Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 13

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 13
í Osló er skrifstofan til húsa í Akkersgate 20, sem einnig er á góðum stað við hliðina á stórþinginu. Vilhjálmur Guð- mundsson er þar skrifstofustjóri, en auk þess starfar þar ís- lenzk stúlka Inga Árnadóttir. í Hamborg er skrifstofa Flug- félags íslands í flugvallarbyggingunni, Hamborgarskrifstof- unni veitir Skarphéðinn Árnason forstöðu. Þar vinna ennfrem- ur ungfrú Ilse Dassau og frú Valtraut Hafsteinsson. í Glas- gow er skrifstofa Flugfélags fslands á St. Enoch Square 33, Einar Helgason veitir þeirri skrifstofu forstöðu. Þar vinna ennfremur Ólafur Jónsson, Philip Tasker, Pétur Ingason og þrjár skozkar stúlkur. Skrifstofuna í London, sem er að 161 Piccadilly, rekur Flugfélag íslands í samvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins og Eimskipafélag íslands. Jóhann Sigurðsson veitir skrif- stofunni forstöðu en auk hans vinna þar, Robert Miller, Haf- dís Herbertsdóttir, Elín Hallgrímsson og tvær enskar stúlk- ur. Síðasta sendiráð Flugfélagsins var stofnað í vor, en þann 7. apríl var stofnuð ný skrifstofa í Bergen. Þar er aðeins einn starfsmaður, Júlíus Egilson. Flugfélag íslands hefur lagt á það áherzlu að inn á skrifstofur þess í öðrum löndum gætu íslendingar komið, talað eigið móðurmál, litið í blöð að heiman og spjallað við kunningjana. Það er trú okkar að á þeim vettvangi hafi það unnið gott starf og það sem meira er: Skrifstofurnar hafa orðið landinu hin bezta kynning. Efsta mynd: Starfsfólk á skrif- stofu Flugfélags Ís4 lands x Kaupmanna-j höfn, sem er stærsta skrifstofa félagsins erlendis. Birgir Þor-. gilsson veitir skrif- stofimni forstöðu (fjórði frá vinstri).' Önnur mynd: Skarphéðinn Árna- 7' son forstöðumaðurV skrifst. í Hamborg ásamt starfsfólki r Þriðja mynd: Starfsfólk skrifst. í London. Forstöðu- maður hennar er Jóhann Sigurðsson (yzt til vinstri). Fjórða mynd; Starfsfólk á skrif- stofu Flugfélags fs- lands í Glasgow. F orstöðumaður hennar er Einar Helgason (yzt til vinstri).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.