Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 4
séð & heyrt
Dóttir Franks
Á myndinni hér að ofan sézt Nancy, hin laglega dóttir Franks
Sinatra. Hún er nú gift Tommy Sands. En hingað til hefur blaða-
ljósmyndurum ekki tekizt að taka mynd af þeim feðginum, enda
þótt þeir séu alltaf á verði og reyni að nota tækifaerin til hins ýtrasta.
500 sinnum tekinn af lífi
Fyrir nokkrum árum hélt Jimmy nokkur Casino hátíðlegt dálítið
sérstakt starfsafmæli. Hann hafði þá verið tekinn 500 sinnum af
lífi. Jimmy Casino býr í Hollywood og starfar þar sem statisti. Hann
hefur oftast verið valinn til þess að koma í stað leikarans, sem taka
á af lífi. Sjálfur hefur hann komizt svo að orði: — Brátt hef ég
reynt allar aftökur, sem þekkjast í kvikmyndum, ég hef verið
hengdur, skotinn, lagður í gegn með rýtingi, settur undir fallöxi,
mér hefur verið drekkt, ekið hefur verið yfir mig með hestvagni,
olíubíll hefur farið yfir mig, strætisvagnar og alls konar vöru-
bílar hafa einnig gert það, setið hef ég í rafmagnsstólnum og margt
fleira hefur verið notað til aftökunnar, sem ekki tekur að nefna. —
En mér þykir verst, að á öllum mínum ferli í kvikmyndunum hef
ég aldrei fengið lengra hlutverk en 10 mínútur.
Fætur manna
Aðeins annar hver maður hefur báða fætur jafnlanga. Á hinum
er annar fóturinn um cm. eða meira styttri en hinn.
Augnayndi og sjónskekkja
Geturðu séð, hvað er hér á myndinni? spurði þekktur ljósmynd-
ari vin sinn, er var svolitið nærsýnn. Hann hélt myndinni fyrir
framan hann. — Ég get ekki betur séð, en þetta sé talan 18, sagði
sá nærsýni.
— Guð hjálpi þér maður, þá þarftu nauðsynlega að fá þér gler-
augu, sagði ljósmyndarinn, því að þetta er mynd af Marlyn Monroe
og Audrei Hepburn í hrókasamræðum.
Hér er ein glæný
saga af gamla mann-
inum í Bonn. Fyrir
skömmu, þegar Jó-
hannes XXIII. átti
áttræðisafmæli,
sendi guðhræddur
borgarbúi í Bonn
honum heillaóska
skeyti. Skeytið var
stílað til Hins heilaga föður. Stuttu seinna
er hann hringdur upp af ritsímanum og
spurður: — Við vildum bara fá að vita, hvort
afhenda á skeytið í kanslarahöllinni eða á
einkavillu Adenavers.
★
Alsírmálaráðherra
de Gaulle, M. Joxe,
er oft spurður af
fólki, hvernig
ástandið í Alsír sé
í raun og veru.
Hefur þetta fólk oft
valdið honum tölu-
verðum óþægindum,
en hann leysir úr
spurningum þeirra á dálítið sérstæðan og
skemmtilegan hátt. Hann ber fingur að vör-
um sér og segir: — Þér verðið að skilja, að
þetta mál verður að vera í svo mikilli leynd,
að það er ekki einu sinni nóg að þegja um
það.
★
Meðal þeirra, sem
fengu leyfi til þess að
heimsækja Picasso á
80 ára afmælinu, var
ofsahrifin Parísar-
stúlka.
— Meistari, sagði
hún, ég vildi óska þess,
að ég gæti tekið eitt-
hvað af þessum dásam-
legu litum með mér
heim.
— Það er ekki svo erfitt, svaraði Picasso
og brosti í kampinn. Þér megið gjarna setjast
á litaspjaldið mitt.
★
Hinn kunni leik-
stjóri og leikari,
Vittorio de Sica,
fyllir flokk tví-
kvænismanna.
Fyrir nokkrum
árum skildi hann
við konu sína í
Mexico og kvæntist
annarri. Samkvæmt
ítölskum lögum er þetta ekki löglegur skiln-
aður og er hann talinn vera kvæntur fyrri
konu sinni á Ítalíu.
Nú eru tveir synir hans að verða sjálfráða
og Vittorio sér fram á það, að þeir komist í
mjög erfiða borgaralega aðstöðu á Ítalíu
vegna síðara hjónabands hans.
Þess vegna hefur hann nú ákveðið að sækja
um ríkisborgararétt í Liechtenstein fursta-
dæminu.
4
FALKINN