Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 35

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 35
þig upp, hálfdautt skarið, leggja þig í rúmið þitt og kæfa þig hægt og gæti- lega undir koddanum. Og hversu ná- kvæm rannsókn sem gerð verður á lík- inu getur ekki gefið minnstu bendingu um, að hér sé um glæp að ræða. Eh látum okkur nú sjá hvað þarna er skrifað. Hann laut varlega niður að borðinu og las: „Á morgun kl. 12 fæ ég frelsi mitt og leyfist að tala við aðra menn. En áður en ég skil við þessa stofu, tel ég það skyldu mína að segja við yður nokkur orð. Með góðri samvizku og fyrir augliti guðs, sem sér mig, lýsi ég yfir því, að ég fyrirlít bæði frelsi og líf, heilbrigði og allt annað, sem þeir í bókum kalla lífsgæði. í 15 ár hefi ég rannsakað jarðlífið ýtarlega. Það er satt, að ég hefi hvorki séð lífið né jörðina, en úr bókunum hef ég drukkið gómsætt vín, sungið ljóð, veitt hirti og villisvín í skógunum, elskað konur ___ Fegurðin loftkennd eins og skýin, sköpuð af töfrum stór- skáldanna, sótti mig heim um miðnæt- urskeið og hvíslaði að mér ævintýrum, sem heilluðu mig. í bókum yðar kleif ég upp á hæstu tinda Elborus og Mont Blanc og sá þaðan, hvernig sólin rann upp að morgni og íklæddi himin, haf og tinda purpurarauðu gliti að kvöldi. Þaðan sá ég, hvernig eldingin klauf skýin. Ég sá græna skóga, akra, ár, borgir, heyrði seiðsöngva hafmeyjanna, fann vængjatak englanna, sem komu fljúgandi til þess að tala við mig um guð .... í bókum yðar fleygði ég mér niður í hyldýpið, gerði kraftaverk, drap, og brenndi borgir, boðaði nýja trú og lagði undir mig stórveldí. Bækur yðar færðu mér vizku. Allt, það, sem óþreytandi mannsandinn he'f- ir skapað í margar aldir, er þjappað saman í lítinn hnoðra í hauskúpu mér. Ég veit að ég er orðinn vitrari en þið hinir. Og ég fyrirlít bækur yðar, fyrirlít öll heimsins gæði og vizku. Allt er lítil- mótlegt, forgengilegt tál og svíkur eins og hillingar. Þó að þér séuð státnir, vitrir og fagrir, þá máir dauðinn yður samt út af ásjónu jarðarinnar og af- komendur yðar, saga og ódauðleg snilli frýs eða brennur með hnettinum á sínum tíma. Þér eruð vitstola og eruð afvegaleidd- ir. Lýgin hefur betur en sannleikurinn og viðurstyggðin betur en fegurðin. Þið munduð verða forviða, ef froskar eða grápoddur færu að vaxa á epla- eða appelsínutrjám, eða ef rósirnar færu að gefa frá sér svitalykt af hesti, en ég er ekki minna forviða á, hvernig þið hafið haft hausavíxl á himni og jörðu. Til þess að sýna fyrirlitningu mína á því, sem þið lifið fyrir, afsala ég mér þeim tveim milljónum, sem mig dreymdi um eins og Paradís, en sem ég fyrirlít nú. Til þess að svipta mig réttinum til þeirra ætla ég að fara héðan fimm stundum fyrr en umsamið var, og rjúfa þannig samninginn . ..." Þegar bankaeigandinn hafði lesið þetta, lagði hann blaðið á borðið, kyssti þennan merkilega mann á höfuðið og gekk út með tárin í augunum. Aldrei — ekki eftir verstu skakkaföllin á kaup- höllinni hafði hann fyrirlitið sig eins mjög og nú. Hann fór inn, lagði sig, en var í svo mikilli geðshræringu, að hann gat ekki sofnað .... Morguninn eftir kom varðmaðurinn hlaupandi og sagði, að hann hefði séð fangann smjúga út um gluggann, ganga út um hliðið og hverfa. Og bankaeig- andinn fór þegar með þjónum sínum út í skálann, til þess að sannfærast af eigin raun. Og til þess að vekja ekki óþarft umtal tók hann blaðið með af- salinu af borðinu og læsti það í pen- ingaskápnum sínum. LITLA SAGAN: ÓGNVALDUR CHICAGO Loksins höfðu menn fangað hann. Loksins sat hann bak við lás og slá í ströngu varðhaldi dag og nótt. Loksins höfðu menn gert hann óskaðlegan og loks höfðu menn eitthvað í höndunum til þess að dæma hann fyrir. Ógnvaldur Chicago-borgar hafði fallið í gildruna og í þetta skipti gat ekki einu sinni heimsins bezti málafærslumaður bjargað honum. — Þetta er örðugt, Jói, mjög örðugt, sagði verjandi hans þunglyndislegur á svip, þegar hann heimsótti glæpakon- unginn í klefann. — Verður það stóllinn? spurði bófinn hryssingslega. Lögmaðurinn kinkaði kollinum hægt og sannfærandi. — Þeir dæma þig fyrir morð af fyrstu gráðu, sagði hann, — enginn mannlegur máttur getur komið í veg fyrir það. í þetta skipti mun það gerast, Jói. Bófinn þaut upp og greip um háls- málið á hinum litla og föla lögfræðingi og hvæsti framan í hann: — Ef það verður stóllinn, skal ég sjá svo um, að þú farir í sögulega ökuferð. Hnífa-Harry og Örótti-Jón kunna sitt fag. Finndu upp á einhverju, annars — Jói rauðnefur Callahan gaf til kynna með því að láta höndina síga, að háls lögmannsins var í yfirvofandi hættu. — Hvað segirðu um dóm fyrir morð af annarri gráðu? flýtti lögfræðingur- inn sér að segja. — Og hvernig er slíkur dómur yfir- leitt? — 50—60 ára hegningarvinna í ríkis- fangelsinu í Illinois. Það fór hrollur um Jóa við tilhugsun- ina. Líkamleg vinna hafði aldrei verið hans sterkasta hlið. — Það er þó alltaf betra en að láta leiða sig beint til helvítis í stólnum, Joi, sagði hinn litli lögfræðingur. Bófinn varð að játa, að hann hefði rétt fyrir sér. — Allt í lagi, sagði hann, — ég slæ til og tek þessi 50 ár. — Svo auðvelt er það nú ekki, Jói. Þar þarf til geysimiklar mútur. Ég verð að tala alvarlega við formann kvið- dómsins og veifa framan í hann nokkr- um þykkum seðlabuntum. Ef hann er nægilega veikur fyrir peningum, er allt í lagi. Svo fæ ég hann til þess að telja hina meðlimina á að samþykkja morð af annarri gráðu, og þú sleppur þá við stólinn. — Örótti-Jón útvegar þér allan monninginn, sem þú þarft. Geta 100.000 dalir nægt? — Ég skal reyna. Og Hickman lögfræðingur reyndi þetta. Formaður kviðdómsins reyndist til allrar hamingju vera barnaleg og á-. hrifagjörn sál, og þegar Hickman stakk að honum fimmtíu þúsund dollurum og lofaði honum sömu upphæð í viðbót, sór hann að gera allt sem í sínu valdi stæði til þess að f á hina til að samþykkja dóm um morð af annarri gráðu. Framhald á bls. 46. FALKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.