Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 29
pantaði vínflösku á borðið. Hann sat þögull og horfði á vínið, meðan þjónn- inn skenkti í glösin. Síðan rétti hann úr sér og hóf máls: — Sannleikurinn er sá, að aðstaða okkar er öll mjög óþægileg, sagði hann. — Bettina hefur gert okkur mjög glæsi- legt tilboð, sem gerir það að verkum, að lífskjör okkar munu ekki skerðast neitt í náinni framtíð nema síður sé. Hann strauk báðum höndunum um kolsvart hár sitt og fékk sér vænan sopa úr glasinu. — Við erum sem sagt úr allri hættu. En Bettina setti eitt skilyrði. Þú verður að fara strax aftur til Mexico! Pedro leit til föður síns og augu hans loguðu af heift. Þau lýstu tortryggni, ótta og hatri. Þegar hann hafði jafnað sig, tók hann til máls og orðin streymdu af munni hans: — Það kemur mér ekki við. Þú getur selt sjálfan þig, en þú hefur engan rétt til þess að selja mig. Ég elska Doris. Því fær enginn breytt, hvorki þú né Bettina. Ég hlýði ekki skipunum henn- ar. Ég verð kyrr í Evrópu. Ef Doris kemur ekki til Parísar til mín, þá mun ég setjast að hér í Túbingen og hefja nám í háskólanum hér. Felipe greip þéttingsfast í handlegg sonar síns. — Reyndu að hafa stjórn á þér! Þú veizt ekki hvað þú ert að segja! Pedro dró handlegginn að sér og velti um leið glasi sínu um koll. Vínið rann út yfir dúkinn og þjónn kom æð- andi og tók að þurrka það upp. — Hlustaðu nú á mig, Pedro. Ef við göngum ekki að skilyrðum Bettinu, þá er úti um okkur. Þá erum við á vonar- völ. Þess vegna hef ég ákveðið að við förum héðan strax í dag. Pedro reis upp til hálfs úr sæti sínu. — Ég skil ekki hvað þið hafið á móti mér, hrópaði hann. — Hvers vegna komið þið þannig fram við mig? Hvað hef ég gert af mér? Hafið þið Bettina kannski aldrei verið hrifin af neinum? Og fyrst Bettina hefur eitthvað út á mig að setja, þá finnst mér, að hún geti hreinskilningslega sagt mér, hvað það er. Hann leit enn einu sinni reiðilega til föður síns, en fór síðan frá borðinu. Þegar hann kom aftur voru bæði Doris, Wolfgang og Ursula að dansa, en Bettina sat ein við borðið. Með saman- herptar varir settist Pedo gegnt henni. Og það var með mestu erfiðismunum, sem honum tókst að hafa hemil á rödd sinni, þegar hann sagði: — Pabbi var að segja mér, að þú vildir skilja okkur Doris að. Hvað er það eiginlega, sem þú hefur út á mig að setja? Er ég ekki nógu góður fyrir Doris? Ég krefst þess, að fá rétt og heið- arlegt svar við spurningu minni. — Ég gæti svarað þessari spurningu á fleiri en einn veg, sagði Bettina hin rólegasta og horfði beint í augu hon- um. — Til dæmis er Doris ennþá of ung, — alltof ung til þess að binda sig. Ég get líka sagt, að framtíð þín sé mjög á reiki og óljós. Þú ert enn ekki fær um að sjá fyrir neinum, ekki einu sinni sjálfum þér. — Er það ekkert fleira? — Ég vil ekki að eins fari fyrir Dor- is og Maríu forðum, sagði Bettina hvasst. Pedro drúpti höfði og starði niður í borðdúkinn. Þegar hann Ieit aftur upp og hóf máls var rödd hans ekki lengur reiðileg: — En við vorum bara börn, sagði hann lágt. — Við .... — Ef þú elskar Doris í raun og veru, þá ætti stundar aðskilnaður ekki að skipta neinu máli, greip hún frammí fyrir honum, því að hún sá, að dansin- um var lokið. Allur ljómi var horfinn úr augum Pedros. Raunamæddur á svip bauð hann Doris upp og þau gengu saman út á dansgólfið. Lengi vel þögðu þau bæði. Ferskt loft barst frá dyrunum, Þau hættu að dansa og fóru út á svalirnar til þess að geta veið ein. Það var svalt og Doris fór að skjálfa. í næstu andrá var hún í faðmi Pedros og af atlotum þeirra mátti ætla, að þau reiknuðu með, að hver sekúnda væri þeirra síðasta..... — Ó, sagði hún, þegar hann sleppti henni. — Hvað eigum við að gera? — Þú verður að lofa mér að hugsa alltaf um mig og gleyma mér aldrei. Hún leit óttaslegin upp til hans. — Áttu við, að þú ætlir að fara þína leið og skilja mig eina eftir hérna? Hann strauk hár hennar blíðlega og sagði: — Þú verður að vera hugrökk. Móðir þín er gjörsamlega ósveigjanleg. Hún vill skilja okkur að og hún hættir ekki ' fyrr en hún hefur komið mér til Mexico. Doris fór að gráta. — Það verður aðeins í nokkra mán- uði, hvíslaði Pedro. — Þú verður að skilja, að ég fer alls ekki til Mexico af fúsum vilja. Ég er beinlínis neyddur til þess. — Og kemurðu áreiðanlega aftur til mín? Rödd hennar var svo lág og veiklu- leg, að hann gat naumlega heyrt hvað hún sagði. — Ég sver, að ég kem aftur. Þér er óhætt að treysta því .... Þegar þau yfirgáfu öll veitingastað- inn nokkru síðar, virtist Doris vera ró- leg. En andlit hennar var mjög fölt. Þau óku Ursulu fyrst heim, en hún bjó í námunda við háskólann. Síðan héldu þau til Bursagasse. Enginn sagði Framhald á bls 36. FALKIN n 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.