Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 28
Fögur tónlist ómaði um skrautlega sali veitingahússins í Bebenhausen þetta nóvemberkvöld. Við hornborð sátu Wolfgang og vinkona hans, Ursula, ásamt Doris og Pedro. Ursula var falleg, dökkhærð stúlka, sérstaklega vel vaxin. Hún hló oft og horfði á Wolfgang. Það var bersýnilegt, að hún dáðist mjög að hinum unga lyfjafræðinema. Doris varð fegin í hvert skipti sem Wolfgang dansaði við Ursulu. Þá gat hún talað við Pedro einslega —- og það var margt, sem þau þurftu að ræða um. — Faðir þinn sagði. að þú hefðir orð- ið eftir í París, hvíslaði Doris, um leið og Wolfgang sveiflaði sér í dansinn með Ursulu. Pedro hrukkaði ennið. Honum var kunnugt um fjárhagsörðugleika föður síns, en hann gat ekki fundið neitt sam- hengi milli þess og svo lyginnar, sem hann hafði gerzt sekur um. — Og mamma vill skilja okkur sundur, hélt Doris áfram. Pedro svaraði ekki. Hann greip hönd hennar og horfði beint í augu hennar. — Hvaða máli skiptir það? Ég er hjá þér . .. Við erum saman. Hann elskar. mig, hugsaði Doris og gladdist í hjartá sínu. Hann bauð henni upp og þau liðu út á dansgólfið. Bæði voru innilega glöð. Þau voru ung og ástfangin og skyndi- lega fannst þeim eins og ekkert á jarð- ríki gæti ógnað hamingju þeirra. Þegar þau dönsuðu framhjá Wolfgang og Ursulu, kallaði Pedro: — Næsta vetur stunda ég nám við háskólánn í Túbingen. Hvað segirðu um það? — Fín hugmynd, hrópaði Wolfgang á móti. — Þú ert hjartanlega velkom- inn! Doris stanzaði. Að henni skyldi ekki hafa dottið þetta í hug! Þá gætu þau trúlofazt og kynnst betur. Hún gat búið heima hjá sér enn um hríð og einnig notið samvistar við Pedro. Hljómsveitin tók að leika mambo og nú komst Pedro í essið sitt. Hann gaf sig allan á vald hinum suðuramerísku tónum og Doris fylgdi honum auðveld- lega í dansinum. Margir hættu að dansa til þess að horfa á þau og .sumir klöpp- uðu í takt við tónlistina. Stemningin jókst stöðugt. Doris fannst hún aldrei á ævi sinni hafa verið eins hamingjusöm. Hún lok- aði augunum, þrýsti sér fast upp að Pedro og lagði hendurnar um háls honum, í sömu andrá breyttist lýsingin í saln- um. Hin fjólubláu ljós, sem verið höfðu meðan mambóið var leikið, voru slökkt- og skærhvít ljós kveikt. Doris fékk of- birtu í augun, þegar hún opnaði þau. Hið fyrsta sem blasti við sjónum hennar var .. . Bettina! Pedro tók eftir því að Doris hrökk við. — Hvað er að? — Mamma er hér! Pedro hélt áfram að dansa, en hún skalf í örmum hans. Nú kom Felipe einnig í Ijós á bak við Bettinu. Þau stóðu þarna bæði þögul og hreyfingarlaus og renndu augunum yfir salinn. Loks kom Felipe auga á son sinn Pedro og þegar hann sá við hverja hann dansaði, þá skildi hann hvers vegna Bettina hafði heimtað að hann kæmi með henni hingað. Bettina leit til hans — Sástu nokkuð, Felipe? — Ég? Hm . . . hm . . nei ekkert.... Hann yppti öxlum. Síðan hélt hann áf ram: — Ég hefði náttúrlega átt að segja þér eins og satt var að Pedro væri með mér. En ég vildi ekki koma þér í upp- nám. Og þú hefur mín orð fyrir því, að við munum báðir fara héðan frá Tú- bingen strax í kvöld. Aður en Bettinu vannst tími til að svara var Wolfgang kominn til hennar: — Mamma! Eg vildi gjarna kynna þig fyrir vinkonu minni, Ursulu Kar- mer. Bettina brosti vélrænt og rétti fram höndina. Henni geðjaðist vel að skær- bláu og ákveðnu augnaráði stúlkunnar. Og hún gat ekki stillt sig um að hlæja. Hún þekkti Wolfgang og hina skemmti- legu hegðun hans. Tónlistin hljóðnaði. Doris og Pedro sneru aftur að borði sínu án þess að líta í áttina til dyranna. — Við höfum nóg pláss við borðið, sagði Wolfgang kurteislega og benti. Það var erfitt að ráða bros Bettinu, þegar hún heilsaði Pedro. — Þú ert fljótur að átta þig, kæri Pedro. Þú ert varla búinn að stíga niður fæti hér í Túbingen, þegar þú uppgötv- ar vinsælasta og skemmtilegasta dans- staðinn okkar. Hún leit í kringum sig, en hélt síðan áfram: — Hér skemmti ég mér oft konung- lega, þegar ég var ung. Hvaða dans voruð þið að dansa, þegar ég kom inn? — Mambo, mamma, svaraði Doris og roðnaði. — Mambo, já, einmitt! Tímarnir breytast. Ég man eftir þegar charleston var dansað á þessu sama gólfi. Þá voru kjólarnir mittislausir og náðu rétt niður á hnéð. Unga fólkið hló svona fyrir siða sakir. Síðan hljómaði tónlistin aftur og þau hurfu út á dansgólfið. — Hvers vegna er hún móðir þín svona mikið á móti mér, hvíslaði Pedro í eyra Dorisar. — Ég veit það ekki, hvíslaði Doris á móti. En innst inni fannst henni eins og hún vissi rétta svarið við þessari spurningu. Þegar dansinum var lokið og Doris og Pedro komu aftur að borðinu stóð Felipe á fætur. — Ég vil gjarna fá að segja við þig nokkur orð, sagði hann við son sinn. Eilítið hikandi fylgdi Pedro föður sínum út úr salnum. Þeir gengu inn í hliðarsal, fengu borð þar og Felipe 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.