Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 16

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 16
Á hvers m í litlum bæ er margt, sem þykir tíð- indum sæta. Allt líður samt áfram og yfirleitt er lítið veður gert út af næsta daglegum atburðum og afmælum. — Tíu ár eru ekki langur tími sé miðað við ævi fyrirtækja, en vart verð- ur því neitað, að hinn fyrsti tugur er alltaf merkur 1 sögu þeirra. Fyrir fáum * árum var hér lítið um að menn styttu sér stundir eða gerðu sér dagamun á veitingahúsum. Herma svo fróðir menn, f að þá hafi varla verið fleiri en 100—- 200 manns úti að skemmta sér á laug- ardagskvöldum á þeim veitingastöðum, þar sem vín var frjálslega haft um hönd. Þá var vasapelaöldin í algleym- ingi. Menn stungu á sig pela, er þeir fóru á dansstað og laumuðust svo til að hella í glösin, þegar enginn sá til. En upp úr árinu 1950 fer þetta að breytast smátt og smátt, nýir og vistlegir veitingastaðir eru settir á stofn og ekki leið á löngu áður en þessir staðir fengu leyfi til þess að hafa vínveitingar um hönd. Ef til vill hafa hin vistlegu húsakynni þess- ara staða átt sinn þátt í að auka aðsókn- ina, en sú þróun hafði aftur á móti í för með sér, að hinu hvimleiða laumu- spili vasapela linnti að nokkru. Á þess- um árum eða skömmu eftir að Þjóðleik- húsið tók til starfa var Leik'húskjallar- inn settur á stofn, en hann er tíu ára um þessar mundir. ★ i Það var líkast sem í ævintýri frá Aust- urlöndum er við litum þar inn um dag- inn. Þar voru öll borð hlaðin krásum. Matsveinar voru að leggja síðustu hönd • á réttina og hlupu til og frá með log- andi steikurnar. Þeir báru þær á tein- um er svipaðir voru sverðum í lögun og öðru hverju helltu þeir víni á þær, svo að loginn færðist í aukana. Þjónar voru á þönum til og frá, berandi alls konar diska og föt að ógleymdum glösunum. Það er sjaldan sem slíka sjón ber fyrir augu og ekki verður því neitað, að vatn kom fram í munninum á manni. En þessa rétti býður staðurinn upp á daglega og getur hver og einn fengið hvað sem er af þessum krásum, ef 'hann á eitthvað í pyngjunni. En við þessa sjón kom manni strax í hug máltækið gamla: Matur er mannsins megin. Og ekki er að efa, að Þorvaldur Guðmundsson stendur við dyrn- ar á Þjóðleikhúskjallaranum og býður gesti velkomna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.