Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 32

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 32
kvenþjóðin ritstjóri KRISTJAISiA STEINGRÍMSDÓTTIR fftf etu hii bejta W0" ¦ 4- Allir kannast við notkun eggja í daglegri matargerð, en þeir eru færri sem vita, að þau eru hin ákjósanlegustu til snyrtingar. Að vísu eru þau dýr, en hvað mætti þá segja um öll þau smyrsl, sem keypt eru í krukkum, en eggin geta oft komið í þeirra stað Eggjarauðan hreinsar, nær- ir, mýkir og yngir hörundið, því að hún inniheldur mikið af hinum fínu lecitin og fos- forolíum, sem næra og mýkja húðina. Einnig inniheldur hún kolesterol sem verndar hör- undið, hindrar ofþornun og viðheldur mýkt hennar. Sömu áhrif hefur A vítamín eggja- rauðunnar, sem oft er nefnt vítamín hörundsins. Eggjahvítan hreinsar, þurrk- ar feita húð og hreinsar hör- undið, því að hún inniheldur næstum hreint protein, fitu- laust, storknar á hörundinu og dregur við það til sín af sjálfu sér fitu og óhreinindi, hæfir því einkum feitu hör- undi. Á einnig við hrukkótt hörund og máttlaust, vegna þess hve hún er „astringer- andi", hressandi. Notkun eggjarauðu: Hrærið 1 eggjarauðu með 1—2 msk. af kím- og möndlu- olíu ásamt nokkrum dropum af ávaxtasafa t. d. sítrónu, þannig að þetta sé líkast majones. Borið á kvölds og morgna, látið liggja á andlit- inu augnablik — aðeins 1—2 svar í viku er það látið þorna á, — andlitið þvegið síðan með ylvolgu vatni. Nægir í 2—3 daga. Útbúa má skammt til vikunnar, ef ísskápur er fyrir hendi, en athugið að þetta verður að geymast í velluktu íláti svo að skán myndist ekki ofan á því. Nokkrar eggjagrímur. Til að lýsa húðina. 1 msk. hunang 1 lítill bolli hveiti 1 eggjahvíta Allt þeytt saman. Til að varna hrukkum. 1 msk. hunang 1 eggjahvíta Sítrónusafi. Þeytt saman. Fyrir feita húð. 1 eggjahvíta 1 tesk. sítrónusafi. Þeytt saman. Fyrir þurra og hrukk- ótta húð. 1 eggjarauða 1 msk. hunang 1 msk. rjóma Þeytt saman. Þegar þið notið grímu eigið þið að liggja útaf með fæturna hærra en höfuðið til að létta á blóðrásinni og reyna að slaka alVeg á öllum vöðvum í 15—20 mínútur. Athugið að gríman sé alveg þurr. Þvoið grímuna af með ylvolgu vatni og þerrið yfir hörundið með skin-tonic. Egg eru líka góð fyrir hárið, vegna hins mikla olíuinni- Frh. á bls. 38 */</&..; ; W

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.