Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Side 12

Fálkinn - 06.06.1962, Side 12
FLUGFÉLAG ÍSLANDS VARÐ 25 ÁRA NÝLEGA OG I TILEFNI AF ÞVÍ KYNNIR FÁLKINN Sendiráð Flugfélagsins í stúr Það er algengt að fólk sem er á förum til útlanda spyrji hvort nokkur á afgreiðslum flugfélaganna erlendis tali ís- lenzku. Þessi spurning er mjög skiljanleg, sérstaklega ef hér er um að ræða fólk, sem sjaldan ferðast landa á milli. Flugfé- lag íslands hefur frá öndverðu lagt á það áherzlu að hafa íslenzka fulltrúa í stöðvum sínum erlendis. Allt frá því er fyrsta skrifstofa félagsins var stofnuð í Kaupmannahöfn 1946 undir stjórn Hilmars Sigurðssonar núverandi deildarstjóra innanlandsflugsins hafa íslenzkir menn verið fulltrúar fé- lagsins í öðrum löndum. Hilmar var aðeins stutt í Dan- mörku en árið 1950 fór Birgir Þorgilsson til Kaupmanna- hafnar og síðan hefur skrifstofan þar starfað óslitið. Flug- félagið hefur nú glæsilega skrifstofu að Vesterbrogade 6C í Kaupmannahöfn. En skrifstofuhúsnæði þess hefur ekki alltaf verið svo umfangsmikið og stórt í sniðum. Þegar Birg- ir kom til Hafnar var ekki annað húsnæði að fá en eitt herbergi í Hotel Cosmopolite og annað herbergi til íbúð- ar við hliðina. Brátt jókzt þessari starfsemi fiskur um hrygg. Birgir Þorgilsson hvarf heim til íslands en í staðinn kom nafni hans Birgir Þórhallsson núverandi deildarstjóri milli- landaflugs Flugfélags íslands. Starfsemin þróaðist, flugið jókzt, farþegum fjölgaði og fleira fólk bættist við á skrifstof- una. Þau störf sem áður höfðu verið unnin af einum manni urðu nú það umfangsmikil að sérhæfing átti sér stað. Um þetta leyti var svo stofnuð skrifstofa í Osló og veitti Stefán Jónsson henni forstöðu unz Skarphéðinn Árnason tók við. Árið 1955 hófust ferðir til Hamborgar og Glasgow og íslenzku fólki, starfandi hjá Flugfélagi íslands erlendis fjölg- aði stöðugt. Skrifstofan í London, sem stofnuð hafði verið árið 1948 var undir stjórn Jóhanns Sigurðssonar. Með til- komu nýrri og fullkomnari flugvéla, kaupum Viscount skrúfuþotanna árið 1957, jókst millilandaflug Flugfélags ís- lands enn að mun. Það ár voru skrifstofur félagsins í Kaup- mannahöfn fluttar á núverandi stað og einnig opnuð ný skrifstofa í Glasgow undir stjórn Einars Helgasonar. ís- lenzkt fólk, sem átti leið um þær borgir, sem Flugfélagið hafði starfsemi gat því alltaf gengið inn á skrifstofurnar, hitt þar landa sína, litið í blöð og fengið fréttir að heiman. Það var á þessum árum, sem upp kom nafngiftin að skrif- * stofur Flugfélagsins væru Sendiráð félagsins erlendis. í dag er Kaupmannahafnarskrifstofan, Vesterbrogade 6C, undir stjórn Birgis Þorgilssonar, þar vinna nú auk hans Kristinn Magnússon, Gunnar Bjarnason, Bjarney Kristjánsdóttir, Kolbrún. Jónsdóttir, Einar Pálsson, Guðrún Lýðsdóttir, Ás- laug Steingrímsdóttir, Ove Merlung og Sveinn Kristinsson. Skrifstofan er í hjarta borgarinnar, beint á móti aðaljárn- brautarstöðinrii og þar er oft gestkvæmt. Myndin til hægri kemur öllum þeim, sem hafa brugðið sér til Kaupmanna- hafnar, kunnuglega fyrir sjónir. Hún er af framhlið skrif- stofu Flugfélags ís- lands við Vesterbro- gade 6 C. Þangað fara íslendingar oft til þess að hitta landa sína og ræða við þá, lesa nýjustu hlöðin að heiman og fleira. Það er því ekki að ástæðulausu, sem skrifstofan hef- ur verið nefnd annað sendiráð okk- ar í kóngsins Kaup- inhöfn. Starfsfólk á skrif stofu Flugfélagsins Osló, Inga Árnad (efri mynd) og Vil hjálmur Guðmunds son (neðri mynd) i wwtjsrtt

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.