Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 7
minni, að ráðamennirnir kæmu því á, að maður gæti keypt farmiðakort fyrir fimm hundr- uð krónur í einu og fengi mað- ur þá miklu meiri afslátt en á kortum þeim, sem seld eru á fimmtíu krónur. Þetta gæti komið sér vel fyrir marga, einkum þá, sem ferðast með vögnunum fimm til sex sinn- um á dag eins og t. d. ég geri. Með vinsemd, Skrifstofupæja. Svar: Ekki svo vitlaus tillaga. Við vonum, aS hún komizt til réttra aOila. Sæmundur hinn fróði. -------Ég er einn af fasta- kaupendum Fálkans og var að enda við að lesa jólablaðið ykkar. Það er ágætt. Ég las greinina um hann Sæmund með áfergju, enda var hún sæmilega skrifuð, að því er mér fannst. Annars hefur mér þjóðsagnapersóna þessi lengi verið mér hugleikin og mig hefur lengi langað til að fræð- ast um hann, hvort Sæmund- ur hafi nokkuð ritað svo kunn- ugt sé og hvað það er. Að svo mæltu óskað ég ykkur árs og friðar. X. Svar: Þaö liefur marga langaO til aO frœOast um Scemund hinn fróöa Sigfússon, sem uppi var á 11. og fyrri hluta 12. aldar. Hann var af hinni göfugu Odda- œtt og hefur engin ætt hér á landi veriö jafn göfug sem hún. Ættin var komin af Mœrajörl- um og Sæmundur var dóttur- dóttursonur SÍOuhalls. Lítið er vitaö um œvi Sœmundar, en víst er aö Ari Þorgilsson hinn fróöi leitaöi til hans, er hann samdi fslendingabók og taliö er, aö Noregskonungatal ritað á latínu lmfi veriö eftir Sœmund. Þetta rit er glataö. Mörg önnur rit liafa og veriö eignuö honum, en ]iaÖ er allt úr lausu lofti gripiö. Pípur og munnstykki. Heiðraði ritstjóri. — Það vill nú ekki svo vel til, að þér reykið pípu? Ef svo er þá haf- ið þér eílaust lent í sömu vand- ræðum og ég um daginn. Ég var að vinna og þurfti að beygja mig niður eftir kassa til þess að rétta upp á bíl og þá dettur pípan mín á gólfið og munnstykkið brotnaði. Þetta þótti mér mikill skaði, þar sem þetta var ágæt pípa af beztu tegund og rándýr í búðunum hér. Mér hafði verið gefin hún í jólagjöf fyrir mörgum árum og ég hélt mjög upp á hana. Nú sögðu kariarn- ir mér, að ég gæti áreiðanlega fengið munnstykki sem pass- aði í einhverri tóbaksbúðinni, svo að ég skrapp í kaffinu niður í bæ og gekk búð úr búð, þar sem maðurinn vildi allt fyrir mig og pípuna mína gera og við fundum munn- stykki, sem aðeins þurfti að sverfa til, svo að það passaði. Ég fór svo og lagaði munn- stykkið til. En ég er ekkert sérlega laginn í höndunum og pípan ekki eins góð og hún áður var. Eins og ég sagði áðan, þá er þetta þekkt merki í pípuiðnaðinum og veit ég til þess að margar tóbaksbúð- ir hafa sams konar pípur á boðstólum. Mér finnst það ákaflega kyndugt, að kaup- menn þeir, sem hér verzla með pípur, skuli ekki hafa munnstykki sem passa í þær, ef svo skyldi fara, að munn- stykkið brotnaði. Ég verð að segja það, að mér finnst þetta vera slæm þjónusta og ekki til að auka á vinsældir þeirra manna, sem verzla með pípur. R. e. Svar: Jú, við kpnnumst viö þessa sögu. Og höfum viö rekiö okkur á þaö, aö munnstykki á viöur- kenndar pipur eru alls ekki til. En kaupmennirnir reyna nú oft- ast aö bæta iXr þessu. Þaö mega þeir eiga. Undraarmbönd. Kæri Fálki. — Er eitthvað hæft í því, að í Reykjavik séu á boðstólum einhver undra- armbönd, sem eiga að vera þeirrar náttúru, að þau græði öll mein, jafnt á sálinni sem á skrokknum. Ég er nú svo hel- víti slæmur af gigt og hef verið lengi og ekkert hefur getað læknað mig, svo að ég hugsaði til þess, að það væri gott að fá sér eitt slíkt arm- band. Getið þið sagt mér hvar hægt er að fá þau? Vonast til að þið svarið mér fljótt og vel. Jón gamli. Svar: Okkur er ekki kunnugt um nein slík armbönd. En hvernig væri aö veröa sér úti um Bramaelexsír, hann ku lœkna öll mein. Svo mun líka vera á- gætt aö snúa sér til lœknanna hinum megin og ef þeir duga ekki, þá er sjálfsagt aö leita til olckar ágœtu lœkna hérna meg- in. FÁLKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.