Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 26

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 26
Tíminn leið hægt og hver sekúnda var sem heil eilífð. Julian hafði kveikt ljós í dagstofunni og gekk fram og aft- ur um gólfið. Gabriela og Albert stóðu á miðju gólfi í litla herberginu. Þau þorðu ekki að hreyfa sig, þorðu varla að draga andann. Báðum var ljóst hversu hræðileg aðstaða þeirra var. Það var næstum aldimmt í herberginu! Þau höfðu engin tök á að kveikja í þvi, því að slökkvarinn var við hliðina á dyrunum við stigann. Það virtist sem sagt sem því yrði ekki afstýrt, að Ju- lian kæmi að sinni ungu eiginkonu og elzta syni sínum einum í dimmu her- bergi. Án þess að segja orð losaði Gabriela sig úr fangi Alberts og gekk nokkur skref aftur á bak. í sama bili stanzaði fótatakið fyrir framan dyrnar. Hand- fanginu var þrýst niður og þau sáu dökka veru í Ijósinu sem féll inn um dyrnar. Albert fannst eins og hann sæi hvern lítinn drátt í andliti föður síns og honum fannst hann hvessa augun á sig. í næstu andrá mundi herbergið verða baðað ljósum og þau yrðu afhjúpuð miskunnarlaust. En ekkert gerðist. Dökka veran hvarf, það brakaði eilítið í hurðinni, en síðan féll hún hægt að stöfum. Albert varp öndinni léttara. En hættan var enn ekki liðin hjá. Þótt þau færu fram og kveiktu Ijósið, mundi aðstaða þeirra verða litlu betri en í myrkrinu. Áður en Albert hafði tíma til að ákveða hvað hann skyldi taka til bragðs, heyrði hann að faðir hans gekk niður í eldhúsið. Þar sagði hann eitthvað við Minnu sem svaraði hárri og greinilegri röddu: — Já, ég skal smyrja nokkrar brauð- sneiðar í þetta skipti. Siðan heyrðist aftur fótatak Julians og andartaki síðar var stóll dreginn frá borði í dagstofunni.Síðan varðallt hljótt. Það leið ein mínúta, kannski tvær. Al- bert tók að hreyfa sig hægt og varlega í áttina að dyrunum. Aftur heyrðist fótatak og þvínæst rödd Minnu í dag- stofunni: — Situr apótekarinn hér aleinn...... Nú skal ég opna fyrir útvarpið. Það eru kaflar úr „Rósariddaranum“ ein- mitt núna. Það er svo .... Afgangurinn af orðum hennar drukkn- aði í tónflóði, sem hljómaði um allt húsið. Örskömmu síðar voru dyrnar ið sitt í Holstein, hina glæsilegu íbúð í herbergið. — Albert, var hvíslað. Það var Minna. Hún gekk til hans og greip í handlegginn á honum. — Komdu........ f stiganum kveikti hún ljósið. Hún sagði ekkert, heldur kinkaði aðeins kolli og það var skilningsríkur svipur 1 kyrrum augum hennar. Strax og Julian var farinn niður í apótekið, lét Gabriela eins og hún svæfi. Hann háttaði nokkrum tímum síðar og þá lézt hún enn sofa. Aðeins örfáum mínútum síðar heyrði hún, að hann svaf. Sjálf gat hún ekki sofið. Minningarn- ar iiðu um hug hennar eins og myndir á tjaldi. Hún sá fyrir sér barnaheimil- ið sitt í Holstein, hina glæsilegu í búð í Stuttgart, sem Rasmussen hafði látið innrétta fyrir hana, hún sá föður sinn og móður sína og Júrgen, föður Jurg- ens, Julian, Albert.....Og allan tím- ann var hún gagntekin algerri uppgjöf og vonleysi. Strax og hún flutti inn í þetta hús hér í Bursagasse höfðu erfið- leikarnir hrannast upp og orðið nær óviðráðanlegir. Hún hafði reynt að telja sjálfri sér trú um, að