Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 19
ERNINGAVEÐUR
„Sá sem vill gjöra galdraveður tekur höfuð af fiski þeim
sem langa heitir, óupprifið og óklofið, og lætur því fylgja
magann óskertan og bindur fyrir neðri endann, en skrifar
galdrastafinn ginfaxa á gómhimnuna, sumir segja gapa líka,
— setur svo höfuðið upp á stöng og festir það svo að niður
er það sem niður var á fiskinum. En munn löngunnar lætur
hann gapa í þá átt sem hann vill að vindur komi úr. Þá mun
brátt hvessa svo mikið að maginn fyllist af vindi og standi
beint aftur eins og rófa. Helzt það veður meðan höfuðið er
á stönginni. — Það er svosem auðvitað að hvur sem hefir
brúkað þessi galdrabrögð ........ hefir brúkað einhvurjar
galdraþulur til að láta galdurinn hrífa, því allur galdur
hefir meðfram verið innifalinn í þeim“. (Sjá ginfaxa, nr. 2
og gapaldur, nr. 4).
Þá mun allvel hlýða að setja hér eftirfarandi leiðbeiníng-
ar, sem lúta að hinu sama:
„Þenna staf skaltu rista á lönguhaus og bera í hann blóð
úr þér og reisa hann upp á stöng, þar sem saman kemur
sjór og land í flæðarmáli, og skulu broddar þeir, sem ekki
er hálfhringur á, snúa mót þeirri átt, sem vindurinn skal úr
koma“: (Vindgapi meiri. nr. 1).
„Þenna skal rista á lönguhöfuð eins og hinn fyrri, nema
blóðið skal vera úr hægri fætinum og skal bera blóðið í
með hrafnsfjöður. Að öðru leyti skal farið með hann eins
og hinn fyrri. Les Satorarepo": (Vindgapi minni, nr. 3).
Eftirfarandi saga lýsir eftirminnilega kukli með vindgapa.
Hún er skráð af Ingunni Jónsdóttur og birtist í Gráskinnu
Nordals og Þórbergs:
„Eitt sinn kom afi minn, Jón Ólafsson á Helgavatni, út í
Höfðakaupstað. Hann hitti kaupmann (sem mig minnir væri
þá Salomonsen) að máli, og barst talið að veðrinu, eins og
oft vill verða. Segir Jón að furðanlega hafi rætzt úr því, eins
og útlitið hafi þó verið ljótt um morguninn. Kaupmaður
svarar, að hann myndi eigi furða sig á því, ef hann vissi alla
málavexti. Hann segist hafa sent skip sitt snemma morguns
vestur á Strandir. En þegar það hafi fyrir skömmu verið far-
ið, hafi hann tekið að hvessa og litið út eins og hann væri að
ganga í manndrápsveður. Verður kaupmaður nú áhyggju-
fullur mjög og gengur upp á höfðann til þess að svipast um,
ef hann sæi nokkuð . til skipsins. En þegar þangað kom,
verða þar fyrir honum strákar tveir. Hafa þeir reist þar
upp stengur stórar og voru ristar á þá rúnir og galdrastafir.
Sinn lönguhausinn var á hvorri stöng og voru skoltarnir
glenntir upp á móti veðrinu. Strákarnir stóðu þar hjá,
studdu stengurnar og sögðu: „Hvesstu þig; hinn hvessir sig!“
Þegar annar hafði sagt þetta við sinn galdrakarl, tók hinn
upp sömu orðin við sinn. Þetta létu þeir ganga á víxl ísí-
fellu og alltaf hvessti meir og meir. Kaupmaður sér, að þetta
má ekki svo til ganga. Ræðst hann að strákunum, lemur á
þeim og hrekur þá burtu, fleygir lönguhausunum í sjóinn,
en brýtur stengurnar. Fór þá óðar að kyri’a og eftir skamma
stund var komið bezta veður, logn og sólskin, en skipið
sakaði ekki“
Halldór Kiljan Laxness kemur vindgapanum að í Islands-
klukkunni, þótt hann sé til annars brúks þar. Jón Hregg-
viðsson snærisþjófur af Rein skeggræðir við nafna sinn Þeó-
fílusson í svartholinu:
„Getum við ekki búið okkur til vindgapa, sagði Jón
Hreggviðsson. Getum við ekki rispað stafskrattann með axar-
hyrnunni á höggstokkinn og feingið fallegan kvenmann vel-
feitan inn hingað til okkar strax í nótt, og helzt þrjár.
En það var ekki hlaupið að því að koma sér upp þessum
■ staf til þess þurfti mun rýmri aðgáng að dýraríkinu og nátt-
úrukröftunum en kostur var í þessum stað; vindgapi er
letraður með hrafnsgalli á mórautt hundtíkarskinn hold-
rosamegin og borið síðan ofaní stafinn blóð úr svörtum
fressketti, sem óspjölluð mey hefur skorið á háls við fullu
túngli.
Hvernig gaztu feingið óspjallaða mey til að skera svartan
fresskött? spurði Jón Hreggviðsson.
Hún systir mín gerði það, sagði maðurinn. Það tók okk-
ur þrjú ár að útvega hrafnsgallið. En fyrstu nóttina sem ég
hélt gapanum á lofti uppá svefnhúsi prestsdótturinnar og
þuldi gapaldursstefnu var komið að mér, enda var þá kýrin
dauð.
En stúlkan, spurði Jón Hreggviðsson.
Það svaf hjá henni maður, sagði Jón Þeófílusson grátandi.
Jón Hreggviðsson hristi höfuðið ..... Nú varð þögn um
sinn utan hvað galdramaðurinn heyrðist snökta í myrkrinu.
Eftir drykklánga stund sagði Jón Hreg'gviðsson af hljóði:
Þú verður áreiðanlega brendur.
Galdramaðurinn hélt áfram að skæla“.
★
Þá má nefna þá tegund gerníngaveðurs sem í því var
fólgin að blása á spæni eða skeljar á vatni, er táknuðu þá
skipin er sökkva skyldi. Jón Árnason segir eftirfarandi sögu:
„Þegar póstskipið fórst hérna um árið (1817) segir sagan að
því hafi valdið karl einn vestra. Honum var í nöp við ein-
hvern sem á skipinu var. En þegar skipið lagði út Faxaflóa
fór karl þessi í einhýsi frá öðru fólki fram í bæ, en dreng-
ir sem voru á bænum fóru á eftir honum og gægðust inn um
rifu á kofahurðinni og sáu að karl sat þar við fulla vatns-
kollu og hafði báruskel á. Lengi var hann að blása á vatn-
ið þangað til gárar fóru að koma á það og gefa á skelina svo
hún var orðin nærri full er drengirnir sáu seinast til. Leizt
þeim þá ekki að bíða lengur. Morguninn eftir þegar að var
komið var skelin á hvolfi á kollubotninum, karlinn dauður í
kofanum og póstskipið brotið í spón undir Svörtuloftum við
Snæfelllsnes".
★
Þá er að geta galdraveifunnar. Sem dæmi um hana segir
Jón Árnason: „Sagan segir að kerling ein suður í Garði ætti
tengdason sem henni var ofboð illa við. Einu sinni þegar
Frh. á bls. 30
HAMRI - MYNDSKR. EFTIR ÁSTU SICURDARDÓTTUR
FÁLKINN
19