Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Page 27

Fálkinn - 06.06.1962, Page 27
upptekinn af eigin vandamálum og á- hyggjum, spurði hann einskis frekar um fjárhag Alberts. Albert losnaði því við að segja föður sínum, að það væri Bettinu að þakka, að hann hefði alltaf nóg fé handa á milli. Hún hafði verið mjög örlát á fé við hann og yngri syst- kini hans, og hann hafði sparað stóran hluta af því, sem hún hafði stungið að honum, meðan hún dvaldist hér í Tubingen. — Þú ert svo áhyggjufullur og þreytt- ur á svip, pabbi! Julian leit hugsi út um gluggann. — Já, það er ekki að undra, tautaði hann. Síðan hélt hann áfram: — Ga- briela er ekki komin á fætur enn þá. Á ég að skila kveðju til hennar frá þér? — Já, ef þú vilt gjöra svo vel. Julian fylgdi syni sínum út á götuna, þar sem leigubifreið beið hans. Þeir kvöddust og síðan hljóp Albert inn í bílinn. — Járnbrautarstöðin! sagði hann við bílstjórann. Án þess að líta við andar- tak yfirgaf hann húsið, sem var æsku- heimili hans og allt sem honum var kærast í lífinu. —v— Þegar Julian kom upp um tíuleytið til að drekka kaffi, var allt kyrrt í íbúðinni. Minna var sennilega úti að gera innkaup. Wolfgang og Doris voru farin í skólann. Doris....Ég ætti að tala við Doris, hugsaði hann annars hugar. Gæta henn- ar betur, nú, þegar Bettina er farin. Fá vitneskju um, hvernig er með hana og Pedro. Það er hugsanlegt, að......Hann stundi þungan. Eftir ár, hafði Bettina sagt. — Ég vil að hún bíði í eitt ár. En þau gætu jú trúlofað sig til að byrja með. Þetta var illa gert, ef henni var í raun og veru annt um Pedro. Aftur stundi hann. Ást, trúlofun, gifting. Þetta hús var ekki hamingjunnar hús, hugsaði hann. Enginn hafði verið hamingjusamur hér..... — Gabriela, hrópaði hann allt í einu hátt. Ekkert svar. — Gabriela! Hann gekk úr einu herberginu í ann- að til þess að leita að henni. Skyldi hún í rajjn og veru sofa enn þá? Varlega opn- aði hann dyrnar á svefnherberginu. Ga- briela lá í rúminu. Hún lá á bakinu og hendurnar meðfram síðunum. Andlit hennar hafði á sér bláleitan blæ. Hann rauk að rúminu og var gripinn skelfilegum ótta. Hann hrópaði nafn hennar og ýtti við henni. Hún hreyfði sig ekki. Hann lagði eyrað við hjarta hennar. Guði sé lof! Hún var þó lifandi. Síðan fálmaði hann eftir úlnlið hennar og tók púlsinn. Hann var mjög veikur og hægur og hendur hennar voru ís- kaldar. Hann stóð um stund ráðvilltur og leit í kringum sig. — Minna! hrópaði hann hátt. Og síð- an: — Albert! Hann var búinn að steingleyma, að elzti sonur hans hafði farið til Kölnar um morguninn. Síðan hljóp hann eins og óður maður út úr svefnherberginu og greip símtólið. Hann hringdi til síns gamla vinar, dr. Butzbach, sem var heima til allrar ham- ingju og kom strax í símann. Læknir- inn bar fram nokkrar spurningar, en sagði síðan: — Það er bezt að þú sendir hana á sjúkra'húsið strax. Þú mátt ekki hika eitt einasta andartak, því að ég er hræddur um, að það liggi lífið á. — En hvað er að henni? .... — Vertu rólegur, kæri vinur. Þú hlýtur að vita eins vel og ég, að öll einkenni sýna, að hún hafi tekið inn of mikið af svefntöflum. Ef þú aðeins kemur henni nógu fljótt á sjúkra'húsið, þá verður þetta vonandi allt í lagi. Julian stamaði nokkur þakkarorð, lagði tólið á, pantaði sjúkrabifreið og hljóp síðan aftur