Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 29

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 29
sagt þér, að vlð ætlum að halda hátíð í dag. í dag hefur hún verið hér í hús- inu í fimmtíu ár. Andartak starði Bettina undrandi á hann, en síðan rak hún upp skellihlát- ur. Hún hló svo hátt og hjartanlega, að Julian beygði sig loks áfram, lagði hönd sína á kné hennar og sagði: — Bettina, hættu þessu! Hvað er svona hræðilega hlægilegt? — Allt! Minna. .... Ó, Julian! Manstu þegar við héldum upp á afmæl- ið hennar síðast? í sama bili opnuðust dyrnar og Minna kom inn. Hún setti vínflösku og tvö glös á borðið, en sagði síðan: — Kvöldverðurinn verður tilbúinn eftir klukkutíma. Neðan úr forstofunni heyrðust glað- værar raddir. Wolfgang sagði: — Hver á svona fína kápu? Er ein- hver ókunnugur í heimsókn? Þá heyrðist há og skær rödd Dorisar: — Vertu ekki svona vitlaus, drengur! Mamma er komin aftur! Minna hló með sjálfri sér um leið og hún fór inn í eldhúsið sitt Aftur heyrð- ist rödd Wolfgangs: —• Minna! Minna! Inni í vinnuherbergi Julians sagði Bettina: — Já, hvert fór Minna? Við þurfum heldur betur að skála við hana. Minna! Minna! Hvað eftir annað hljómaði þetta kall um húsið. Allt var nákvæmlega eins og áður fyrr. ENDIR. LITLA SAGAN Frh. af bls. 24. ir í dyrunum og glottu. Þorir þú ekki að láta það fara. — Lokið þessum dyrum þarna, sagði ég argur. Um leið var slangan komin niður í háls á mér. Ég gerði nokkrar örvæntingarfullar tilraunir til þess að bíta í slönguna og halda henni fastri, en í hvert skipti sem ég losaði bitið, til þess að ná betra tanntaki, ýtti hjúk- an slöngunni alltaf lengra niður. Ég var nær dauða en lífi. — Dragið andann rólega. Hvernig getur maður kvalið mann og beðið hann samtímis að draga and- ann rólega. Það eru aðeins konur, sem geta sagt svo. Hjúkan ýtti slöngunni 20 cm niður. Þá sleppti ég vatnsfatinu og dró slönguna tuttugu cm upp. — Húrra, heyrðist kallað frá dyrun- um. Ég fylltist fítonskrafti. Og til þess að safna meiri kröftum dró ég andann mjög djúpt .... og slangan fór 40 cm niður. Þá greip ég um hendur hjúkunn- ar og hélt þeim í skrúfstykki. í nokkr- ar sekúndur horfðum við hatursfull hvort á annað. — Kýldu hann svolítið, skipaði hún hinni hjúkunni. Og hún fór bak við mig og sló mig undir neðstu rifbeinin Það var á allra versta stað. Þær kunnu sitt fag, þessar hjúkur. — Ha, ha, hló ég og slangan þaut hálfan meter niður. Eru svona aðferð- ir algengar á sjúkrahúsum vorum. Ger- ist þetta með fullri vitund yfirlæknis- ins? Og hvert getur maður klagað þetta? — Ég veðja þremur svefnpillum, að slangan er komin alveg niður, heyrðist frá dyrunum. Það kom sko alls ekki til. Ég hnykkti höfðinu óvænt til og tókst að losa mig við hina rauðu ófreskju, gúmmíslönguna sem flaug niður á gólfið, þar sem hún lá eins og hún hefði fengið krampa. Hjúkan og ég hentust út á gólfið eftir slöngunni og við náð- um í hana samtímis. í eina eða tvær mínútur lágum við á hnjánum og gætt- um að hreyfingum hvors annars. Fjand- maður minn þorði ekkert að segja. Henni var fyllilega ljóst, að jafnskjótt og hún segði: Dragið andann rólega, mundi slangan sitja á kafi í hálsinum á henni. En þá greip hin mig með bannsettu jiu-jitsu hnakkataki og dró mig aftur að stólnum og batt hendurnar á mér með belti. Síðan gaf hún mér þungt högg í magann með vatnsfatinu og ég sagði: — Oh, oj. Og slangan var á auga bragði komin 120 cm niður í magann. Eftir tíu mínútna erfiði komu síðustu