Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 24

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 24
í lífsbaráttunni. Hið mikla og spenn- andi líf, sem Katrínu hafði dreymt um, lét enn bíða eftir sér, en þær lærðu að sauma og stoppa og bæta flíkur, þannig að ekkert sást á þeim, og konan, sem veitti saumastofunni forstöðu var hrein- asti engill í samanburði við fröken Brown. En sambandið við umheiminn var lítið og þær lifðu í lokuðum heimi þjónustustúlkunnar. Aðeins þau efni og klæði sem þær höfðu milli hand- anna, veittu þeim hugboð um annað líf en þeirra eigin. Hversu oft sat Katrin ekki þögul og dreymandi og handlék mjúklega og virðulega skrautlega út- saumaðar blússur og þung silkipils..... Hún skrifaði móður sinni öðru hverju og sagði henni frá vinnu sinni, og fékk aftur stutt og illa skrifuð bréf á slæm- um pappír. En dag nokkurn hafði eitt þessara bréfa að geyma þær miklu fréttir, að líðan móðurinnar væri nú miklu betri og hún fengi innan skamms að fara af sjúkrahúsinu. ,,Við höfum fengið inni hjá frú, sem á systur hérna“, skrifaði móðirin. „Hún er saumakona og þegar ég sagði henni frá þeirri góðu stöðu, sem þú hefð- ir, þá lýsti hún því yfir, að hún væri fús til þess að ráða þig fyrir ókeypis fæði og húsnæði. Hún býr íBrewsters Lane 17 í East End og heitir frú Gibbs. Kannski getur þú komið málum þínum L TLA HAGAN: AÐ DRAGA AND- ANN RÓLEGA Vísindin komu tveimur dögum of seint. Ég sé í dagblaðinu mínu, að það sem magasjúklingarnir hræðast mest, reynslumáltíðin, verður framvegis etin án þess að gúmmíslöngu sé stungið nið- ur í háls manns. Um daginn þegar ég gekk undir þessa aðgerð, var gamla aðferðin enn höfð í heiðri. Þegar búið var að gefa manni te og tvíbökur án smjörs, nálegar en velmeintar góð- gjörðir, komu tvær hjúkur inn í stof- una frá hægri og höfðu meðferðis gúmmíslöngu, sem var næstum eins þykk og brunaslanga. Ef þér sjáið ein- hverntíma hjúkur koma inn í sjúkra- stofu frá hægri með gúmmíslöngu með- ferðis, getið þér rólegur stokkið út um gluggann, án þess að hugsa um á hvaða hæð þér eruð. Ég var beðinn um að halda á gúmmísvuntu fyrir framan mig og ég var látinn halda á vatnsfötu í brjósthæð og síðan nálguðust þær með slönguna. — Hafið þér reynt þetta fyrr? spurði önnur. En ég svaraði ekki. Ég sá strax, að ef ég svaraði neitandi, mundi slang- an vera komin niður í háls á mér á 24 FÁLKINN þannig í kring, að þú getir komið til mín fyrsta laugardag í næsta mánuði.“ Katrín átti erfitt með að sofna kvöld- ið, sem hún fékk þetta bréf, ekki hvað sízt af því að Nellie, sem svaf í rúmi við hlið hennar, grét hátt og vonleysis- lega. Katrín var líka æst og óttaslegin við þá tilhugsun að þurfa að yfirgefa þetta vanabundna og góða líf. Nokkrum sinnum á ári hverju hafði hún heilsað upp á móður sína á sjúkrahúsinu, en hún hafði alltaf kviðið fyrir þeim heim- sóknum, ef til vill af því að fátækra- sjúkrahúsið minnti hana of mikið á barnaheimilið. Móðir hennar lá í köldu herbergi ásamt þrjátíu öðrum sjúkling- um. Hún hafði elzt mikið á þessum ár- um. Hún var innfallin í andliti, bitur í tali og fráhrindandi. Samræðurnar milli þeirra mæðgna höfðu einhvern veginn aldrei getað orðið vingjarnlegar og alúðlegar. Katrínu fannst hún ekki þurfa að segja þessari fölu og ókunnugu konu neitt. Móðir hennar starði aðeins út í loftið tómum og sviplausum augum. — Þú veizt, að ég get ekki verið hér ein, Katrín. Get ég ekki líka flutt til frú Gibbs? Ekkaþrungin rödd Nelliar hljómaði lágt í kvöldrökkrinu og Katrín vissi ekki