Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 28

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 28
GABRIELA Frh. af bls. 27 ið. Það er dálítið, sem ég þarf að tala við þig um. Nagandi angist gagntók Julian, en hann settist og hlustaði. — Hvað liggur þér á hjarta? — Ég fer ekki aftur til Bursagasse, svaraði hún. Það varð grafarhljóð í herberginu. Julian flutti sig til á rúminu og var órólegur. Hann sá ekki andlit Gabrielu greinilega lengur. Andartak var eins og hann ætlaði að þjóta upp af stóln- um, en honum tókst að hafa stjórn á sér. — Ég hef hugsað málið rækilega, sagði hún. — Og ég vil ekki fara aftur. — En kæra Gabriela .... Julian reyndi að hlæja. — .... hvers vegna talar þú svona barnalega? hvert ætlarðu að fara? — Þú manst kannski eftir því, að þegar við hittumst fyrst, teiknaði ég kjóla hjá stóru tízkufyrirtæki í Frank- furt. Ég hef hugsað mér að byrja á því aftur og er viss um, að ég get fengið gömlu stöðuna mín aftur og ef ekki, þá einhverja aðra stöðu. — En hvers vegna, sagði Julian og rödd hans var hás. — Það er bara þannig, sagði hún hljómlausri röddu. Síðan snéri hún sér við og horfði framan í hann. — Sérðu það ekki sjálfur, Julian, að við höfum aldrei verið hamingjusöm. Gifting okkar leiddi aðeins sorg og leiðindi yfir heimili þitt. Nú skildi Julian, að Gabriela meinti það sem hún sagði. Hann féll saman og orð hennar voru eins og skot, sem rigndi yfir hann. Hann vildi ekki missa Gabrielu. Hann hafði barizt svo mikið til að fá hana, hafð lent í ósátt við fjölskyldu sína, stofnað sér í fjárhagslega örðug- leika og sætt sig við, að öll Tubingen talaði um einkalíf hans. Og nú vildi Gabriela yfirgefa hann! — Fyrst svo er, þá er úti um mig, sagði hann. í fyrsta skipti brosti Gabriela. — Nei, Julian, svaraði hún og rödd hennar varð allt í einu þróttmikil og örugg: — Það er ekki úti um þig. Þú hefur enn þá Bettinu! Sjö vikum síðar stóð Julian Brandt og horfði yfir fljótið. Himinninn var heiður og blár yfir Tubingen. Julian opnaði báða gluggana og andaði að sér fersku ilmandi vorloftinu. Á brúnni stóð hópur af hlæjandi stúdentum og vinkonum þeirra. Andlit Julians varð skyndilega alvar- legt. Hann snéri sér frá glugganum og gekk aftur að skrifborðinu. Hann dró stólinn fram, en settist ekki. í staðinn tók hann að blaða 1 skjala- möppu. Hvert bréfið á fætur öðru var 28 FÁLKINN endursent frá Stuttgart. Þau voru síð- ustu leifar hins ógæfusamlega sam- bands hans við Arnold Rasmussen. Nú hafði hann enn einu sinni eytt dýrmætum tíma ævi sinnar til einskis. En hvað gerði það svo sem til? Hann lét sér á sama standa um allt nú orðið. Julian stundi. Hann tók upp blað lyfjafræðinga og fletti því. — Herra Brandt! Það var Minna sem kallaði á hann. — Já, hvað er það, Minna? — Ég vildi bara segja, að ég er að hugsa um að fara til systur minnar í Reutlingen í dag. — Já, farið bara. Ég get séð um mig sjálfur, hrópaði hann til baka. —• Ég verð náttúrlega komin aftur í tæka tíð fyrir kvöldverðinn. Julian gekk upp tröppumar og fann Minnu í borðstofunni. — Þetta bjargast allt saman, Minna, sagði hann. Síðan leit hann undrandi í kringum sig. — En hvað á þetta nú að þýða? Það er lagt á borð eins og á stórhátíðardegi. Á einhver afmæli? Minna roðnaði. — Ekki beint afmæli........