allt mundi verða gott að lokum. En sú hafði ekki orðið raunin á. Með hverjum degi sem leið urðu erfiðleikarnir meiri og vanda- málin flóknari. Og nú sá hún enga leið út úr ógöngunum, ekkert sem hún vildi gera .... Hún heyrði kirkjuklukkur bæjarins slá ellefu — tólf, og enn var hún glað- vakandi, enda þótt hún væri örmagna af þreytu bæði líkamlega og andlega. Stuttu síðar smeygði hún sér út úr rúm- inu, fór 1 morgunkjól sinn og gekk hægt niður stigann. Henni hafði dottið í hug, það sem Albert hafði eitt sinn sagt: — Maður þarf nú ekki að liggja svefnlaus á næturnar, þegar það er heilt apótek í húsinu. Þegar hún kom niður í forstofuna, opnaði hún dyrnar inn í apótekið. Það brakaði í þeim og hún nam staðar ótta- slegin. En þegar ekkert gerðist gekk hún inn og kveikti. Allar hillur voru fullar af flöskum og krukkum. Einhverra hluta vegna hraus henni hugur við að sjá þetta. Allt var í slíkri röð og reglu, að henni fannst það næstum ómannlegt. Frá göt- unni heyrðist hljóð í vagni, sem ók yfir brúna. Hún sá fyrir sér líkvagn, dauða og tortímingu og skjálfandi hönd- um tók hún að leita að því sem hún vildi fá. Hún hafði aldrei komið nálægt apó- tekinu, en svo mikið vissi hún þó, að svefntöflur og róandi lyf voru geymd í skáp, sem stóð við hliðina á eiturlyfja- skápnum, sem var harðlæstur. Og það var auðvelt að finna eiturlyfjaskápinn. Framan á honum var hauskúpa og tveir leggir í kross. Hún opnaði skápinn til hægri var- lega. Inni í honum voru raðir af skúff- um. Augu hennar staðnæmdust við merkimiða, sem á stóð Barbiturater. Hún opnaði skúffuna. Hún var full af litlum glösum. Hún tók eina, skrúf- aði lokið af og hellti nokkrum töflum í vinstri hönd sína. Hún stóð andartak og horfði á töflurnar. Hversu margar skyldi hún mega taka? Hún hafði ekki hugmynd um, hversu sterkar þær voru. Hún lét nokkrar töflur aftur í glasið, skrúfaði lokið á og setti það aftur í skúffuna. Síðan lokaði hún skápnum og gekk fram í eldhús. Hún fyllti glas af vatni og gleypti töflurnar. Hægt og varlega gekk hún aftur til svefnherbergisins. Julian svaf vært. Þreytt og köld skreið hún upp í rúmið. Hún fann hvernig þreytan leið úr henni og ísköld ró færðist yfir allan líkama hennar eins fljótt og þegar blás- ið er á kerti..... Klukkan var rétt hálf átta morgun- inn eftir, þegar Albert leit inn í borð- stofuna, þar sem Julian sat og snæddi morgunverð. í fáum orðum tjáði Albert föður sínum, að hann hefði tekið stöð- unni við Kölnarháskóla og hafði hugs- að sér að taka hraðlestina þangað og hún legði af stað klukkan rúmlega átta. Julian var annars hugar og áhyggju- fullur. Hann tautaði eitthvað um „sum- arfrí“ og ,,þú hefðir átt að taka þér hvíld fyrst“, en virtist að öðru leyti ekkert undrandi yfir þessari skjótu brottför sonarins. — Já, vel á minnzt: Hvernig ertu staddur fjárhagslega, spurði hann. — Þú færð sennilega engin laun strax...... Albert fullvissaði hann um, að hann þyrfti ekki á neinum peningum að halda, og þar sem Julian var sýnilega Hér lýkur hinní viitsælu framhaldssögu eftir Hans Eric Horster. Næsta framhaldssaga er þegar hafin. Annar hluti hennar birtist á bls. 22. 26 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.