Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 37

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 37
Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl). Einhver ,sem þér hafiö t.reyst um of, mun ef til vill valda yöur vonbrigðum. Fyrst í staö mun yður falla þetta mjög þungt, en ekki skuluð þér láta hug- fallast. Það er varasamt að treysta um of öðrum en sjálfum sér. Nautsmerlcið (21. apríl—21. maí). Þér hafið kynnzt manni, sem þér munuð hagnast mikið á, ekki beint. peningalega, heldur í sambandi við fyrirgreiðslu og góð sambönd. Þetta verður því ein- staklega gleðirík vika, fleytifull af glæstum fyrirheit- um og björtum vonum. Tíburamerkið (22. maí—21. júní). Yður mun takast prýðilega að samræma ólík sjónar- mið og aðstæður. Þér dettið ofan á gullvæga lausin á langvinnu deiluefni og vandamáli og þetta verður yður til mikillar uppörvunar og skemmtunar í vikunni. Á sviði ástamála er þetta einnig hagstæð vika. Krabbamerkið (22. júní—22. júlí). Á laugardag eða sunnudag gerist atyik, sem gerir það að verkum, að hjarta yðar mun slá hraðar en það á vanda til. En allt fer vel. Endirinn verður sá, að framtíðarhorfur yðar verða glæsilegri en þær hafa nokkurn tíma verið áður. Ljónsmerkið (22. júlí—23. ágúst). Það er allt undir yður sjálfum komið, hvernig þessi vika verður. Það mun ekki skorta tækifæri, en vand- inn er sá, að koma auga á þau og grípa gæsina meðan hún gefst. Ef þér hafið einu sinni fundið stefið, þá er hægur vandi að semja lagið. Jómfrúarmerkið (2U. ágúst—23. september). Það verða gerðar miklar kröfur til yðar í þessari viku og þér skuluð ekki hika við að taka að yöur vandasamari verk og meiri ábrygð en þér hafið áður gert.. Á heimilinu verða dálitlir örðugleikar, en eftir á munu þeir aðeins verða til góðs. Vogarskálarmerkið (24.. sept.—23. okt..). Fyrri hluti vikunnar verður heldur erfiður og leiðin- legur. Þér verðið ásakaður um tillitsleysi gagnvart manneskju, sem þér viljið síður en svo gera mein. Síðari hluti vikunnar veröur aftur á móti mun bjart- ari og skemmt.ilegri. Sporðdrelcamerkið (24. okt.—22. nóv.). Fjölmargir óheillavænlegir aðilar munu leitast við að draga yður á tálar í þessari viku. Yður skal því ráðlagt að beita öllum viljastyrk yðar og skapfestu til þess að koma í veg fyrir óáran og vitleysu. Þriðju- dagurinn verður hættulegastur. Bogmannsmerkið ((23. nóv.—21. des.). Það gerist ekkert stórfenglegt og ekkert sérstaklega spennandi í vikunni. Fjármálin verða erfið, eins og fyrri daginn, en með örlitlum klókindum og heppni mun yður takast að kippa þeim í lag um stundar- sakir, eins og venjulega. Steingeitarmerkið (22. des.—20. jan.). Þér hafið »ú um skeið farið heldur gáleysislega með tíma yðar og fjármuni og þetta kemur yður áþreifan- lega í koll fyrri hluta vikunnar. Mjög óvænt og skemmtilegt atvik kemur fyrir yður á laugardag, at- vik, sem kitlar hégómagirnd yðar ofurlítið. Vatnsberamerláð (21. jan.—19. febr.). Einn af meðlimum fjölskyldunnar hefur mikla þörf fyrir að vera í nánari tengslum við yður en hingaö til. Þér skuluð ekki slá hendi á móti vinarhótum hans, heldur sýna honum alla þá vinsemd og trúnað sem þér getið. Það mun borga sig síðar. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz). Þetta verður sannarlega góð vika. Allt mun leika í lyndi fyrir yður og vandamál, sem hafa valdið yður miklum áhyggjum, leysast. á farsælan hátt, alveg af sjálfu sér. Varizt þó að reikna hér eftir með því, að allt muni veitast yður eins lét.t og í þessari viku. FÁLKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.