Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 32
Ást «g útlegð
Frh. af bls. 19
ef til vill hefur hann þekkt systur sína
of vel til þess. Að svo búnu hvarf Páll
á braut frá Stóruborg, án þess að hafa
neitt af Hjalta.
Þar kom brátt, að Önnu þótti ekki
lengur hætt að hafa Hjalta í Skiphell-
um. Leitaði hún þá til Eyjólfs í Dal Ein-
arssonar, er kvæntur var föðursystur
hennar, Hólmfríði Erlendsdóttur. Hann
skaut skjólshúsi yfir Hjalta um stund,
en útvegaði honum svo felustað, þar
sem hann var óhultur fyrir óvinum sín-
um.
Markús hét bóndi á Núpi og var Jóns-
son. Hann var kvæntur Sesselju systur
Eyjólfs í Dal. Markús snérist til liðs við
Hjalta og Önnu, og keypti trúnað af
bóndanum í Fit undir Útfjöllum, að
hann kæmi Hjalta í Fitarhelli, sem er
í hömrunum skammt fyrir ofan Fit.
Varð Markús bóndi trúnaðarmaður
Önnu og Hjalta og útvegaði honum
nauðsynjar og gerði honum viðvart um
mannaferðir og fleira. Dvaldist Hjalti
svo í mörg ár , Hellinum, en hefur án
efa oft verið á Stóruborg hjá vinkonu
sinni, þegar þeim þótti óhult. Hjalti
átti hest afbragðs góðan, brúnan á lit.
Hann var lífhestur hans og var allra
hesta beztur.
Stundum er mælt, að Anna á Stóru-
borg hafi dvalið í hellinum hjá Hjalta
og þau notið þar ásta og óbilandi
tryggða : einveru og útlegð. Hjalti undi
við margt í hellinum og var lífsglaður
og hamingjusamur. Hann var, þrátt
fyrir útlegð og ofsóknir, glaður og
ánægður með hlutskipti sitt. Margir
fundu til með hjónaleysunum á Stóru-
borg, og þrátt fyrir allt var fólk á einu
máli, að þau nytu hamingju og hinna
sælustu ásta. Hellirinn við Fit var upp
frá þessu nefndur Paradísarhellir, og
hefur það jafnan þótt sannnefni.
Eitt sinn reið Páll lögmaður austur
undir Eyjafjöll með sveinum sínum.
Vatnavextir voru í Markarfljóti og féll
það austur undir Fjöll og var illt yfir-
ferðar sem oft vil verða. Á leiðinni yfir
fljótið vildi svo illa til, að hestur lög-
manns datt undir honum, og féll hann í
fljótið og varð viðskila við hann, og
rak þegar niður eftir straumiðunni
ósjálfbjarga. Sveinum hans féllust al-
gjörlega hendur að bjarga húsbónda
sínum, enda þurfti snör handtök og ör-
ugg, karlmennsku og þrek til. Var auð-
séð, hvað fara gjörði, lögmanni var
hér búinn bráður dauði. En áður en
varði, spratt maður upp í brekkunni
undan stórum steini, rann að fljótinu
og kastaði sér út í það og svam í áttina
gegnt straumiðunni, sem bar lögmann
óðfluga niður eftir straumsvelgnum.
Hann náði traustu taki á lögmanni og
synti með hann til lands, þar sem svein-
arnir tóku á móti honum fegins hendi.
En maðurinn hljóp í hendingskasti í átt-
ina til Paradísarhellis.
Þegar lögmaður raknaði við eftir
volkið, spurði hann sveinana, hver hefði
verið svo frækinn að bjarga sér úr fljót-
inu. Þeim varð fátt til svara, en horfðu
vandræðalegir hver á annan, og þorði
í fyrstu enginn, að segja lögmanni eins
og var. Þar varð þó, að einn þeirra
svaraði: „Hjalti mágur þinn.“ Lög-
manni varð illt við þessa fregn en
mælti: „Þegja máttir þú, því þögðu
betri sveinar,“ og rak honum löðrung.
Eftir þetta er mælt að skapsmunir
lögmanns hafi mýkst í garð Önnu og
Hjalta.
4.
Ekkert skal fullyrt um, að sögnin um
það, að Hjalti bjargaði Páli lögmanni
úr Markarfljóti, sé sönn. Þó tel ég
miklu líklegra að svo sé, því að það er
öruggt, að margar gamlar sagnir, sem
lifað hafa í minni fólks um aldir eru
hárréttar. En hitt er víst, og fyrir því
öruggar heimildir, að Páll lögmaður
kom því í kring, að Anna og Hjalti gift-
ust löglega og guldu sektir að fullu fyr-
ir barneignir sínar til kóngs og kirkju.
Sektir þeirra hafa orðið allmiklar, því
þau áttu saman átta börn, og hafa lík-
lega öll verið fædd, áður en Anna og
Hjalti fengu að giftast.
Páll lögmaður á Hlíðarenda dó árið
1569. Hann var barnlaus og tóku arf
eftir hann, börn systra hans, Guðríður
í Ási og Önnu á Stóruborg, sem báðar
voru þá dánar. Árni Gíslason sýslu-
maður á Hlíðarenda var kvæntur einka-
dóttur Áshjóna, Guðrúnu. Hann var
harðdrægur auðmaður og véfengdi rétt
Hjaltabarna og urðu mál af. Magnús
Hjaltason í Teigi í Fljótshlíð, lögréttu-
maður, var forsvarsmaður fyrir sig og
systkini sín.
