Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 33
var far eftir höfuð hans í púða, sem
var á bríkinni, og opin bók lá á borð-
inu. Hún virti hann fyrir sér þar sem
hann sat gegnt henni úfinn og á skyrt-
unni, bindislaus. Hún gæti aldrei dáð
nokkurn mann meir en hann.
Hann tók hönd hennar og strauk hana
léttilega með vörunum, beit laust í
hvern fingur og renndi tungunni eftir
hnúum hennar. Loks sleppti hann henni.
— Alda, þú komSt þá loks til min.
Og ég get ekki sagt þér að fara, þótt
ég ætti að gera það.
Hún skildi hann ekki, en fann ein-
hvern beyg grípa sig.
— Hví skyldir þú segja mér að fara,
þegar ég kem af fúsum vilja og veit að
þú óskar þess? Annars væri ég ekki
hér.
Hann grúfði andlitið í höndum sér.
— Þú ert svo saklaus, að það hryggir
mig að valda þér sársauka.
Hann hélt höndum hennar að vöng-
um sér og horfði á hana óræðum augum.
— Ég er giftur og mér þykir vænt
um konuna mína. Samt þrái ég þig
meir en nokkuð annað í heiminum
Hún saup hveljur, eins og hann hefði
skvett á hana köldu vatni. Sem snöggv-
ast dró úr henni allan mátt og þau
þögðu bæði. Álútt höfuð hans var rétt
hjá henni, þar sem hann kraup á kné
við sófann sem hún sat á. Hita hans
lagði gegnum fötin. Hún fann líkama
hans upp við fótleggi sína og hann fitl-
aði annars hugar við fingur hennar.
Hann leit upp í andlit henni og hún
heyrði hann stynja um leið og hann
spratt snögglega á fætur, slökkti ljósið
og greip hana. En hún fann til andúð-
ar á að gefa sig á vald honum í myrkr-
inu. Hún sá ekki andlit hans lengur,
heldur fann aðeins skefjalausa og krefj-
andi löngun hans. Þessi líkami var
henni framandi og ókunnur og gat til-
heyrt hvaða karlmanni sem var. Hún
fór um hann hikandi höndum, forvitin,
æst, undrandi og skildi ekki mótstöðu
sína. En hann virtist skilja hana, því
að hann kveikti á náttlampanum og
brosti dauflega við henni.
— Hræddi ég þig? Þú ert mín núna,
Alda.
Hann fór um nakinn líkama hennar
heitum höndum, höndum, sem gældu
og gáfu svo miklu meir en þær tóku.
Hún fann löngun sína vakna eins og
sáran þorsta eftir honum, þorsta, sem
hann einn var fær um að svala. Líkamar
þeirra fundu hvor annan í samstilltum,
hamslausum hreyfingum. Það hvarlaði
að henni í svip, hvort hún væri í raun
og veru svona mikið dýr. En svo hvarf
öll hugsun og hún varð ekkert nema
tilfinning.
Hún reis hljóðlega á fætur meðan
hann svaf og klæddist í daufri skímu
náttlampans. Hún horfði á andlit hans
og vissi að hver dráttur has yrði henni
alltaf í minni. Það voru för eftir tennur
hennar á öxl hans og munnur hans bar
merki eftir varalit hennar. Er hún stóð
alklædd á gólfinu, fann hún til sterkr-
ar löngunar til að smjúga aftur í heitan
faðm hans og finna atlot hans enn einu
sinni. En þá tók hún sig á og gekk
hægt út úr þessu herbergi. Hún fann
sig aðra manneskju en hún hafði verið,
þegar hún kom þar inn. Hún lokaði
hljóðlega á eftir sér hurðinni til þess
að vekja ekki manninn, sem svaf.. .
Kæri Astró.
Mér datt í hug að skrifa
þér því að ég er mjög forvitin
um framtíð mína.
Ég er fædd kl. 2.30 e. h. og
er í þriðja bekk í gagnfræða-
skóla og mig langar mikið til
að fara í 4. bekk næsta vetur,
en 4. bekkur er ekki hér í
skólanum svo að ég þarf að
fara að heiman og reyna að
koma mér einhvers staðar
fyrir. Heldur þú að ég ætti
að gera það?. Helzta áhuga-
mál mitt er að ferðast og þá
helzt til útlanda, og ég hef
líka mikinn áhuga á flug-
freyjustarfi.
