Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 36
Eitt orð . .. Framhald af bls. 17. hinir. Á einni sýningu kom til okkar maður —- það var í Trípólibíó — bál- reiður og sagði, að þetta væru svik, eða við kynnum ekki að sýna. Ég vissi ekki, hverju ég átti að svara, því mað- urinn var með gleraugu. —- Þið sendið myndir út á land? Eru þær ekki illa farnar stundum þegar þær koma til baka? Og Jóhann brosir þegar hann svarar. — Jú það vill nú brenna við. Þær fara í gegnum margar hendur. Það eru hinir furðulegustu hlutir, sem menn nota til að bæta þær með þegar slitnar eins og heftiplástur, títuprjóna, bréfaklemmur og teiknibólur. — Og áhugamálin? — Þau eru flest skyld starfinu. Ég er aðili að fyrirtæki sem heitir Filmur og Vélar og við lánum út myndir til sýningar. Og að svo mæltu þökkum við Jó- hanni V. Sigurjónssyni fyrir spjallið og kveðjum. Alltaf í fi§ki Framhald af bls. 29. maður hélt böllin og Gerða stóð fyrir veitingunum. Það var í fyrsta sinn sem hægt var að fá veitingar á samkomum á Snæfellsnesi. Flutti í Fjörðinn. Við Gerða fluttum í Hafnarfjörð árið 1925. Verkamenn áttu þá óttalega ævi og ég tók mér strax stöðu í samtökum verkamannanna. Hafði verið í Hlíf í mörg ár og var lengi trúnaðarmaður á vinnustöðum. Það var misjafnlega þokkað af atvinnurekendum en tölum ekki um það, maður fékk oft ekkert að gera. Saga Hlífar er orðin löng og merkileg og hún hefur staðið af sér öll ólög. Fyrst eftir að við fluttum hingað var ég á togurunum, en nú hef ég verið fisksali í hátt í þrjátíu ár og drepið alla af mér í þeim bransa nema Stein- grím. Hann er ódrepandi. Ég hef líka tekið talsverðan þátt í félagsmálum að öðru leyti og alltaf fylgt Emil og unnið fyrir Alþýðuflokkinn, þó að ég hafi í Eruð þér áskxifanai að I'álkan.um? □ e 0 ns Ef svo er ekki bá er sínanúmerið 1221o og þér fáið blaðið sent um hæl. 31 FÁLKINN raun og veru alltaf verið framsóknar- maður. Þegar við Gerða fluttum hingað í Fjörðinn, var hér blómlegt stúkulíf eins og nú og við erum búin að vera talsvert í Morgunstjörnunni í mörg ár og í kvæðamannafélaginu. Það stofnaði ég fyrir átján árum síðan og við Gerða höfðum fundina hérna heima í 4 vetur. Betri aldarandi. Maður er búinn að sjá sitt af hverju, velgengi stundium, svo hefur maður orðið vitni að hreppaflutningum, þar sem fjölskyldur voru tættar í sundur vegna þess að heilsuleysi braut niður fyrirvinnuna. Nú eru þessháttar atburð- ir sem betur fer úr sögunni, svo er bættum aldaranda og baráttu verka- lýðssamtakanna fyrir að þakka. Og ekki er minna um vert í hvert horf verzlunin er komin. Ég þekki af eigin raun kaupmannavaldið í Ólafsvík og á Sandi og það get ég sagt þér, að stofn- un samvinnufélaganna og kaupfélag- anna er mesta happaspor sem þjóðin steig á fyrstu áratugum tuttugustu ald- arinnar. Það er til lítils að afla mikið, færa mikið verðmæti á land, ef afraksturinn er hirtur af fólkinu með röngum verzl- unarháttum. Ég hef verið í fiski alla mína ævi, sjómaður lengst af og rækti það starf vel. Síðan daglaunamaður í fiski oftast nær og nú fisksali og ég læt engan biibug á mér finna. En ef þú átt leið niður í bæ, þá skjóttu okkur Gerðu suður í Gróttu. Við erum boðin á fund í stúkunni Daníelsher núna klukkan hálf níu. Sv. S. Sjndin Framhald af bls. 9. barnanna sá frú Fluting nokkur blóm, sem dönsuðu eftir miðganginum. Frú Fiuting var ekki ánægð lengur, þegar hún kom auga á gullnu lokkana, sem að þessu sinni liðuðust niður dýrindis pels. Frú Fluting var sem á nálum. Hún sá frú Trowbody og dóttur hennar líta hvora á aðra. Charles hafði