Fálkinn


Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 4

Fálkinn - 06.12.1961, Blaðsíða 4
Þessa óvenjulegu mynd tók Ölafur K. Magnússon fyrir nokkru. Hún er af e i n n i f jölskyldu, foreldrum ásamt ellefu börnum. Fjölskyldan er hollenzk og var aö flj4jast búferlum frá heimalandi sínu. Undarlegur atburður hefur átt sér stað í Auek- land á Nýja Sjálandi. John Edwin Chapple heitir maður nokkur kvæntur og hefur til skamms tíma búið þar í kyrrð og ró. Nýlega las hann sína eigin graf- skrift. En þetta á þó allt sína útskýringu. Svo bar við, að John þessi, sem er málari að atvinnu, hvarf að heiman fyrir tveimur árum. Nokkrum mánuð- um seinna fannst svo illa meðfarið lík, sem kona hins látna lýsti yfir, að væri af John eiginmanni hennar. Þegar John Chapple heyrði fyrir átta mán- uðum, að hann væri látinn sneri hann sér til lögreglunnar og skýrði svo frá, að þetta hlyti að vera einhver misskiln- ingur. Þar með hélt hann, að málið væri út- kljáð. Chapple sagðist svo frá, að hann hefði farið að heiman sakir þess að hann væri þreytt- ur á konu sinni og hann hefði ekki hugmynd um hver hefði farið í gröf- ina fyrir sig. En í konu hans var annað hljóð, hún sagði meðal annars: — Ekki get ég sagt, að ég sé sérstaklega glöð yfir að sjá hann aftur. Er hann hvarf fyrir tveim- ur árum var ég viss um, að hann kæmi aldrei aft- ur og ég var eins viss um, að það hefði verið lík hans, sem menn fundu hérna um daginn. Hvað lögregluna snertir er hún mjög áfjáð í að vita, hver það hefur verið, sem jarðaður var í stað John Edwin Chapple Ekki er unnt að segja, að hinir nýju afríkönsku valda- menn séu seinir á sér til þess að nota sér öll þau þægindi, sem þeir geta notið í stöðu sinni. Til dæmis má nefna hinn 39 ára gamla forseta Guineu, Sekou Touré. Nýlega fékk hann afhendan risastór- an bíl frá Wegman verksmiðjunum í Kasel. Bíll þessi er ákaflega íburðarmikill og er m.a. komið fyrir inn í honum tveggja manna sófa. Bifreiðin er máluð í grænum og gulum og silfurlit. Það tók verksmiðjuna 8 mánuði að fullgera þessa bifreið, en um kostnaðinn spinnast engar sögur. Aftur á móti er allt á huldu um, hvernig forsetinn ætlar að nota bifreiðina, því vegir eru ekki miklir í ríki hans, alls munu þeir vera um 662 km á lengd og varla fyrir hestvagna. Hann hlýtur því að vera mjúkur sófinn. Ekkja Clarks Gable hefur nýlega lokið við að rita ævi- sögu hins látna eiginmanns síns. Fullvíst er talið, að bók þessi verði metsölubók, þegar hún kemur á markaðinn, en vinir frúarinnar telja að svo verði án þess að til nokkurra auglýsinga komi. Það er ekki heldur neitt undarlegt, því að áður en hún hóf verkið, höfðu henni borizt 230,000 bréf frá hinu og þessu fólki, sem hvatti frúna til þess að rita hana. Hinn ungi og hugaði lög- regluþjónn Bardot í franska þorpinu Pont-sur-Sambre og kona hans voru alveg í sjö- unda himni yfir tilkomu nýs meðlims í fjölskylduna. Þetta var lítil og snotur stúika. — Hvað eigum við að láta hana heita? spurði faðirinn. — Auðvitað Brigitte, svaraði móðirinn. Og faðirinn féllst líka á þetta nafn, en þegar þau sneru sér til sóknarprestsins, sagði hann alvöruþrunginn: — Brigitte Bardot? Kæru börn, hafið þið hugsað um þau örlög, sem bíða barns með slíku nafni? Og svo var barnið skírt Marianne. Copyrighf P. I. B. Boa 6 Copenhogen

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.