Viltu segja mér eitthvað
um framtíðina, um ástamálin,
giftist ég seint eða snemma
og verð ég hamingjusöm,
hvernig verða peningamálin
og heilsufarið. Kemst ég eitt-
hvað út í lönd. Viltu segja
mér hvaða störf henta mér
bezt?
Vinsamlegast slepptu fæð-
ingardegi og ártali.
Með fyrirfram þakklæti fyr-
ir birtinguna og svarið sem
ég vona að ég fái fljótlega.
Ferðadísin.
Svar til ferðadísar:
Það sem fyrst vekur at-
hygli þegar litið er á stjörnu-
kort þitt, er hve margar plán-
etur eru í níunda húsi, en það
stendur meðal annars fyrir
langferðir, langskólanám,
heildsölu, heimspeki, trúar-
brögð og fleiru í svipuð-
um dúr. Ekki er því að undra
þó langskólanám eigi eftir
að liggja fyrir þér og ferðir
til útlanda eða þú eigir eftir
að skipta þér af ofangreindum
málefnum meira og minna. Ég
skal nú ræða stöðu hverrar
einstakrar plánetu í þessu
húsi.
Sól í niunda liúsi: Þessi
staða eykur líkurnar fyrir
ferðalögum til útlanda og
langskólanámi. Einnig eru
horfur á að þú getir aflað
þér nokkurrar viðurkenningar
í sambandi við þau ferðalög.
Trúarbrögð eru hér einnig
undir áherzlu og bendir til
að þú mundir taka þig vel út
út í sambandi við helgisiði,
þar sem þú gætir tekið þát í
helgiathöfnum.
Merkúr í níunda húsi þyk-
benda til ferðalaga með flug-
vélum, einnig til nokkurs
frjálsræðis í trúarskoðunum.
Neptún í níunda húsi bend-
ir til dulrænnar afstöðu til
trúarbragðanna og sýnir
einnig góða hæfni til að inn-
lifa sig í eigin ímyndun.
Einnig er staða þriggja
pláneta í tíunda húsi sérlega
athyglisverð, en hún stend-
ur fyrir stöðu þína í þjóðfé-
laginu, og viðurkenningu,
samstarfsmenn, vinsældir og
laun hjá ríkinu. Þú munt því
finna, þar sem stöður þessara
pláneta eru hagstæðar, að þér
mun vegna vel í ofangreind-
um málefnum, að svo miklu
leyti, sem þessir þættir snerta
líf þitt.
Máninn £ tíunda húsi er
hagstætt fyrir þann, sem vill
stofna lítinn atvinnurekstur
eða stunda sjálfstætt starf,
eins og t. d. ýms sérfræði-
störf. Hagstætt fyrir þann, sem
annast verkstjórn eða fram-
kvæmdastjórn. Þér mun reyn-
ast auðvelt að stunda störf,
sem þú þarft að vera mikið í
sambandi við almenning við,
svo sem útvegun, og annað
sem krefst sambands við
marga.
Júpíter í tíunda húsi: Hér
skal tekið fram að Júpíter er
áhrifapláneta þín og er það
mikil gæfustjarna. Þannig að
segja má að þú sért fædd und-
ir heillastjörnu. Þessi pláneta
hefur sérstaklega mikið að
segja í sambandi við lögfræði
og lögfræðileg störf, kirkju,
vöruflutninga með skipum og'
fleira því líkt. Þetta er ákaf-
lega mikil gæfustaða, burtséð
frá hvaða lífsstarf sem þú
velur þér og bendir til að þú
munir sóma þér vel í hvaða
starfi, sem er. Þessi afstaða
er einnig mjög hjálpleg í sam-
bandi við stjórnmálaleg af-
skipti.
Ég álít að þú munir festa
ráð þitt tiltölulega snemma í
ástamálunum eða um 18 ára
aldurinn þó fremur seint á
því aldursári. Hins vegar er
hætt við að það hjónaband
leysist upp og að þú verðir
tvígift. Úranus í sjöunda húsi
þykir oft benda til þessa, sak-
ir þess að þá hættir við deil-
um í hjónabandinu, sem
venjulega leiða til aðskilnaða
um lengri eða skemmri tíma
og síðar þróast málin á þá
leið að skilnaður verður eina
úrræðið.
FALKINN
33