Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 19

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 19
Árið 1568 gaf konungur út tilskipun um þessi efni, sem varð mjög óvinsæl og hlaut nafniS Stóridómur. Þar var frá horfið að segja frá Önnu á Stóruborg, að hún bjó góðu búi. Bú hennar blómgvaðist vel og safnaðist henni drjúgum auður. Hún var mikil búsýslukona og hélt fólki sínu vel til starfa og nýttist allt vel í garði. Segja sagnir, að svo mikil drift hafi verið á Stóruborg, að þar hafi staðið 30, sumir segja 40 og enn aðrir 60 hurðir á hjör- um. En á fyrri tímum var það oft mæli- kvarði á rausnarskap í búskap, hve margar hurðir voru á járnum. Svo segir sagan, að vinnupiltur nokk- ur umkomulaus, Hjalti Magnússon að nafni, hafi ráðizt að Stóruborg til Önnu. Var hann látinn gæta búfjár í haga og reka á stöðul á málum. Morgun einn í kalsaregni á öndverðum túnaslætti, kom pilturinn heim með féð og var mjög hrakinn og votur. Vinnumenn á Stóruborg voru að slætti. Þeir voru glaðir og reifir af rekjunni því að vel beit og gott til sláttar og von var að góð afköst gleddu hina stórlyndu og auðsælu húsfreyju þeirra. Það var galsi í vinnumönnum við sláttinn og þeir til í allt. Þegar þeir sáu Hjalta koma hrak- inn og skjálfandi úr yfirsetunni, fóru þeir að skopast að honum, og töldu hann lítt að manni. Kom þar brátt máli þeirra, að þeir sögðust skyldu gefa hon- um góð laun, ef hann sýndi nú mann- dóm sinn og karlmennsku og færi þann- ig á sig kominn til rekkju húsfreyju og færi upp í hjá henni. Hjalti svaraði þeim fáu og hélt heim til bæjar. Á leiðinni heim hugleiddi hann hin girnilegu laun, sem hann ætti í vænd- um, ef hann kæmist upp í hjá hús- freyju. Þegar hann kom inn í bæ, fór hann upp loftstigann er lá að dyngju hennar. En þegar hann kom upp féll honum allur ketill í eld og hörfaði til baka. Gekk svo þrívegis. En í þriðja skipti ávarpaði Anna hann, því henni þótti þetta atferli piltsins harla ein- kennilegt, og spurði, hvað honum væri á höndum. Hann sagði henni eins og var. Brást Anna vel við erindi hans og mælti: „Tíndu þá af þér leppana, dreng- ur minn, og komdu upp í.“ Hann lét ekki á sér standa afklæddist og fór upp í til húsfreyju. Segir ekki meira af því, nema piltinum hefur ábyggilega hlýnað fljótlega undir rekkjufötumhinn- ar stórlyndu konu, og henni féll ekki illa við smalapilt sinn eða hvílubrögð hans, því að þau undu í rúminu fram- eftir degi og nutu hvors annars eftir vild. Þegar Önnu fannst tími til kominn, sendi hún eftir húskörlum sínum og bað þá ganga til svefnhúss síns og sjá, hvar Hjalti væri niður kominn. Hún gekk ríkt eftir, að þeir gyldu Hjalta launin, sem þeir höfðu heitið honum. Eftir þetta var náið samband milli Hjalta og Önnu. Með þeim tókust góð- ar ástir og varð Anna fljótt með barni. Páll lögmaður frétti brátt hversu ástatt var um hagi Önnu og mislíkaði honum stórum framferði hennar, enda var hann giftingarmaður hennar að lögum. Vandaði hann um fyrir systur sinni, en það varð algjörlega árangurslaust. Kom þar brátt, að lögmaður lagði mikla fæð á Hjalta og reyndi að ná lífi hans. Sveinninn ungi, er náði ástum Önnu á Stóruborg, reyndist hinn mesti at- gjörfismaður. Sagnir herma, að hann hafi verið lítilla ætta, en líkur benda til þó eigi sé að svo búnu máli hægt að rökstyðja þær, að hann hafi verið af góðum ættum. Hjalti var allra manna fræknastur og búinn hinum beztu íþróttum, sem mann mega prýða, enda þurfti hann mjög á þeim að halda, er fram liðu stundir í viðskiptunum við mág sinn, hinn volduga valdsmann á Hlíðarenda. Svo herma sagnir, að Páll lögmaður hafi gert allt, sem í hans valdi stóð, til þess að ná lífi Hjalta Magnússonar. Þessar sagnir hafa örugglega við rök að styðjast, því að lögum réttum bar Páli lögmanni að hafa tilsjón með sið- ferði systur sinnar. Sagt er, að brátt yrði Hjalta hvergi öruggt athvarf sak- ir aðsókna lögmanns. Anna unni Hjalta mikið og vildi allt til vinna, að geta borgið honum. Hún fékk honum fyrst í stað felustað í hellum skammt frá Stóruborg er Skiphellar nefndust, og voru notaðir til að geyma í skip. Var stutt að flýja í hellana, ef óvin bar að garði á Stóruborg, því að þar dvaldist Hjalti jafnan. Hjalti var allra manna frástur og fullhugi mikill. Eitt sinn er mælt, að Páll lögmaður kom óvænt að Stóruborg, og var Hjalti þar hjá ástkonu sinni. Varð þeim seint fyrir að lcoma sökum sínum í lag, svo að Hjalti yrði óhultur. Greip Anna þó til þess tvísýna ráðs, að fela Hjalta í kistu einni mikilli og læsti vandlega. Páll lögmaður leitaði Hjalta um allan bæinn og fann hann ekki. Anna vék lítt frá kistu sinni og gaf sig ekki að, hvar leitað væri. Þar kom að Páll spurði hana, hvað væri í kistunni, en hún kvað það barnaplögg sín. Ekki leitaði Páll í kistunni né krafði hana lykla að henni, Framh. á bls. 32. FALKINN 19

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.