Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 33

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 33
Þegar litið er til fjalla í sól og snjó búast flestir við að koma heim fallega brúnir. Sumir eru svo lánsamir, ýmist af því að þeir vita, hvernig þeir geta verndað hörundið, eða af því að þeir eru svo heppnir, að hörund þeirra myndar fljótt hið verndandi litarefni, sem við köllum sól- bruna. Dökkhært fólk hefur venjulega meira af verndandi litarefni en þeir sem eru ljós- hærðir, sem oft hafa svo við- kvæmt hörund, að það má kallast fásinna að reyna að verða sólbrenndur, jafnvel þótt hin beztu sólkrem séu notuð. Slíkt hörund þarf fyrst og fremst krem, sem útilokar alveg áhrif sólarinnar. Beztu sólkremin (Tan- lotr- in) eiga að innihalda það mikinn raka, að hörundið of- þorni ekki. Fituinnihaldið á hins vegar að vera það lítið, að hörundið sjóði ekki, þegar sólin skín á það. Auk þess eiga þau að innihalda einskonar sólsíu — svo að geislar sólar- innar aðgreinist og hitageisl- arnir komist ekki í gegn. Slík krem er ekki nóg að bera á hörundið, áður en lagt er af stað, það fer forgörðum, þeg- ar svitnað er, einnig þvæst það burtu með snjónum, sem kann að slettast framan í mann. Þegar frost er, skuluð þið varazt að þvo ykkur með vatni og sápu, rétt áður en farið er út. Eykur það hættu á kali. Notið í þess stað hreinsikrem og andlitsvatn og svo að sjálfsögðu vernd- andi sólkrem. Notið ekki púður. Sólargeislarnir komast ekki í gegnum það að neinu gagni, en hlífir þó ekki hör- undinu svo nokkru nemi. Vatnslaus krem mynda loft- rými milli hörundsins og kremsins og þau bráðna því ekki eins auðveldlega inn í hörundið, sem önnur krem. Sé frostið mikið eru þau þó ákjósanlegri, í slíku veðri frjósa vatnsinnihaldandi krem áður en þau geta orðið hör- undinu að gagni. Gleymið ekki vörunum, sem hættir til ..að springa í frosti og sterkri háfjallasól. Verndið þær með fitu eins og t. d. feitum varalit og berið undir hann varasmyrsl, sem fást í lyfjaverzlunum og inni- halda verndandi efni, sem antimin nefnist. SOLBRENNDAR AÐ VETRARLA6 OjtakcHjfekt Ostakonfekt er skemmtilegt og skrautlegt. Berið það fram í lok máltíðar í stað ábætis og bjóðið nýja ávexti með því. Einnig er það gott með glasi af víni og á vel við í staðinn fyrir ostafatið á köldu borði. Undir ostinn er bezt að nota dökkt, næfurþunnt skorið rúg- brauð, hveitibrauð og lítið kringlótt tekex. Á myndinni sjáið þið t. d. ostakúlur, sem búnar eru til úr gráðost, sem hrærður hefur verið með smjöri og dálitlu af papriku, velt upp úr rifnu rúgbrauði, skreytt með vínberi. Tekex með smurosti á milli, smurosti ofan á og hreðkur. Ferkantaða rúgbrauðsbita með sterkum osti á milli, skreytt með röndum af úthrærðum smurosti og alpaosti. Skreytt með V2 olivu. Einnig með þykkri sneið af mildum, feitum osti. Skreytt með tómatkrafti og smurosti. Tekex lagt saman með alpaosti, einnig ofan á ásamt olivu. FALKIN n 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.