Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 16

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 16
FÁLKINN bregður sér út á golfvöll þar sem margír kuitnir borgarar stunda þessa göfugu fþrótt ... AÐ LÁTA KYLFU RÁÐA KASTI... Lesandi, sem ekki þekkir neitt til golf- íþróttarinnar, hugsar eflaust sem svo, að ekki sé mikill vandi að taka sér kylfu í hönd og slá með henni litla hvíta kúlu. En ef reyndur kylfingur (en svo nefnist golfspilari á góðri ís- lenzku) skyldi veðja við hann 500 krón- um, að hann hitti ekki kúluna í fyrsta höggi, skal honum ráðlagt að taka ekki veðmálinu. Reyndin er sú, að golfið er erfiðara en svo, að viðvaningur hitti kúlu í fyrsta höggi. FÁLKINN brá sér suður á golfvöll fyrir nokkru, en þar var að hefjast hin árlega firmakeppni Golfklúbbs Reykja- víkur. Veður var heldur kaldranalegt, en keppendur létu það ekki á sig fá. Fjórir og fjórir saman í hóp „slógu þeir sig inn á völlinn“ eins og kallað er, en lögðu síðan af stað í halarófu út á völl- inn með kerrur sínar í eftirdragi, og hófu keppnina. Golfið er ung íþrótt hér á landi, en hefur átt stöðugt vaxandi vinsældum að fagna, enda holl íþrótt og skemmti- leg. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofn- aður 1934. Stofnendur hans unnu mikið stórvirki, er þeir reistu í skjótri svipan glæsilegt félagsheimili og komu sér upp góðum golfvelli á landi, sem þá var aðallega mýrarfen og móar. Nú er fyrir nokkru hafin bygging nýs golfvallar, sem er þriðjungi stærri en sá gamli. I sumar verða framkvæmdir það langt komnar, að sjá má í stórum dráttum hvernig völlurinn verður. Á myndinni hér til vinstri kennir Guð- mundur Halldórsson, stjórnarmeðlimur Golfklúbbs Reykjavíkur, syni sínum undirstöðuatriðin í golfinu. Á mynd- inni hér að neðan reiðir Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri kylfu sína til höggs.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.