leifar tvíbökunnar í Ijós. — Nú er bara skolunin eftir, dragið andann rólega. Einum líter af skolvatni var hellt niður í gegnum slönguna niður í mag- ann. Vatnið var ískalt og það gekk upp úr mér með geysilegum hraða, allt gumsið. Loksins var slangan tekin burt, og ég var búinn. í raun og veru hafði þetta ekki verið neitt, enda sagði ég við Mariönnu, þegar hún kom í heim sókn: — Auðvitað er þetta dálítið ó- þægilegt, en maður dregur andann ró- lega, þá er þetta ekki neitt. Vissulega er líka til fólk, sem getur tekið við slöngunni án þess að berja frá sér. Willy Breinholst. Letin eiiftkeiftiftir Framh. af bls. 9. Það var bezta máltíðin, sem við brögð- uðum úti. Þeir kalla þetta baccalo. — Þið minntust áðan á, að Ameríku- menn væru latir? — í öllu nema umferðinni, segir Pétur. Þeir segja lítið annað en manana, sem þýðir á morgun. — Ég man eftir því segir Elín, að þegar við komum einu sinni til Buenos Aires, þá þutu bílarnir eins og byssu- kúlur eftir götunum. Við sáum aðeins tvo götuvita og þeir voru báðir bilaðir. — Þótti föður ykkar ekki erfitt að kenna Suður-Ameríkumönnum? — Jú, vegna letinnar, það hefði verið sök sér, hefði hitinn haft svona letjandi áhrif á þá, en því var ekki fyrir að fara. Það er ekki svo heitt þarna. — Frá Argentínu fluttust þið yfir til Uruguway, var skemmtilegra að dveljast þar? — Já, fólkið var viðkunnanlegra. Þar var líka meira af Evrópubúum. — Var eins mikil fátækt þar og í Indlandi? — Nei, en það mátti sjá bæði betlara og illa klædd fólk. En yfirleitt var fólkið vel klædd. — Var ekki geipilegur knattspyrnu- áhugi í Urguguway og Argentínu? — Jú, svarar Pétur, þarna léku strákarnir sér að bolta allan daginn. — Og blöðin, segir Elín, það var auglýsing á forsíðu en fótbolti á bak- síðu. Fréttirnar voru inni í blaðinu, þar sem lítið bar á þeim. — Var mikið um uppþot og óeirðir, meðan þið dvöldust í Suður Ameríku? — Ekki í Uruguway, en í Argentínu voru oft uppþot. Við vorum eitt sinn stödd þar, þegar kosningar fóru í hönd. Það voru ægileg læti. Fólkið safnaðist í kringum bleika húsið, en svo heitir for- setabústaðurinn. Það hefur heitt blóð, þetta suðræna fólk, þótt það sé latt, segir Elín. — Það var ókosturinn við það, segir Pétur. Ég þurfti til dæmis að bíða 1 3 vikur eftir því að mótorhjólið mitt kæmist í gegnum tollinn í Uruguway. — Hefur fólkið þarna mörg þægindi? — Nei, ekki getur það talizt. Heldur kaupa menn sjónvarp en kæliskáp, segir Elín. — Eruð þið að hugsa um að fara aftur út? — Við vitum það ekki. Við eigum bara eftir að koma til Ástralíu, segja þau um leið og þau halda út í sólskinið. Þau komu í sumarið í Suður Ameríku og er til íslands var komið, var hér aftur sumar. Sve.Tom. Furðfftleg fyrirl*œft*i Frh. af bls. 29. í hann. Hann sá, að stofan var full af reyk og þetta stafaði af ofninum. Við höfðum lokað honum of þétt. Okkur tókst að opna ofninn á augabragði og gluggum og dyrum var skellt upp, svo að loftið skánaði fljótt í stofunni. Ef ég hefði ekki séð svörtu höndina á tjaldinu, er enginn vafi á, að við hefðum öll þrjú látizt um nóttina. H. M. Kveiiþjóðin Framh. af bls. 31. Fyrsta umf. prj. brugðin, því næst 4 umf. brugðning (sl. 1 br.). Fellt af. Fal- legra er að hekla 2 umf. fastapinna með heklunál nr. 2 V2 í brúnina. Hnappagötin vörpuð, og peysan saumuð saman á hliðunum með aftur- sting. Kraginn er líka pressaður og er um leið teygt að neðri brún hans, svo fal- legur ávali myndist. FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.