Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 9

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 9
unum. Þrátt fyrir fimmtán ár meðal hættulegra skordýra og skítugra svert- ingjabarna, leit hann vel og hressilega út, þegar hann kom út úr skrúðhúsinu fyrsta sunnudaginn sinn í Cornwall. Litla kirkjan var troðfull. Frú Fluting leit í kringum sig með velþóknun. Loksins voru þau komin heim. Fólkið virtist vera vingjarnlegt, en því leið bersýnilega ekki vel í spariföt- unum. En hvernig í ósköpunum gat nokkur ímyndað sér að hann mætti í lítilli þorpskirkju fínni dömu, eins og þeirri sem kom dálítið of seint: í ljós- bláurn silkikjól og með hatt alsetinn blómum. Frú Fluting sá mann sinn ganga ákveðnum skrefum í prédikunar- stólinn. Prédikanirnar voru andlegt fóður þessara bænda og þeir hlustuðu á þær með mikilli eftirtekt. Með þeim mundi Charles standa eða falla. Söfnuð- urinn hallaði sér áfram í kirkjunni og Charles las textann tvisvar sinnum. Röddin steig sterk og örugg mót hvelf- ingum steinkirkjunnar. Þegar hann byrjaði: Þegar við lesum þessi orð .... uppgötvaði hann þennan ljósbláa blett mitt í hinum svarta og gráa klæðnaði safnaðarbarnanna og andartak skjögr- aði hann eilítið. Undir blómahattinum voru gylltir lokkar og rauðmálaður munnur brosti dauflega til hans. Tvö stór og blá augu horfðu traustvekjandi augnaráði mót prédikunarstólnum. Þrátt fyrir hin litríku ungmeyjaföt, leit hún út fyrir að vera ekki yngri en fertug. — Hvílíkur boðskapur .... hélt Charles Fluting áfram, meðan hann velti vöngum yfir því, hvers vegna þetta andlit kom honum svona kunn- uglega fyrir sjónir. Rödd hans hafði misst hinn örugga hljóm sinn. Frú Fluting leit óstyrk upp til hans. Það er ekkert púður í þessari prédik- un, sögðu bændurnir, þegar þeir héldu heimleiðis til sunnudagsverðarins. Prest- urinn virtist eitthvað svo utangátta. Frú Fluting stóð og ræddi við gömlu frú Trewbody. Hún gat ekki staðizt það að spyrja um hina bláklæddu konu. Og frú Trewbody hafði raunar talað við hana áður en hún fór. Hún kom alla leið frá London. Hugsa sér að fara alla þessa löngu leið eingöngu til að hlýða á nýja prestinn. En fannst frú Fluting ekki undarlegt, að hún skyldi ekki heilsa upp á hann? Jú, henni fannst það skrýtið, en hún hafði séð margt undarlegt meðfram fljótinu í hitahelt- inu, svo að hún sagði ekki neitt. Á eftir spurði maðurinn hennar hver hin blá- klædda dama hefði verið, svo að get- gáta hennar um að hér hefði verið um gamlan aðdáanda að ræða, reyndist því ekki rétt. Hún einbeitti sér að öðrum hlutum, og næsta sunnudag sagði hún við sjálfa sig, að nú hefði hún unnið vel þessa viku. Hún kraup í þeirri góðu trú, að nú væri allt eins og það ætti að vera. En í sama bili snéru allir sér við. Og í gegnum svört og grá klæði safnaðar- Framh. á bls. 36. FALKINN 9 Sally keypti sér hús í London og fyllti bókahillur sínar með safnaðar- blöðum. Fyrir þeirra tilstilli gat hún fylgzt með ferli trúboðans, þar til hann kæmi aftur til Englands. Hún sá þetta allt fyrir sér, livað hann væri að gera, gizkaði á hvaða sjúkdóma hann væri nú með, og dag nokkurn las hún að hann hefði gengið í heilagt hjóna- band. .... Loksins gat hún sagt upp blaðinu. Hún þurfti ekki framar á því að halda. Fimmtán innbundnir árgangar af sókn- arblaðinu stóðu í hillunni og Sally hafði lesið hvert einasta orð í þeim. Nú hafði heimilisfang Charles Fluting breytzt frá ólæsilegum stað í Afríku og til jafn ólæsilegs staðar í Cornwall. Sumardag noklturn gekk hann á land í South- hamton með konu sinni og tveimur börnum. Bændurnir tóku á móti nýja prestinum sínum á stöðinni og voru mjög eftirvæntingarfullir. Hávaxinn hafði hann alltaf verið, en nú hafði hann fengið arnarnef og var koparbrúnn í framan og ögn farinn að grána í vöng-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.