enn ekki tekið eftir konunni. Hann renndi yfir prédikunina, meðan hann tónaði og ljósið frá kór- glugganum myndaði purpurarauða og bláa bletti á hempu hans. Og svo kom hann auga á demantinn meðal allra kolamolanna, hið gullna hár og bláu augun og á sama andartaki birtist honum sýn. Hann sá ekki kirkj- una, ekki rauð andlitin og kórinn, held- ur lampa og stjörnubjartan næturhim- in, hann heyrði hljómsveit leika og nú mundi hann. Andlit hans breyttist skyndilega og hræðilega. Sálmurinn dó út og einhver tók í handlegg honum. Konan hans stóð á fætur, og um leið og hún gekk mót manni sínumm, sigldi pelsinn niður miðganginn. Sally gekk út í sólskinið með hnarreist höfuð. Hann hafði þekkt hana eftir öll þessi ár. Hún gat ekki hafa breytzt mikið. Það var víst ekki svo langt síðan, þegar allt kom til alls. Henni fannst hún vera orðin ung stúlka aftur, og brátt mundi allt vera í lagi. Hvernig gat hún nokkru sinni hafa efast um það? í hossandi vagninum hugsaði hún um það, að hún ætlaði að kaupa sér nýjan kjól, sem hann mundi fá að sjá hana í næsta sunnudag........ Meðan sumarið leið inn í haustið, kom Sally frá London hvern einasta sunnudag. Hún kom alltaf inn í kirkj- una á sama tíma, alltaf nógu seint til að vekja nægilega athygli, aldrei þó svo seint, að það væri virðingu hennar ó- samboðið. Hún var á allan hátt trygg dóttir kirkjunnar. Hún lagði peninga í baukinn, og nafn hennar stóð á öllum söfnunarlistum. Hún sagði ekkert frá því hvaðan hún kæmi, þótt hún talaði vingjarnlega við þá, sem yrtu á hana. En áður en presturinn kom út úr skrúð- húsinu eftir messuna, var hún lögð af stað heimleiðis. Á hverjum sunnudegi sat hún og horfði á Charles með brosi, sem var leyndarmál þeirra tveggja, bros án minnstu ásökunar. Það var al- veg eins og hún segði, að hún gæti beðið dálítið enn þá, og að allt mundi verða í lagi. Charles var heiðarlegur maður og andlit hans var í sannleika sagt speg- ill sálarinnar. Hið óhjákvæmilega gerð- ist snemma um haustið. Frú Fluting vildi vita hver þessi kona væri. Frá- sögn manns hennar var hrein fjarstæða, þar sem fimmtán ár voru liðin síðan þetta átti að hafa gerzt. Frú Fluting varð að taka á öllu sínu til að kingja þessari ótrúlegu sögu. Hafði Charles í raun og veru sagt henni allt? Söfnuðurinn var einnig farinn að ger- ast tortrygginn. Charles skrifaði bisk- upinum, og rétt fyrir jólin var hann sér til mikils léttis sendur til nýrrar kirkju í útjaðri Lundúnaborgar. Hon- um hlýnaði um hjartaræturnar, þegar hann átti að halda fyrstu guðsþjónustu sína á jóladag. Jólatré og ljós prýddu kirkjuna og fullt var út úr dyrum. Það var átakanlegt og syndsamlegt, að allt skyldi þetta eyðilagt af einni veru, sem kom of seint til kirkjunnar í marrandi skóm. Hjarta prestsins kipptist við og honum varð hugsað til hennar, sem alltaf hafði komið of seint til guðsþjón- ustunnar. Hann snéri sér við til að sann- færast um, að hér væri einhver venju- légur meðlimur sóknarinnar á ferðinni. Sally gat ekki með neinu móti kall- ast venjuleg, alls ekki þennan jóladags- morgun, þegar hún gekk eftir kirkju- gólfinu í kjól purpurarauðum og hvít- um og með stóra fjöður í hattinum. Presturinn kraup á kné og bað í örvænt- ingu, enda þótt nú væri jóladagur og fagnaðarhátíð. Hvern sunnudag tók Sally strætis- vagninn til Evensong og þrisvar í viku gekk hún til altaris. Meðhjálparinn sagði um þessar mundir við nágranna sinn: — Hann leynir á sér, presturinn okkar. Og nágranninn svaraði: — Já, sjaldan lýgur almannarómur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.