Fálkinn


Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 20

Fálkinn - 06.06.1962, Blaðsíða 20
Á sólríkum sunnudegi í maímánuði síðastliðnum, lögðum við leið okkar um Hafnarfjörð. Er við ókum, fram hjá skrúðgarði Hafnfirðinga, Hellis- gerði, sem löngum hefur verið rómað- ur fyrir fegurð, stóðumst við ekki freist- inguna að huga að þessu stolti Hafn- firðinga. Við urðum fyrir talsverðum vonbrigðum. Garðurinn hafði enn ekki klæðzt sumarskrúðanum, enda vart við því að búast svona snemma sumars. Þó mátti sjá nokkur merki vaxandi gróðurs. Brum voru sprungin út hér og hvar, þótt enn bæru trén hrollkald- an svip vetrarins. En forsjónin hefur sennilega iðrazt þess, að við skyldum ekki fá að sjá Hellisgerði í öllum sínum blóma og ákveðið að gera bragarbót hið snar- asta. Við hittum nefnilega á gangi í garðinum unga og fallega blóm.arós úr Hafnarfirði. Hún heitir Líney Friðfinnsdóttir, og lesendur kannast eflaust við nafnið, Hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni í ár og hreppti þriðja sætið og þar með rétt til þátttöku í keppni um titil- inn Miss Europe. Líney leyfði okkur góðfúslega að taka af sér nokkrar myndir, enda orðin vön Ijósmyndurum, eftir fegurðarkeppnina. Hún sagði okk- ur, að sér hefði komið mjög á óvart, að hún skyldi verða númer þrjú. — Það hafði ekki hvarflað að mér, að ég kæmist svo hátt . . . Við skildum við Líneyju og Hellis- gerði og hétum því um leið að hverfa þangað aftur í sumar, þegar garður- inn stendur í fullum blóma og skartar öllum regnbogans litum. Vonandi verð- ur forsjónin okkur einnig hliðholl þá. (Myndirnar tók ljósmyndari FÁLIv- ANS, Jóhann Vilberg).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.