Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 13
STALINS izt úr hjartaslagi. Upp frá því vék Rósa ekki frá villunni. Ég eyddi næsta degi í garðinum og í heldur óhrjálegu bókasafni, þar sem ég fann eintak af Stríð og frið eftir Tolstoy. í bókinni voru athugasemdir á spássíum, eftir Stalin að því er ég fékk bezt séð. Ákveðnar athugasemdir sem skrifaðar voru með stórri og kant- aðri, en mjög reglulegri skrift, gáfu til kynna litla ánægju með hegðun sögu- hetjunnar. Á mörgum stöðum rakst ég á athugasemdina: Þjóðfélagslega ófært. Síðar komst ég að raun um, að Stalin átti framúrskarandi gott bókasafn í Kreml. Þegar hann eyddi heilum degi á Villa Gorinka, hafði hann alltaf með sér fjórar—fimm bækur úr þessu bóka- safni. Um áttaleytið morguninn eftir, var ég rétt búin að smeygja mér í undir- kjólinn fyrir framan opinn gluggann, þegar dyrnar lukust skyndilega upn. Mér til mikillar undrunar sá ég stóran dreng standa í dyrunum. Hann var með dökkt hár og blá augu, Hann var klædd- ur grænni rússaskyrtu með hinu rauða einkennismerki Komsomol (hins kom- múnistiska ungmennasambands), og við hana í gráum flónelsbuxum. Ég greip morgunsloppinn minn í flýti. Drengur- inn fylgdi mér brosandi með augunum og virtist alls ekki setja það fyrir sig, þótt ég væri fáklædd. Yfir axlir hans sást nú gægjast forvitnislegt andlit lít- illar stúlku. — Hvað viljið þið, spurði ég og reyndi að vera dálítið hneyksluð í málrómi. — Ég er Vassili Stalin, sagði dreng- urinn og barði sér á brjóst. — Afsakið, ef ég trufla yður. Og svo heyrði ég lága barnsrödd segja: — Og ég heiti Svetlana Stalin Af- sakið! Hlæjandi mjökuðu börnin sér lengra inn í herbergið og tóku að skoða ferða- töskurnar mínar, snúa við kjólunum mínum og leggja fyrir mig hinar furðu- legustu spurningar, — hversu gömul ég væri, hvort ég þekkti madamoiselle Deguilat? Eða ef til vill monsieur Deg- uilat? Eða mademoiselle Labranche? Ég furðaði mig á, að heyra þessa runu af frönskum nöfnum og þess vegna tók ég nú að leggja spurningar fyrir þau. Það kom í ljós, að hér var um að ræða kennara þeirra í frönsku, sumpart í Kreml og sumpart í Villa Gorinka. Börn Stalins minntust þeirra allra vel. Loks fylgdi ég þeim í herbergið þeirra. Niðri á stofuhæðinni höfðu þau stórt herbergi saman, sem skipt var í tvennt með lausu skilrúmi. Hér héngu tvær myndir hvor fyrir ofan aðra: mynd af Stalin og mynd af mjög fallegri, dökk- hærðri konu. — Þetta er mamma, útskýrði Svetlana fyrir mér og horfði um leið sínum hnetu- brúnu augum á mig. Mér varð brátt ljóst, að Svetlana var óvenjulega gáfað barn. Meðan bróðir hennar gat naumlega komið út úr sér nokkrum bjöguðum orðum á frönsku, lék sú litla sér að því að buna úr sér heilum setningum, ótrúlega réttum. Hún trúði mér fyrir því, að hún hefði vitneskju sína úr frænda sínum, Tochi- vherine. Þag var gamall, rússneskur stjórnarerindreki sem bjó þarna í vill- unni. Þegar sama dag fengu börnin fyrstu kennslustund sína. Strax á eftir átti Vassili að fara í tíma í herþjálfun, en Svetlana og ég gengum út í garðinn. Hún vildi endilega sýna mér veiðihund- ana sína. Um kvöldið kynnti hún mig fyrir öllu þjónustuliði fólksins. Enda þótt þrettán herbergi væru í villunni, var þjónustuliðið mjög fámennt. Ég heilsaði sjötugri eldabusku frá Georgiu, og Svetlana hvíslaði því í eyrað á mér, að gamla konan væri dóttir Rafalovna. — En þú mátt ekki segja neinum það, bætti hún við alvarleg í bragði. Einnig heilsaði ég upp á tvo vaktmenn i hermannabúningum, sem einnig voru frá Georgiu. Sex af þrettán herbergjum villunnar — næstum öll önnur hæðin — voru lokuð á veturna, og á sumrin var þjónustuliðig aukið um eina stofu- stúlku. Þegar Stalin hélt veizlur, komu tveir hjálparmenn akandi í vagni frá Kreml. Sumarið sem ég dvaldist í Villa Gorinka, hélt Stalin veizlu vikulega. Á föstudagsmorguninn bankaði Svet- lana á dyrnar hjá mér og sagði; —• Pabbi kemur á morgun. Mér var ógerningur að hugsa mér Stalin, æðsta mann Sovétríkjanna, sem föður þessarar litlu, elskulegu stúlku. Ég óttaðist engan veginn að hitta föður barnanna, en ég átti erfitt með að hugsa mér hann sem einn af meðlimum fjöl- skyldunnar. — Og hann ætlar að taka Pietr með sér! Pietr var úlfahundur, sem Stalin hafði í Kreml. Þeir komu um hádegisbil- ið daginn eftir. Börnin hlupu á móti þeim þvert yfir grasflötinn. Ég var uppi í herberginu mínu og í fyrsta sinn heyrði ég tónlist frá stofuhæðinni. Svo kom Vassili upp til mín og sagði: — Það eru gestir niðri. Ég átti að spyrja frú Rósu, hvort þú vildir ekki koma. Rósa kom á móti mér í dyrnar á dag- stofunni. Hún tók mig undir arminn og leiddi mig inn. Undir ljósakrónunni dönsuðu herrar og dömur. í einu horn- inu stóð stór og gylltur grammófónn. Það var leikinn rólegur vals. Flöskur Frh. á bls. 34. ÍÚS,íh EwSsSft 'íí FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.