Það er bara það, að .... að í dag eru fimmtíu ár liðin, síðan ég byrjaði að vinna hér í húsinu hjá gamla apótekaranum. Doris og Wolfgang sögðu að .... — Já, auðvitað. Ég skal sjá um, að það verði fyrsta flokks vín á boðstólum. —v— Nákvæmlega klukkan fjögur lenti flugvél frá París í Stuttgart og tíu mínútum síðar föðmuðust þær Minna og Bettina. Bettina var mörgum árum yngri í útliti nú, en þegar hún fór frá Tubingen. Hún var sólbrún og dökkblá augu hennar voru stærri og skærari en nokkru sinni. Hið fyrsta sem hún spurði var um Albert. — Ég skildi ekki bréfin þín almenni- lega. Og ekki skeytið heldur. Hvað hefur eiginlega gerzt? Gabriela hefur yfirgefið Julian og flutt til Frankfurt. En hvaða máli skiptir það Albert? — Uss, hvíslaði Minna. — Ekki tala svona hátt. Fólkið starir á okkur. Þannig er mál með vexti......... Hún lækkaði röddina enn þá meira......Al- bert er hrifinn af Gabrielu, og ég held að hún .... að hún hafi farið sína leið í von um, að .... Bettina sleppti hönd gömlu konunn- ar og starði á hana, eins og hún tryði ekki því sem hún sagði. — í von um að giftast elzta syni mín- um? Er það það sem þú átt við? Allt í einu fór hún að hlæja. — Nei, Minna, þetta getur ekki verið satt. Önnur kona manns míns .... — .... kemur til með að verða tengdadóttir þín, bætti Minna við. — En þú mátt ekki minnast einu orði á þetta við Julian. Hann fær víst að vita þetta nógu snemma samt. — Hvernig veizt þú þetta allt saman, spurði Bettina. — Ég veit allt, tautaði Minna. — En komdu nú. Julian hefur útbúið glæsi- lega veizlu til að fagna heimkomu þinni. Bettina leit tortryggin á hana. Síðan sagði hún bitur: — Heimkomu minni? Ég er ekki kom- in heim. Ég er komin til þess að láta Julian fá það sem honum ber. Og af því að Doris ætlar að gifta sig. Fyrst ekki er hægt að koma vitinu fyrir hana, þá verður þó að sjá um, að hjónaband hennar verði eins vel undirbúið og hægt er. Minna brosti með sjálfri sér. Hún skildi vel hvað Bettina átti við með þessu, að undirbúa hjónaband Dorisar. Kirkjubrúðkaup, veizla, dýr klæði og allur útbúnaður fyrsta flokks. Áreiðan- lega mundi Bettina líka útvega ný- giftu hjónunum sómasamlega íbúð. Julian sat við skrifborð sitt, þegar Minna brá út af vana sínum og opnaði dyrnar án þess að banka á undan sér. Hún sagði hárri röddu: — Herra Brandt! Frúin er komin heim. — Hva .... hvað eruð þér að segja, Minna? — Ég sagði að frúin væri komin heim. Julian gekk að dyrunum. Þar stóð Bettina, tágrönn og glæsileg og fegurri en nokkru sinni fyrr, í ljósri vordragt og með hvítan hatt. — Það eru nú ofurlitlar ýkjur að ég sé alkomin heim, sagði Bettina. — En ég var á ferð í París, og fyrst leiðin hingað var ekki löng, þá fannst mér. .... Ég vildi gjarnan segja þér, að ég hef unnið málið gegn Rasmussen. Hjartalyfið er sem sagt þitt aftur. — Mitt? endurtók Julian forundrandi. — En viltu ekki koma inn? Hann dró fram stól. — Minna! Hann snéri sér að gömlu konunni, sem stóð enn í dyragættinni við hlið Bettinu. — Viljið þér ekki vera svo væn að sækja okkur ofurlítið vín. Frú Brandt .... Bettina á ég við, er áreiðanlega þreytt eftir ferðina. Bettina hló. Hún tók af sér hanzkana og rétti honum höndina. — Þú gætir nú boðið mig velkomna fyrst. Og meðan hún stóð þarna með hönd Julians í sinni, sagði hún: — Skilurðu nú, hvers vegna ég sló eign minni á uppfinningu þína? Ég gerði það af því að ég þekkti viðskipta- hætti Rasmussens. Ég er með nokkra pappíra með mér. Þú þarft bara að undirrita þá og síðan er allt eins og það var, áður en Rasmussen kom í spilið. — Þú gerðir þetta sem sagt allt mín vegna, stamaði Julian. — Ég skil þetta nú ekki alveg enn þá. En við getum rætt um það síðar. Viltu ekki taka af þér hattinn og setjast. Ég vona að þú borðir kvöldverð með okkur. Þú skil- ur..... Bettina leit örvæntingarfull á han^ — Hvað þá? Julian hikaði. — Hefur Minna ekki

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.