upp til Gabrielu. Hún lá enn hreyfingarlaus. Nokkru seinna komu tveir menn með sjúkrabörur og um leið Minna gamla móð og másandi. Þegar hún fékk að vita hvað gerzt hafði, sýndi hún engin merki þess, að þetta kæmi henni á ó- vart. Hún pakkaði dóti Gebrielu niður í handtösku og rétti Julian hana. Þau fylgdu á eftir sjúkrabörunum út á göt- una. Þegar Julian ætlaði að stíga upp í sjúkrabifreiðina mættust augu þeirra. Minnu varð hverft við, þegar hún sá hversu örvæntingarfullur hann var, og þegar hann rétti út hendina í áttina til hennar, greip hún' hana og fór með hon- um inn í bílinn. —v—■ Aftur ríkti sorg og áhyggjur í apó- tekarahúsinu í Bursagasse. Gabriela var víst raunar aldrei í neinni lífshættu, en það var eins og hún hefði misst allan lífsþrótt. Julian heimsótti hana á hverjum degi, en læknarnir höfðu bannað hon- um að tala um það, sem gerzt hafði. Hann sat við rúm hennar og reyndi að tala í léttum tón um daginn og veginn, en hún hlustaði og brosti veiklulega. Oft sofnaði hún, meðan hann dvaldist hjá henni. Þá reis hann á fætur og læddist hljóðlega út úr herberginu. Líðan Gabrielu fór stöðugt batnandi. Eftir nokkra daga fékk hún leyfi til að sitja uppi í rúminu og enn síðar fékk hún að fara í ofurlitla gönguferð um garðinn, sem umlukti sjúkrahúsið. Dag nokkurn kom Julian í heimsókn um miðjan dag. Gabriela sat í stól fyrir framan gluggann. Hann gekk til hennar_ greip báðar hendur hennar og sagði ákafur: — Gabriela! Læknirinn segir, að þú megir koma heim í dag. Gabriela brosti ekki einu sinni. —- Ertu ekki glöð, Gabriela? Hún svaraði lágri röddu: — Seztu, Julian. Nei, ekki hérna við hliðina á mér......Seztu þarna á rúm- Framh. á bls. 28. FIMMI MÍNIÍTUR UM FURÐULEG FYRIRBÆRI ÁRIÐ 1928 hafði ég verið gift í rúmt ár og við höfðum eignazt lítinn dreng. Við bjuggum í lítilli kvistíbúð. íbúðin var mjög köld, og þar sem þetta var um miðjan vetur, urðum við að kynda vel. Kvöld nokkurt, þegar sérlega var kalt í íbúðinni, lögðum við óvenjulega mikið í ofninn til þess að eldurinn lifði af nóttina. Við dróg- um tjald fyrir dyrnar í svefnherberg- ið, til þess að hitinn héldist í stofunni svo að þar yrði heitt og notalegt, þeg- ar við færum á fætur morguninn eft- ir. Því næst fórum við að hátta. Mað- urinn minn tók blað með sér og las, en ég hlýt að hafa verið þreytt, því að ég sofnaði strax. Ég hafði sofið í um það bil stundarfjórðung, þegar ég vaknaði og mér varð litið á tjaldið. Allt í einu sé ég störa hönd með svart- an hanzka á tjaldinu. Ég lít til manns- ins míns, sem enn er að lesa og hrópa til hans: „Sérðu svörtu höndina þarna á tjaldinu?‘ — „Ég sé enga svarta hönd. Þig hlýtur að hafa dreymt hana,“ svaraði hann. En ég var glað- vakandi, því að ég skildi það sem mað- urinn minn sagði við mig. Ég reyndi að loka augunum, en í hvert skipti, sem ég opnaði þau og leit á tjaldið, var höndin þar. „Höndin heldur áfram að vera þarna,“ sagði ég við manninn minn. „Hvaða bölvuð vitleysa er þetta,“ sagði hann önugur. „Þú hlýtur að sjá sýnir, því að ég sé ekki nokkra fjandans hönd. En nú skal ég standa á fætur og draga tjaldið frá, svo að þú getir séð, að það er ekkert á bak- við.“ — Um leið og hann dró tjaldið frá lagði kæfandi reyk beint framan Frh. á bls. 29 FÁLKINN 27

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.