Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 30

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 30
kvenþjóðin rit«*. |óri KRISTJAMA STEIIMGRÍMSDÓTTIR HVERNIC r A TANNBURSTINN AÐ VERA . : ■■;■■.■.';.■ ' ' Tannburstar með svínshárum verða fljótt of mjúkir og þeir eru lengi að þorna. Slíkur bursti er þess vegna ekki nógu hreinlegur, aftur á móti þornar nælonbursti fljótt og er auðvelt að halda honum hreinum. Varist að hafa tannburstann of harð- an, það hefur í för með sér að tannhold- ið er ekki burstað sem skyldi, því að flestir hlífa sér ósjálfráft við sársauka. Þeir burstar sem merktir eru medium (mið) eru hæfilega mjúkir eða harðir. Tannburstinn á að vera frekar lítill, svo að auðvelt sé að beita honum út í hina yztu afkima. Skipta á um tannbursta á 1—3 mán- aða fresti, ef notkun hans er sem skyldi, þ. e. a. s. helzt eftir hverja mál- tjð og að minnsta kosti kvölds og morgna. Notið ekki tannkrem í óhófi, þá sezt það milli háranna og erfitt er að hreinsa burstann. Hreinskolið burstann eftir hverja notkun, þó ekki í heitu vatni. Látið burstahárin snúa upp í tannglas- inu eða þar til gerðri grind, svo loftið geti leikið um hann og þurrkað burstann. En hvað er tannkrem? Það inniheld- ur venjulega krít allt að 45%, vatn og oftast glycerin, sem á að halda krítinni í smyrslformi og hindra að það þorni. Því næst er í því dálítil sápa, eða skylt hreinsiefni, bragðefni og stundum litar- efni. f kremið er svo oft bætt efnum eins og klorofyl, garol, fluor, efni, sem eru 30 FÁLKINN dyggilega auglýst á umbúðunum, en annars efnisinnihalds lítið getið. Nokkuð svo vafasamar eru fullyrð- ingar um tannskemmdaverjandi áhrif þessara síðasttöldu efna. Einnig er talað um bakteríudrepandi áhrif, en þau end- ast álíka lengi sem það tekur bakterí- una úr loftinu og matnum að komast inn í munninn. Annars geta þessi áhrif verið dálítið vafasöm því ekki væri það gott ef öllum bakteríum í matvælum væri útrýmt, þær eiga helzt að hafa hemil hver á annarri, svo engin þeirra geti valdið nokkru tjóni. FYLLTAR KJÖTDEIGSRIJLLUR 400 g saxað nautakjöt. 1 egg. 2 msk. brauðmylsna. 1 rifinn laukur. 1 dl. mjólk. Sýrðar asíur. Feiti að steikja úr. Kjötið saxað tvisvar kjötdeigið hrært, smurt á hveitistráðan pappír, skorið í ferhyrninga. Á hvern ferhyrning er lát- inn biti af sýrðum asíum, og kjötdeigið síðan vafið um það. Rúllurnar steiktar í smjöri á pönnu, hristið pönnuna, svo rúlluurnar brenni ekki. Borið fram með hráu salati. FYLLT FORMBRAUÐ Skerið lokið af formbrauði og takið innan úr því. Smyrjið það innan með hvítlaukssmjöri: smjör sem í hefur ver- ið hrært örlitlu af söxuðum hvítlauk. Brauðið er sett á málmpappír á smurða plötu, látið vera 5—10 mínútur í heit- um ofni 250°, eða þar til það er stökkt. Fyllt strax með heitum góðum jafningi t. d. rækju, sveppa, skinkujafningi. Skreytt með steinselju og tómatabátum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.