Fálkinn - 06.12.1961, Síða 24
— Mér finnst þú svo föl í dag,
Fatima.
List.
— Sjálfsagt frú, ég skal sýna
yður aðra sokka.
Gabriela
— Þér hafið sérstakt skarð milli
augnanna. Það er sagt, að slíkt hafi
aðeins hraust fólk. Hughraust og stolt,
bætti hún við. — Svo er að minnsta
kosti sagt í mínu landi.
— Yðar landi? Hvaðan eruð þér?
— Frá Mexíkó.
— En þér talið þýzku reiprennandi?
— Já. svaraði hún. án þess að ræða
það mál nánar. Þau þögðu um stund
og Albert stóð upp og ætlaði að fara.
— Nei, verið kyrr, sagði hún. Hún
lagði höndina á arm hans. Það var
ósköp venjuleg hreyfing, en Albert blóð-
roðnaði.
Hún var svo sannarlega ljómandi fal-
leg. Munnur hennar, sem var vandlega
málaður, bar vott um heitar tilfinning-
ar, og svart hár hennar gljáði í ljósinu.
Skyndilega kom hún auga á Hohen-
perch prins.
—- Hafið þér nokkuð á móti því að
skipta um stól við mig, herra Brandt?
Maðurinn þarna starir stöðugt á mig.
Albert leit snöggt á prinsinn.
— Þér skuluð kæra yður kollótta um
hann. Hann starir á allar fallegar kon-
ur. Hann er kvennagull bæjarins og hef-
ur verið það í mörg ár.
En hann stóð samt upp og skipti um
stól við hana.
— Faðir prinsins átti eina af fegurstu
höllunum hér í Neckardalnum. Nú er
höllin heilsuhæli, sem ríkið rekur, bætti
hann við. Honum hefur tekizt að eyða
öllum fjármunum fjölskyldu sinnar. Nú
rekur hann málaskóla og kennir mest
ungum stúlkum. Hann er mjög snjall
tungumálamaður.
Albert þagnaði. Það var eitthvað und-
arlegt við augnaráð konunnar. Hún setti
upp svip, sem hann skildi ekki. . . . Hún
tók eftir að hann ókyrrðist og sagði:
— Segið mér eitthvað um sjálfan yð-
ur. Hvað gerið þér? Stundið nám auð-
vitað, eða hvað? Stærðfræði, efnafræði?
— Nei, fornleifafræði.
Þau töluðu um stund um nám hans.
Hún kom með margar spurningar, sem
bentu til þess, að hún hefði lítið fylgzt
með í þessum efnum. En hún kom jú
frá Mexíkó, þar sem allir eru svo ver-
aldlegir . . .
— Mér skilst, að þér búið hjá for-
eldrum yðar, sagði hún.
Albert roðnaði.
— Já, þangað til . . .
Hann hætti í miðri setningu.
Hún beygði sig í áttina til hans.
— Eru einhverjir erfiðleikar heima
hjá yður?
Albert sat þögull. Hví skyldi hann
trúa ókunnugri konu fyrir vandamálum
sínum? Hins vegar fann hann ómót-
stæðilega hvöt hjá sér til þess að tala
um þetta við einhvern. Og þessi fína
dama kom frá Mexíkó, á morgun mundi
hún eflaust halda áfram ferð sinni . . .
— Erfiðleikar er orð, sem segja lítið,
sagði hann. — Þannig er mál með vexti,
að faðir minn ætlar að kvænast aftur.
Það varð þögn. Ókunna konan opn-
aði veskið sitt, tók upp vasaklút og
strauk honum yfir ennið. Sterk ilm-
vatnslykt gaus upp á móti honum.
— Og ykkur systkinunum geðjast
ekki að því, eða 'hvað?
Albert svaraði ekki. Hann starði
á hana og varð gegntekinn þeirri óþægi-
legu tilfinningu, að hún vissi um allt
heima . . .
-—■ Þegar maður er ungur, á maður
svo erfitt með að skilja þá kynslóð, sem
er næst á undan manni, sagði hún. Mað-
ur neitar staðreyndum. Ég þekki þetta
af eigin reynslu. Það er fyrst þegar
maður fer að eldast, sem maður verð-
ur ögn skilningsríkari.
Albert 'hló strákslega.
— En þér eruð jú sjálfar svo ung,
sagði hann.
Hún brosti til hans.
— Ég þakka fyrir hólið, svaraði hún.
— En í raun og veru er ég nógu göm-
ul til að vera móðir yðar . . .
(Framhald í næsta blaði).
PRENTMYNDAGERÐIN
MYNDAMÓT H.F.
MORGUNBLAÐSHÖSINU - SlMI 17152
24 FÁLKINN