Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Side 11

Fálkinn - 09.01.1963, Side 11
smitunarhætta stafaði af, skyldu þegar í stað einangraðir á holdsveikrahælum. Jóhann á Bústöðum hafði ekki haft áræði til að segja konunni sinni frá því, sem í vændum var — brottflutningur frá heimilinu, sem þau höfðu í samein- ingu byggt upp á mörgum farsældarár- um. Hann hafði brostið þor til að segja henni, í hvaða erindum iæknirnn kom. Þegar hún hafði spurt hann að því, hafði hann skrökvað og sagt, að læknir- inn hefði aðeins komið til að spyrja um líðanina. Þá hafði hún slegið saman lóf- unum og sagt: — Guði sé lof að það var ekki verra, sem hann vildi þér! Og þá hafði hann skilið, að kvíðinn fyrir því, að þeim yrði stíað sundur, hafði einnig lostið hug hennar — kvíð- inn, sem legið hafði á honum eins og martröð öll þessi ár, síðan hann fékk sjúkdóminn. Ónei, ekki skyldi konan hans nokkurntíma heyra af hans munni orðin, sem læknirinn hafði sagt. Hann ætlaði sér að koma ekki heim aftur. Það var svo einfalt og lá svo beint við fyrir mann, sem var að draga inn net, að detta fyrir borð. Það mundi vera sagt, að hann hefði farið í sjóinn, eins og svo margir mætir menn höfðu gert á undan honum. Og þetta var að minnsta kosti betri leið, en að láta loka sig inni á holdsveikrahæli fyrir lífstíð. Og þetta væri hægt að gera þannig, að engan mundi gruna að hann hefði stytt sér aldur. Áfallið mundi að vísu verða þungt fyrir konuna hans, en sárara mundi henni finnast, að sjá hann fluttan á burt eins og lifandi lík, og lokaðan inni á hælinu. Henni mundi veitast miklu léttara að fara þangað sjálf eftir nokkur ár, þegar hann var farinn. Því að heimilið var í rauninni ekki lengur til, þegar þau voru þar ekki lengur bæði saman. En víst var þetta hörð og bitur raun fyrir gamlan mann að verða að fara að ráði sínu eins og hann hafði hugsað sér að gera. En þar var ekki um önnur úr- ræði að velja, ef hann ætti að komast hjá holdsveikrahælinu. Þau höfðu oft talað um það hjónin, hve hræðilegt það væri ef þau yrðu hrifin burt frá húsi og heimili, ættingjum og vinum og fleygt inn í ókunnan heim þarna suður á hæl- inu. Konan hans hafði alltaf tekið í höndina á honum og sagt, þegar þau minntust á þetta: — Nei, það má aldrei koma fyrir okkur. Við verðum að fá að lifa á heim- ilinu okkar þangað til dagar okkar eru taldir. Hér er enginn, sem við getum smitað. Nei, það var enginn, sem þau gátu smitað, en landlæknirinn var harður í horn að taka og tók ekki tillit til slíks. En í þetta skipti skyldi þeim háa höfð- ingja skjátlast. Það var enn hærri höfð- ingi, sem Jóhann á Bústöðum hafði kos- ið sér til að taka á móti reikningi ráðs- mennsku sinnar, og svo yrði dómurinn að fara eins og verkast vildi. Fyrir manna sjónum yrði það ekki annað en slys, þegar hann færi fyrir borð úti á voginum í nótt. En hann, sem rannsakaði hjörtun og nýrun, mundi ekki láta blekkja sig jafn auðveldlega og mennirnir. Jóhann var nú reiðubú- inn til að þola sinn dóm. Nú hrjóta nokkur tár niður bláar kinnarnar á Jóhanni frá Bústöðum. Hann strýkur þau burt með handarbakinu. Það væri laglegt ef drengurinn kæmi að honum með tár á kinnum, þegar hann kæmi aftur. — Nei, Jóhann á Bústöðum, segir hann við sjálfan sig, — nú er um að gera að vera stinnur og sterkur, þegar maður leggur út í síðustu ferðina. Hann tekur sér stóra skrotölu, og þegar drengurinn kemur inn í naustina, situr Jóhann þar og spýtir mórauðu á gólfið. — Nú muntu hafa étið þig saddan, svo að þú þolir við á voginum í nótt, segir Framh. á bls. 30.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.