúk-
as. Lesandinn kynnist taumlausum veizlu-
höldum í keisarahöllu, takmarkalausri fá-
tækt hafnarborganna við Miðjarðarhaf, hann
ferðast um glæstar marmarahallir Róma-
veldis og kynnist eymd og fátækt galeiðu-
þræla. En yfir allt gnæfir mannkærleikur
Lúkasar og leit hans og þrá eftir því, sem
gott er og fagurt. Formála fyrir þessari
fögru bók hefur séra Bjarni Jónsson, vígslu-
biskup ritað.
Eva Ramm:
ALLT FYRIR HREINLÆTIÐ. mjgjl Wæw
Ein fyndnasta og skemmtilegasta bókin á
markaðinum. Sagan af frú Svendsen, sem *
þvær og skúrar svo gólfin hennar verða
gerilsneydd. En hún þvær burt allan nota-
legleikann af litla, notalega heimilinu, nudd-
ar gyllinguna af ástinni og hellir hamingj- \Vi\e4. a ‘\y\\aíh *,
unni út með uppþvottavatninu. En af hverju SKIOI’R ÍIAI-.S
gerir frú Svendsen þetta? OGÁSTAR
Ingimar Óskarsson:
FISKAR í LITUM.
Falleg handbók, með nær 200 litmyndum af
fiskum. Myndirnar eru prentaðar erlendis,
en texti Ingimars sniðinn við íslenzka stað-
háttu og gefur greinagóða lýsingu á fiskun-
um, lifnaðarháttum þeirra, útliti og venjum.
Þessi bók er ætluð öllum, ungum og göml-
um, atvinnufiskimönnum og sportveiðimönn-
um og yfirleitt öllum þeim, sem skyggnast
vilja undir yfirborð vatna og sjávar og kynn-
ast nýjum, fögrum heimi.
Tlieresa Charles:
SEIÐUR HAFS OG ÁSTAR.
Fögur ástarsaga, um unga stúlku, sem gift-
ist ríkum manni, til þess að sjá sjálfri sér
og systkinum sínum farborða. Én ástin lætur
ekki að sér hæða. Daginn, sem hún sá Byrne,
íturvaxinn, útitekinn og brosandi, þar sem
hann stóð um borð í hinum fagra bát sin-
um, varð breyting hið innra með henni . . .
Margit Söderholm:
SAMAN LIGGJA LEIÐIR.
Ný skáldsaga eftir höfund hinna vinsælu
Hellubæjar-bóka. Heillandi frásögn um ör-
lög og ástríður sundurleits hóps samferða-
manna. Lesandinn kynnist nýrri hlið á höf-
undarferli þessarar snjöjlu skáldkonu.
SKUGGSJÁ