Málið var fyrst dæmt á Lambeyjar-
þingi í Fljótshlíð, en á alþingi sumarið
1571. Af alþingisdómnum sézt, að Páll
lögmaður hafði viðurkennt hjónaband
milli Önnu og Hjalta, og jafnframt orð-
ið þeim' leiðbeinandi um meðferð mála
þeirra og goldið að fullu sektir þeirra
til konungs og kirkju. Hefur þetta gerzt
áður en Stóridómur varð lögtekinn, því
arfsréttur Hjaltabarna er dæmdur eftir
hinum fornu lögum. Alls áttu þau
Anna og Hjalti saman átta börn, hafa
þau öll verið fædd áður en þau giftust.
Hjalti hefur hlotið nafnið Barna Hjalti
og er kunnastur undir því nafni. Sekt-
irnar, sem Anna og Hjalti urðu að
gjalda hafa verið allháar og mikinn
auð hafa þau haft í búi, til að standast
straum af slíku. Börn Önnu og Hjalta
urðu hin mannvænlegustu og frá þeim
eru komnar miklar ættir, og er hægt
að rekja ættir margra núlifandi manna
til þeirra. Magnús Hjaltason varð stór-
bóndi í Teigi og lengi lögréttumaður í
Rangárþingi og kemur mjög við dóma.
Sveitin fagra undir Eyjafjöllum,
býður enn í dag börnum sínum sömu
hlýju og gæði og á dögum Hjalta og
Önnu. Þar er sæld mikil og fegurð um
bjarta og glaða daga. Ferðamaður er
leggur leið sína austur um þjóðveginn
undir Fjöllum, fer þar varla svo að
minnast ekki ævintýrisins forna um
Önnu og Hjalta, ástir þeirra í Paradísar-
helli. Gjarnan leggur hann lykkju á
leið sína og klifrar upp hamrana í hell-
inn, þar sem ástin var forðum svo mikil
til unaðar í útlegð, að hann er kenndur
við Paradís sjálfa, þann stað á himni
og jörðu, sem menn hafa trúað að mesta
sælu og hamingju hafi að bjóða. Ævin-
týri Önnu og Hjalta rifjast upp í huga
ferðamanna um Fjöll og verður nýtt og
lifandi á líðandi stund — og svo mun
verða um alla framtíð.
Heimildir: Þjóðsögur og munnmæli,
íslenzkar þjóðsögur, fslenzkar ævi-
skrár, Alþingisbækur íslands, íslenzkt
fornbréfasafn, menn og menntir, Saga
íslendinga, Biskupasögur o. fl.
Gef þifl mér allt
Framh. af bls. 15.
Hann fylgdi henni heim að húsinu,
þar sem hún bjó. Hún gekk við hlið
hans þögul og full vellíðunar og hugs-
aði ekki fyrir morgundeginum, aðeins
líðandi stund.
En hann kvaddi hana við dyrnar,
hélt höndum hennar stundarkorn í lófa
sínum og hún var farin að elska þetta
hlýja handtak hans. Sagði síðan góða
nótt og var horfinn. Hún horfði á eftir
honum, unz hann beygði fyrir horn.
Hún stóð ein á tröppunum og skildi
hvorki sjálfa sig né hann. Hún var
hræðilega vonsvikin. Hún þráði hann
og vissi að honum var eins farið. Hún
hafði talið það sjálfsagt í fyrsta skipti
á ævinni að eyða nóttinni í örmum
karlmanns. En þá fór hann.
Henni varð hugsað til allra þeirra
karlmanna, sem höfðu grátbeðið um ást
hennar, en hún hafði rekið þá frá sér
með tilfinningarleysi þess sem ekkert
skilur. Henni fannst hún standa í þeirra
sporum nú. Þá kom henni í hug, að
þeim hefði verið sama hver konan væri,
en hún þráði aðeins þennan eina mann.
Nú, þegar hún fann, að hann kom öðru-
vísi fram en allir hinir, urðu tilfinn-
ingar hennar í hans garð enn sterkari.
Þau héldu áfram að hittast, en þau
voru alltaf innan um fólk, og henni
fannst hann forðast að snerta hana og
forðast að vera einn með henni. Hræðsla
greip hana um, að ást hans hefði dofn-
að, en svo sá hún, að það gat ekki verið.
Þá kæmi hann ekki alltaf til hennar.
Og svo fór hún heim til hans um kvöld.
Hún kom fyrirvaralaust og andlit
hans lýsti fyrst furðu, síðan óttabland-
inni gleði, er hann sá hana. Þau fylgd-
ust að inn í herbergið hans og fundu
bæði, að eitthvað stórfenglegt var í
vændum. Þetta litla herbergi var henni
sem framandi heimur, hans heimur,
þar sem allt minnti á karlmanninn;
jakkinn hans á stólbakinu, bækurnar
hans á borðinu, pípan hans. .. Hún
settist þegjandi á sófann, þar sem hann
hafði sýnilega legið við að lesa. Það
32 FÁLKINN