Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 39

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 39
undir forustu Cagna kapteins sendir hingað í fyrravor til þess að athuga lendingarstaði. Og yfrir þremur mánuðum kom hingað flokkur manna til að undirbúa flugið, því upphaflega var gert ráð fyrir að flogið yrði fyrr, jafnvel seint í maí. Völdu þeir Vatna- garða við Viðeyjarsund fyrir flughöfn og gerðu þar ýmsar endurbætur, komu upp loft- skeytastöð í varðarhúsinu þar og fullkomnu viðgerðar- verkstæði í flugvélaskálan- um. Forustu þessarar undir- búninssveitar hefir Altomare flugkapteinn, en í sveitinni eru verkfræðingar, loftskeyta- menn og veðurfræðingar. Rúmar áttatíu lestir af flug- vélabezíni voru fluttar þang- að handa vélunum, enda þarf hver vél að bæta á sig þremur smálestum undir flugið til La- brador. Vélarnar, sem notaðar eru, heita Savoia- Marchetti og eru stórir flugbátar með tveimur 800 hestafla hreyflum. Fljúga þær með 220—40 km hraða á klukkustund. Fjórir menn eru í hverri vél, flugmaður og stýrimaður, sem skiptast á um stjórnina, vél- fræðingur og loftskeytamað- ur. En auk þess er sérstakur yfirforingi í þriðju hverri vél, því að þrjár vélar mynda eina heild. í hverri deild eru því 13 menn og því í leiðangr- inum 104 menn, því að deild- irnar eru átta — 24 flugvél- ar. Til Amsterdam voru þær 25, ein aukavél með ýmsa varahluti. Sú vél var tekin inn í flugsveitina, eftir að vél nr. 17 eyðilagðist í lend- ingunni í Amsterdam. Hver vél hefir bæði sendi- tæki og viðtæki og getur skipzt á orðsendingum við stöðina hér og ein sín á milli. Á laugardaginn var, 1. júlí, var lagt af stað frá Or- betello, ítölsku flugherstöð- inni skammt frá Róm kl. 5.44 og flogið yfir til Milano og Alpafjöll, Zurich, Basel, Strassbourg og Köln og komið til Amsterdam kl. 11.45 eða eftir sex tíma. Leið þessi er nálægt 1200 km og hafa vél- arnar því farið með 220 km meðalhraða á klukkustund. í Amsterdam vildi það óhapp til í lendingunni að ein vélin stakkst á nefið og kollveltist, drukknaði vélamaourinn í henni en hinir fjórir meidd- ust. Er mistökum foringjans kennt um þetta leiða slys. Daginn eftir var haldið af stað kl. 7.27 áleiðis til Lon- donderry. Flaug sveitin yfir Amsterdam nokkrum sinnum og síðan var haldið á haf út og flogið norður með austur- strönd Englands og þaðan vestur yfir Skotland sunnan- vert við Londonderry. Er sá bær við ána Foyle í Norður írland, skammt þar frá, er hún fellur út í flóann við Lough Foyle. Viðbúnaður var ekki eins mikill þar og í Amsterdam, þar sem 60 flug- vélar höfðu hafið sig á loft til þess að taka á móti ítölun- um. Eftir fimm tíma og 11 mínútna flug settust flugvél- arnar við Lough Foyle ár- mynnið og tók Clark Hall flugmarskálkur þar á móti flugsveitinni. Var ráðgert að halda förinni áfram samdæg- urs á sunnudag, en vegna óhagstæðs veðurs var þó hætt við það, en afráðið að fljúga hingað snemma á mánudags- morgun vegna þess að veður mundi breytast til hins verra síðari hluta mánudags. En sú breyting kom fyrr en varði, því að hér rigndi allan mánu- daginn og stormur var tals- verður í hafinu og á móti. Var því ekki flogið á mánu- dag. Þriðjudaginn var enn hald- ið kyrru fyrir í Londonderry en um hádegi á miðvikudag barst það út um bæinn, að flugmennirnir væru lagðir af stað. Hafði Balbo látið í loft kl. 10.45 eftir íslenzkum tíma, en síðasta vélin 22 mín- útum síðar. Fyrstu tvo tímana fengu vélarnar gott og bjart veður og vindinn á eftir, en þá tók við þokubakki um 350 km og var flogið undir hon- um í 150 metra hæð, en í 200 metra hæð varð að fljúga gegnum þykknið blindandi. Þegar nálgaðist ísland birti nokkuð en þó var skyggni ekki gott. Flugmennirnir höfðu fyrst landsýn af Vest- mannaeyjum, en suðurströnd- ina sjálfa sáu þeir ekki fyrr en þeir voru komnir inn yfir land og sáu strandlínu beint undir sér. Til Reykjavíkur komu flugmennirir kl. 5 og lenti Balbo ráðherra fyrstur að vanda og síðan hver vélin af annarri, þrjár og þrjár saman. Síðasta vélin kl. 5% Gekk lendingin prýðilega. Flugið hingað , 1400 km leið, hafði tekið rúmar sex stund- ir og leiðin verið farin með 245 km meðalhraða á klukku- stund og er það mesti meðal- hraði ítalanna, það sem af er fluginu. Inni í Vatnagörðum hafði fjöldi fólks safnast saman til þess að sjá lendinguna, sjálf- |J|| Jarðarberja |p|í Súkkulaði =§§1 &.nanas s| Karamellu ^i Vanillu Hsl Romm _ WM un-p i — ~inr.:::{::—uiidliilK:: ra í5^c:^.::--r.^uur.sí!1fe: liippiílil : : :;:'::.-.!i:ii:=SiHa=»- l-".);:fu;j(ccn,J:(,lti[:::ui; BÚÐINGAR SKRIFBORÐ — SNYRTIBORÐ — KOMMÓÐA 1—3 SkattholiS okkar leysir vandann á fjöl- mörgum heimilum því það gegnir hlut- verki 3 gagnsamra muna sem hver um sig er næstum ómissandi á hverju heim- ili, en færri geta vegna plássleysis, veitt sér að hafa alla. Skattholin frá Skeifunni eru með spegli og 3 skúffum og notast sem- kommóður, skrifborð og snyrtiborð. SKEIFAN Kjörgarði Laugavegi 57 Sími 16975 skatthol sparar ræstingu peninga pláss FALKI NN 39

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.