Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 16
nú er badminton æft 140 tíma í hverri viku. — Er dýrt að leika badminton? — Vikulegur tími yfir veturinn kostar 1360 krónur. Það geta fjórir menn notað þennan tíma eða bara tveir allt eftir því hvað mönnum hentar. Spaði kostar Um kvöldið brugðum við okkur á skemmtikvöld hjá TBR. I»ar var mikill glaumur og gleði og fitjað upp á ýmsu skrítnu og skemmtilegu, félagsmönnum til ánægju. Hér að neðan getur að líta nokkrar svipmyndir af skemmtikvöldinu frá 75 og allt að 1300 krónum, og fjaðra- bolti kostar í verzlunum 40 krónur. Það sem gerir iðkun þessarar íþróttar skemmtilega er að menn geta strax far- ið að keppa, ekki í mótum heldur sín á milli. Þetta er mjög heppileg íþrótt fyrir þá sem vinna þannig vinnu að lít- illar hreyfingar er þörf. — Þið eruð með ókeypis kennslu tíma fyrir börn og unglinga? —- Já við höfum tekið upp þessa ný- breytni og hún hefur reynzt vel. Það er mikið af börnum og unglingum sem notar sér þessa kennslu. Þar höfum við Rannveig Magnúsdóttir og Hulda Guð- mundsdóttir, íslandsmeistarar í tví- liðaleik kvenna í badminton 1962. fastan kennara, Rafn Viggósson. Þeir sem lengra eru komnir eru líka mjög hjálplegir við hina sem skemmra eru komnir. Ef menn vilja fá einhverja að- stoð þá snúa þeir sér til stjórnarinnar sem útvegar þeim tilsögn. — Er ekki mikið um að menn úr öðrum íþróttagreinum fari í badminton þegar þeir eldast? — Það er jú talsvert um það. En það merkilega er að þeir menn virðast ekki ná upp á toppinn í badminton þótt þeir væru góðir í öðrum íþróttum. Hand- verksmenn virðast standa sig vel í badminton. Þetta reynir mikið á úin- liðinn. Það er af því sem þetta stafar. — Hvenær er TBR stofnað? — Það er stofnað 4. des. 1938. Jón Jóhannesson var aðal hvatamaður þess félags og formaður í 11 ár. Hann er nú heiðursfélagi TBR. Þá er vert að geta Wagners Walbom eða Vagns Ottós- sonar eins og hann heitir síðan hann varð ísl. ríkisborgari Hann var mikil lyftistöng fyrir félagið því þá sáu menn hvað hægt var að gera. Hann var í mörg ár alveg í sér flokki og aðeins Ágúst Bjartmarz í Stykkishólmi sem gat veitt honum keppni. Og Vagn er ekki hættur enn. Þeir urðu Islands- meistarar í fyrra í tvíliðaleik kar>a, hann og Einar Jónsson. Framh. á bls. 32.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.