hverju svara skyldi. Þetta var allt svo erfitt. Hún hafði ekki hugmynd um sama augnabliki. Ég lét þess vegna nægja að hrista höfuðið. — Hafið þér lausar tennur reyndi hin aftur. Ég hristi aftur höfuðið, og þá mætti ég heiftugu augnaráði fjand- manns míns. Ég greip fastar um fatið og ákvað að selja líf mitt dýrt. í dyr- unum til vinstri tóku þi'ír sjúklingar sér stöðu og gægðust forvitnir inn. Einn sjúklingurinn kallaði eitthvað inn. Hann sagði þú, en það gera sjúkling- ar á sjúkrahúsum alltaf, svo að ég tók það ekki illa upp. Við vorum jú allir á sama báti. Þegar hetjurnar í bardög- unum á vígvöllunum hrúgast saman vegna ljóskastara og handsprengna verða bæði liðsforingjar og óbreyttir dús. — Gapið og dragið andann rólega. Ég gnýsti tönnum og andaði í smáum, skjótum andartökum. — Ertu aumingi? sögðu sjúklingarn- Framh. á bls. 29. hvernig líf hennar mundi verða hjá frú Gibbs. Hún hafði engan rétt til þess að taka Nellie með sér þangað. Að öllum líkindum yrði þröngt hjá frúnni, fyrst móðir hennar átti að dveljast þar líka. — Þú getur ekki farið með mér núna. Þú verður að skilja það. Ég get ekki skipulagt neitt fyrir þig, fyrr en ég sé hvernig þetta verður allt. En ég skal gera mitt bezta. Því máttu treysta. Nokkrum vikum síðar kvaddi Katrín rússneska sendiráðið fyrir fullt og allt. Að skilnaði fékk hún fimm skillinga að gjöf ásamt tveimur nýjum undirkjól- um og þremur kjólum, sem hún hafði sjálf saumað og ýmsum öðrum fatnaði. Lieven greifynja, sem hún hafði varla séð öll þessi ár, sendi henni kveðju og árnaðaróskir í gegnum kammerjómfrú sína. Nellie grét og kastaði sér í fang vinkonu sinnar, þegar hún var ferðbú- in. Nú var Katrín fimmtán ára gömul, stór eftir aldri og óvenjulega þroskuð. Brúni kjóllinn, sem hún klæddist, féll smekklega að líkama hennar, sem fyr- ir nokkrum árum hafði verið fjarska magur og lítilmótlegur. Nú hafði hann fengið á sig lögun fullþroskaðrar konu. Skínandi fallegt rauðbrúnt hár hennar var snoturlega greitt utan fáeinir lokk- ar, sem féllu fram á ennið. Forstöðukona saumastofunnar, sem horft hafði hrærð á kveðjustund þeirra, snéri sér að kammerjómfrúnni og hvíslaði: — Hún verður bráðfalleg með tím- anum, þessi Katrín Williams. Megi guð varðveita hana að hún rati hinn rétta veg. Katrín sleit sig úr fangi Nelliar. Henni leið ekki vel, en dvöl hennar á barna- heimilinu hafði kennt henni að harka af sér og láta ekki á sér sjá, þótt móti blési. — Bless, og líði þér vel, sagði hún við Nellie. — Þú heyrir frá mér. — Vertu sæl, Katrín. Ég mun sakna þín mjög mikið. En gangi þér vel! —v— Síðdegis sama dag stóð hún í fyrsta skipti fyrir framan sótsvarta múrsteins- húsið í Brewsters Lane í East End. Þeg- ar hún sá þetta hrörlega hreysi, fannst henni andartak eins og hún væri komin aftur á barnaheimilið. Næstu daga komst hún að raun um, að það var ekki aðeins útlit hússins sem líktist barnaheimilinu. Frú Gibbs minnti á margan hátt á fröken Brown. Móðir Katrínar var ekki orðin heil- brigðari en svo, að hún varð að vera við rúmið mestan hluta dagsins, og það var ekki meðaumkvun eða hjálpsemi sem hafði orðið þess valdandi, að frú Gibbs lét Katrínu og móður hennar hafa eitt af sínum dimmu og fátæklegu her- bergjum. Katrín fékk að greiða fæðið og húsnæðið með því að vinna frá morgni til kvölds. Eina tilbreytingin í vinnunni var, þegar Katrín var send þeirra erinda að kaupa tvinna og hnappa eða kál og kartöflur, en það var aðalfæðan í húsinu. Framhald á bls. 36.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.