Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Qupperneq 38

Fálkinn - 06.06.1962, Qupperneq 38
KATRÍN Frh. af bls. 24. ið. Mér líður mjög vel í fyrirtækinu, sem ég vinn hjá. Áður hafði Nellie skrifað Katrínu um hið glæsilega fyrirtæki í Fleet Street, þar sem hún hafði fengið atvinnu sem aðstoðarsaumakona. Hún bjó hjá ekkju, sem leigði út herbergi, og hún virtist lifa eins og blómi í eggi. Katrín gekk inn í herbergi þeirra, þar sem móðir hennar svaf. — Ekki núna.......Mamma vill vera hér. Ég skil ekki hvers vegna, en hún vill vera hér, tautaði Katrín. Hún virti fyrir sér í laumi andlit Nelliar. Hvað útlit hennar hafði breytzt! Undarlegt, hvernig fötin gátu breytt fólki ,hugsaði hún og ekki með öllu öfundarlaust. — Ef til vill verður það brátt ég, sem ræð hjá fyrirtækinu, sagði Nellie allt í einu og bláu augun hennar lýstu af ákafa og eftirvæntingu. Katrínu grun- aði við hvað hún átti. — Eigandinn, Hr. Matthew á son, skilurðu. Hann er við nám, því að hr. Matthew vill, að hann læri allt um fyrirtæki og svoleiðis, — en hann hef- ur komið nokkrum sinnum heim í heim- sókn og.....Ó, Katrín! Þú ættir bara að sjá hann! Hann er stór og dökkhærð- ur og fríður og ber sig eins og .... eins og hann eigi allan heiminn. Hann kom inn í búðina, þar sem ég sat og var að sauma. Nellie roðnaði ofurlítið og varir henn- ar skulfu af ánægju, þegar hún sagði: — Katrín, þú getur ekki ímyndað þér, hversu fallega hann talaði til mín. Alveg eins og ég væri fyrsta flokks hefðarmey. Síðan hefur hann komið oft, þegar ég hefi verið að vinna eftirvinnu og á fríkvöldum hefur hann boðið mér út. Nellie leit hróðug til Katrínar. Katrínu fannst eins og nú væri hún sjálf orðin yngri en Nellie en ekki hið gagn- stæða. Hún reis á fætur og sagði: — Hvers vegna segir þú mér ekki al- veg eins og er? Heldurðu að ég viti ekki, að hann hefur kysst þig, sagði hún. — Hann vill giftast mér. Nellie næstum hvíslaði þessa setn- ingu. Katrín leit ekki við. Eitthvað í rödd Nelliar gaf henni til kynna, að sonur forstjórans hefði ef til vill ekki aðeins kysst hana, heldur gengið lengra. Svo að það var þá ástæðan til þess, hversu Nellie hafði breytzt í útliti. Katrín varð gripin tilfinningu, sem var undarlegt sambland af öfund og ótta. Nellie hélt áfram: — Hann ætlar að tala við föður sinn, næst þegar hann kemur heim. Það var það sem ég átti við. Ef til vill verður það ég, sem ræð öllu í fyrirtækinu innan skamms. Það vantar kvenmann í fyrir- tækið. Hr. Matthews er ekkjumaður og kann ekki að koma rétt fram gagnvart viðskiptavinunum. — Þú ert svo ung. Þú ert allt of ung til þess að bera ábyrgð á heilu fyrir- tæki, sagði Katrín. — Nei, þvert á móti. Frúin í búðinni beint á móti okkur er bara sautján ára og á þegar tvö börn. Nellie roðnaði og Katrín sagði ekk- ert, heldur sótti tebolla og fór að hita fyrir þær te. Á eftir rifjuðu þær mest upp sameiginlegar minningar frá barna- heimilinu. Um kvöldið versnaði móður Katrínar. Síðustu dagana hafði hún haft undar- lega hitasótt. Hitinn hvarf í nokkra tíma, en kom síðan allt í einu aftur. — Ég held næstum, að ég verði að sækja lækninn, mamma, sagði Katrín. Móðirin svaraði ekki. Frú Gibbs tautaði eitthvað um, hversu heimsku- legt það hefði verið af sér „að taka svona volaðan vesaling“ í húsið til sín. Katrín varð nábleik af reiði. — Nú skuluð þér steinþegja, frú Gibbs. Nú skuluð þér ekki voga yður að segja eitt einasta orð um hana móður mína, sagði hún og sló hnefanum í borðið. Frú Gibbs varð hverft við, en hún hélt samt áfram að barma sér: — Það er víst nóg baslið hjá manni. Og ef ég hefði vitað, að þetta mundi verða svona....... Katrín greip fram í fyrir henni: — Eitt vil ég segja yður, frú Gibbs. Ég hefði ekki tekið í mál að vera hér degi lengur, ef það hefði ekki verið mömmu vegna. — Nei, þú hefðir heldur sængað hjá hverjum karlmanninum á fætur öðrum. Heldurðu að ég hefi ekki séð hvernig þú gefur þeim undir fótinn. Sómasam- legt heimili er ekki staður fyrir stelpu- skjátur eins og þig.... Löðrungurinn sem frú Gibbs fékk var vel útilátinn. Hún rak upp óp bæði af sársauka og reiði og ókvæðisorðin streymdu út úr henni. En Katrín var þegar hlaupin af stað að sækja lækninn. Göturnar voru skuggalegar og daun- illar. Katrín hljóp í átt að húsi í Coal Street. Þangað hafði hún oft áður farið fyrir móður sína. Á fyrstu hæð þar bjó gamall og fordrukkinn læknir, sem einu sinni hafði veitt virðulegu sjúkra- húsi forstöðu. Katrínu létti, þegar hún sá, að Ijós logaði í glugganum. Hann kom sjálfur til dyra og eins og venjulega lyktaði hann af áfengi. Samt bar Katrín virðingu fyrir þessum gamla og þreytta óreglumanni. Hann var aldrei óvingjarnlegur og brást aldrei skyldu sinni, jafnvel þótt hann væri drukkinn. — Þú verður að koma strax, kæri læknir. Mömmu hefur versnað, sagði Katrín móð og másandi og þurrkaði svitann af enninu. Hann kinkaði kolli og greip slitnu lækningatöskuna sína. Tveimur mánuðum síðar lézt móðir Katrínar. Hún var grafin í fátækra- kirkjugarðinum einn svalan haustdag. Katrín hafði litað einn af gömlu kjól- unum sínum svartan, og hún gat aldrei gleymt þeim óttalega tómleika, sem gagntók hana, þegar hún fór í kjól- inn. Hún hafði ekkert heyrt frá Nellie mánuðum saman og hafði ekki heldur tíma til að hugsa um hana. En nú varð henni allt í einu Ijóst, að hún varð að heimsækja hana. Hún gat ekki verið deginum lengur hjá frú Gribbs. Daginn eftir fór hún í beztu fötin sín. Litið og þreytulegt andlit mætti henni í sprungnum speglinum og græn augu hennar virtust stærri en ella undir svört- um baugum, sem hún hafði fengið af ALLT TIL GARÐYRKJL FRÆ: Matjurtafræ Blómfræ JURTALYF gegn plöntusjúkdómum, skordýrum, óþrifum á trjám GARÐÁBURÐUR Garðsláttuvélar Vatnsslöngur Vökvatæki Bakdælur og handsprautur fyrir jurtalyf Garðyrkjutæki og verkfæri í miklu úrvali Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem er SOLUFELAG GARÐYRKJUMANNA Reykjanesbraut G — Sími 24366 — Reykjavík 38 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.