Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 34

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 34
FEGURÐARD Ykkur mun eflaust öllura kunnugt um það, kæru lesendur, að hin heims- fræga, íslenzka kvikmynda- og sjón- varpsstjarna, Gurrý Siggs, er komin heim á ættarhólmann í stutta heimsókn eftir að hafa dvalið nokkur ár í Hollí- vúdd, önnum kafin við að vinna landi sínu sóma. Svo illa stóð á hjá ritstjórn Fálkans, að báðir blaðamennirnir voru við skyldu- störf sín; annar í kokkteilboði í tilefni af hálfs árs afmæli hins glæsilega veit- ingahúss „Kvöldklúbburinn", en hinn hafði kvöldið áður setið hóf í tilefni af því, að veitingahúsið „Stöðull", hafði tekið í notkun nýja rauða ljósakrónu í sjöundu vínstúku sinni Vegna þessa fór ritstjórinn'þess á leit við mig, að ég heimsækti hina frægu þokkagyðju og ætti við hana viðtal. Auðvitað varð ég fúslega við þeirri bón, því ég þráði ákaft að líta augum þessa-stærstu aug-- lýsingu míns heittelskaða lands. Ritstjóranum fannst ekki viðeigandi, að blaðamaður frá Fálkanum færi í strætisvagni, svo hann bauðst til að leigja handa mér bíl án ökumanns hjá Fal. Ég afþakkaði þó eindregið þetta góða boð, því þótt ég hefði oft ekið með lélegum ökumönnum, treysti ég mer ekki til að stíga upp í ökumannslausa bifreið. Ákveðið var því, að eg æki lang- leiðina í strætisvagni, en tæki mér síðan leigubifreið á áfangastað. Leigubíllinn kostaði of fjár og lenti ég í rimmu við bílstjórann, því ég ætl- aði að neita að borga allt fargjaldið fyrir þennan spotta, sem hann hefði ekið mér. Eftir nokkurt þref, greip bílstjórinn hljóðnemann, og stóð brátt í beinu sam- bandi við eiganda stöðvarinnar, sem gaf umsvifalaust skipun um að aka með mig á lögreglustöðina, ef ég væri að brúka kjaft. Ég sá því mitt óvænna og greiddi umsamið gjald með bölvi og ragni. Ég skellti bílhurðinni og stikaði upp að húsinu. Ég var kominn í mann- drápsskap. Ég drap því á dyr. Enginn svaraði kallinu, svo ég mátti þá drepa tímann. Þegar miðaldra frú kom loks til dyranna, drap ég framan í hana titt- linga og spurði, hvort hér byggi sómi Islands, hin fræga sjónvarpsstjarna þjóðarinnar, sem lýsti allra stjarna feg- urst og skærast, Gurrý Siggs. Þetta reyndist vera frúin, sú hin sama, sem alið hafði af sér sóma þjóð- arinnar, tvítuggetna kvikmyndadís. Hún var hin elskulegasta, þegar ég hafði sýnt skilríki upp á það, að hvert orð, sem við mig væri talað kæmi á prent í Fálkanum. Hún vísaði mér til stofu, þar sem Gurrý Siggs hafði hringað sig niður á sófann hennar móður sinn- ar, og hvíldi þar innan um fallega út- saumaða púða Ég reyni ekki að lýsa þeim yndisþokka, sem geislaði af þess- ari fegurstu meðal frónskra rósa. Hún brosti undurfagurt til mín þangað til hún sá, að ég hafði enga myndavélina, og held ég hún hafi verið fegin, því hún var augsýnilega orðin þreytt í kinnun- um. Gurrý heitir fullu nafni Guðríður Sigurðardóttir, en kallar sig Gurrý Siggs til að auðvelda þjóðum heimsins að muna nafn sitt. Ég hóf strax að spyrja hana um starf hennar á vettvangi kvik- mynda og sjónvarps. Hún sagði mér frá daglega lífinu þar, og fékk ég að heyra margt kynlegt frá lífi leikaranna. Mörgum heimsfrægum leikurum hefir hún kynnzt mjög náið, en annars sagði hún mér í trúnaði, að sumir þeirra væru hálfgerðir labbakútar og ekki