Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 11

Fálkinn - 06.12.1961, Qupperneq 11
Selterski hélt, að það hlyti að vera öruggt ráð til þess að losna við Peregarin, að lesa upp fyrir hann úr skáld- sögu, sem hann hafði hnoð- að saman í æsku. En hann fékk að lesa, unz hann gafst upp Smásaga eftir Anton Tjekov ingu. Þegar klukkan sló eitt var liús- bóndinn kominn að því að lýsa höll- inni, þar sem söguhetjan, Valentin greifi, átti heima. — Það hlýtur að vera gaman að búa i svona höll, andvarpaði Pere- garin. — En hvað henni er snilldar- lega lýst! Ég gæti setið hér til ævi- loka og hlustað á. — Bíddu hægur, hugsaði Selterski. — Þú skalt ekki' þola það til lengdar. Klukkan hálftvö hófst lýsingin á söguhetjunni. Klukkan tvö las Seltcrslii með sljórri draugarödd: — Þér spyrjið mig hvers ég óska. Ég óska að hönd yðar titri máttlaus í minni hendi, langt laurt i fjarska undir hvelfingu suðurhimnanna. Að- eins þar getur hjarta mitt slegið með meiri sæld undir dómkirkjuhvelfing- unni. Sál mína þyrstir i ást . . . i ást . . . — Nú geta ég ekki meira, herra ofursti. — Við skulum láta þetta duga núna. Þér getið lesið afganginn fyrir mig á morgun. Nú skulum við tala svolítið saman. Ég lief ekki sagt yður ennlþá hvernig fór við Agalzk . . . Selterski hneig' máttvana aftur á bak í stólinn, lokaði augunum og hlustaði. Ég hef reynt allar leiðir, hugsaði hann. Nú situr hann hérna til klukk- an fjögur. Ég vildi gefa hundrað rúblur til þess að losna við hann. Aha! Nú datt mér nokkuð í hug! — Herra ofursti, greip hann fram í. — Afsakið að ég skuli grípa fram í fyrir yður á ný. Ég ætla að- eins að biðja yður að gera mér ofur- lítinn greiða. Ég hef haft margvís- leg útgjöld síðustu vikurnar. Það er ekki til grænn eyrir á heimilinu. . og ég fæ enga peninga fyrr en í lok næsta mánaðar. . . . — Það er orðið framorðið. . . . eh. . . . hm.... sagði ofurstinn og ræskti sig — Klukkan er bráðum þrjú. Hvað voruð þér að segja? — Mér ríður á, að ná í 2—800 rúblur. Þér munduð víst ekki getað vísað mér á neinn, sem gæti lánað mér þær? — Hvernig ætti ég að geta það? Eh.... hm.... það er víst mál til komið fyrir yður að komast í háttinn. Líði yður vel. Og þakka yður fyrir gestrisnina. Viljið þér heilsa kon- unni yðar. Ofurstanum lá allt í einu á og hann þreif húfuna sína og gekk til dyra. — Ætlið þér að fara strax? taut- aði Selterski. — Ég ætlaði að biðja yður. ... af því ég veit hvað þér eruð þóngóður.... Ég vonaði.... — Á morgun! Nú verðið þér undir eins að fara að hátta. Konuna yðar er víst farið að lengja eftir yður. Það væri laglegt, ef ég hefði af yður svefn! Nei, ekki til að tala um. góði vinur.... Líði yður vel. Og í rúmið! Peregarin tók í höndina á honum með sætsúrum svip, setti upp húfuna og fór. FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.