Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 31

Fálkinn - 28.03.1962, Blaðsíða 31
hvað ferill ullarhársins er flókinn og margbrotinn, allt frá því að sauðkind- in er rúin og þar til mannkindin smeygir sér í nýjan jakka um miðjan nóvember. .Verksmiðjuþorpið á Álafossi er metið á tugi milljóna króna. Sá maður sem í dag ber veg og vanda af rekstri þess er aðeins 35 ára að aldri. Ásbjörn Sig- urjónsson. Við hittum hann fyrir árla morguns í þann mund sem dagvaktin tekur við af næturvaktinni, án þess að hlé verði á vélagnýnum. ÞaS er kalt í veðri og hryssingslegt, er hann stikar ofan hallann að verksmiðjunum, hár maður vexti og þéttur á velli, léttur í spori og íþróttamannslegur. Það er einkenni á slyngum viðskipta- mönnum og ötulum athafnamönnum að þeim er jafn sýnt um smáatriðin og hin stærri mál og meiriháttar. Að því leyti er Ásbjörn engin undantekning. Morgun hvern gengur hann um alla verksmiðjuna, hefur tal af öllum sjö verkstjórum sínum og fylgist nákvæm- lega með starfi og afköstum hverrar vélar, hugar að verkefni hvers manns. Það lætur nærri að forstjórinn gangi heilan kílómeter morgun hvern í eftir- litsferðum sínum og auk þess að hafa styrkan fót í þeim ferðum, er nauðsyn- legt að koma fyrir sig orði. Samstarfs- mennirnir á Álafossi eru af ellefu þjóð- ernum, hvorki meira né minna. Þar eru Júgóslavar, Þjóðverjar, Norður- landabúar, Spánverjar, ítalir og Grikkir. Áður fyrr var talað um Fá- skrúðsfjarðarfrönsku, en á Álfafossi hef- ir myndast ný mállýzka sem er að því leyti merkari að hún samanstendur af fleiri þjóðtungum. Við fylgjumst með Ásbirni í eftirlits- göngu hans. Sjáum hvar stórum ullar- pokum er skipað úr bílum, óþvegið hrá- efni. Það sem af er þessu ári hefir Ála- fossverksmiðjan unnið úr 300 tonnum af ull. Og framleiðsluvörurnar uppseld- ar fyrir jól. Fyrsta meðferð ullarinnar í verksmiðjunni er ullarmatið, hvert reyfi er rifið sundur í höndunum og flokkað í fimm flokka eftir gæðum og lit. Þar næst er greitt úr öllum flókum, síðan er ulHn þvegin, þurrkuð, tætt og kembd áður en spunavélarnar taka við henni. Á hverri spunavél eru 120 spólur og gætir ein stúlka hverrar vél- ar. Hér eru engin tök á því að lýsa í stuttu máli öllum þeim vélum sem fjalla um ullina áður en hún verður að værðarvoð, gardínu eða gólfteppi. Vélarnar 57 eru ærið ólíkar og sín með hverju móti. Stærsta vélin vegur 25 tonn, það er gólfteppavefstóll, margra mannhæða hár, hinn stærsti á Norður- löndum. f vefstól þessum er hægt að vefa gólfteppi sem er allt að 3.65 metrar á breidd og lengd eftir vild. Tveir vefarar starfa við stólinn og ein stúlka sér um þær 4160 spólur sem stóllinn matast á. Auk þessa risavefstóls eru 4 minni gólfteppastólar, sem vefa húsgagna- áklæði, ferðateppi úlpuefni, herrafata- efni, gluggatjöld, trefla og værðar- voðir. Við komum á skrifstofuna þar sem Guðjón Hjartarson verksmiðjustjóri situr og hefir í mörgu að snúast. Frá skrifborðinu getur hann haft samband við allt starfsfólk verksmiðjunnar í hvaða deild sem er. Talrásir liggja um öll hús og með því að styðja á hnapp getur Guðjón sparað sér hlaup. — „Hannes! Hvað fara mörg kollí út á land hjá þér á dag og hvert?" Samstundis er svarað í gólfteppagerð- inni: „Fjögur! Vestmannaeyjar, Húsa- vík, fsafjörður, Eskifjörður." Það er stutt á annan hnapp: „Karl! Áttu laust jútatvíband í ívaf?" og Karl reynist vel birgur. Þriðji hnappurinn: „Guðni! Fer ekki band til Axminster frá þér í dag? Bíll- inn verður kl. 11." Og fjórði: „Artúr! Ertu tilbúinn með vörur af lager? Bíll- inn fer kl. 11." Bílstjóri verksmiðjunnar er á förum í bæinn, kemur við á skrifstofunni og tekur lista yfir það sem hann á að út- vega. Og það er sitt af hverju sem búið þarf með. Á listanum sjáum við m. a. kassa- gyrði, trilluhjól, 1000 kíló af gosull, leðurreimar, nagla, heftiplástur, joð og skæri, rafmagnsofn, súrefniskút og eina litla klíputöng. Sjálfur hefur Ásbjörn þann starfa' með höndúm að kaupa inn fyrir mötu- neytið, matseðillinn er ekki skipulagður fyrirfram og fólkið veit aldrei hvað það fær á diskinn í hvert sinn. En með þessu móti verður fjölbreytnin meiri og heimilisbragur á hlutunum. Því er stundum haldið fram, að Ás- björn geri ekki neitt nema spóka sig í fínum fötum, sitja í þægilegum stól eða aka um í dýrum bifreiðum. En sé fylgzt með ferli hans, þó ekki nema í einn dag, má glöggt sjá að maðurinn hefur ýmislegt fyrir stafni. Að lokinni eftirlitsgöngu tekur hann á móti hópi af væntanlegum viðskiptavinum, þeir eru víða af landinu og kynna sér kaup og kjör. Ásbjörn leysir úr öllu greið- lega og hefur öll svör á reiðum hönd- Framh. á bls. 41. FALKIN N 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.