fínn pappír á íslenzkan hástandard. Sagðist hún gera sitt ítrasta til að kynna ættland sitt og þjóðina, og hefði hún m. a látið sauma sér sundbol úr íslenzku fánalitunum. Gurrý kvaðst aðeins mundu dvelja hér heima um nokkurra mánaða skeið, því hún yrði að hverfa aftur til starfs- ins, en hún væri önnum kafin við að byggja sig upp. Hún sagði, að í Hollí- vúdd væru allir álíka æstir í slíkum byggingum, eins og íslendingar í íbúða- byggingum. Hérna sliti fólkið sér út á því að koma sér upp íbúðum, og byggði sig raunverulega niður, í stað þess að byggja sig upp eins og úti. Ég spurði þá, hvort ekki þyrfti að byggja íbúðir í Hollívúdd. Gurrý sagði þá, að ef manni tækist að byggja sjálfan sig nógu vel upp, væri hægur vandi að kaupa villu án þess að hafa mikið fyrir Þessi ummæli sjónvörpunnar (ný- yrði: sjónvarpsmær) finnst mér svo at- hyglisverð, að forráðamenn ættu að gefa þeim sérstakan gaum. Hér væri aðferð Gurrýar ábyggilega mjög vel framkvæmanleg og sjálfsagt að láta fram fara athugun strax. Nújæja þetta var nú það helzta, sem milli okkar Gurrýar fór. Ég sannfærðist um það, að hún er ekki einasta fögur og góð, heldur líka óvenjulega vel gef- in. Svo verð ég að taka fram, að hún talaði íslenzkuna ómengaða og hreina. Dagur Anns. VGÐMALIÐ Framh. af bls. 23 ganginn var koldimmt þar. Bankaeig- andinn burðaðist áfram og komst inn í litla anddyrið, sem gluggarnir á her- bergjum fangans vissu að. Þar kveikti hann á eldspýtu. Þar var enginn maður. Þar var rúmstæði, sem dýnan hafði verið tekin úr og í horninu sá hann móta fyrir ofni. Innsiglið á hurðinni að herbergjum fangans var óbrotið. Það slokknaði á eldspýtunni og gamli mað- urinn gekk skjálfandi að glugganum og leit inn til fangans. Þar brann veikt ljós á borðinu og bjarmi þess var ekki meiri en svo að hálfrökkvað var í herberginu. Einbú- inn sat við borðið þannig, að það sást aðeins á bakið á honum. Á borðinu, á tveimur hægindastólum og út um allt gólf voru bækur eins og fjaðrafok. Bankaeigandinn barði létt högg á rúð- una, en maðurinn sýndi ekkert lífsmark með sér. Hann gat hvað það snerti al- veg eins verið dauður eins og lifandi. Bankaeigandinn beið milli vonar og ótta og hjartað barðist ákaft í brjósti hans af eftirvæntingu. Skyldi maðurinn þarna inni ekki reka upp undrunaróp? En það heyrðist hvorki stuna né hósti og bankaeigandinn fór inn í herbergið. Við borðið sat vera, sem ekki líktist öðrum mennskum mönnum. Þetta var lítið nema beinagrind, skinnið var strengt yfir holdlausar hnúturnar, hár- ið liðaðist í löngum lokkum eins og á kvenmanni og hvergi sást í kjálkana fyrir skeggstríi. Hörundsliturinn var gul- ur eins og leirljós, kinnfiskarnir sognir og hryggurinn mjög langur. Höndin, sem hann studdi undir ennið, var svo mögur og tálguð, að hörmung var á að líta. Hárið var orðið hvítt. Enginn, sem séð hefði þetta andlit, mundi hafa fengizt til að trúa því, að það væri ekki -meira en fjörutíu ára. Maðurinn svaf og fyrir framan hann á borðinu var pappírsörk, sem eitthvað hafði verið skrifað á með smárri og fal- legri hönd. — Veslings ógæfusami maður, hugs- aði bankaeigandinn. Þarna sefur þú og nú er þig víst að dreyma um milljón- irnar, sem eiga að verða þín eign á morgun. En ég þarf ekki annað en taka 34 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.