Fálkinn


Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 17

Fálkinn - 09.01.1963, Blaðsíða 17
eitt orð við sýningarstjóra Filmur bættar með heftiplástrum og teiknibólum Við drápum þéttingsfast á dyrnar og þegar ekkert svar kom að innan endurtókum við' verknaðinn án þess að okkur væri svarað og þá var ekki nema eitt að gera: Við gengum inn óboðnir. Þetta var í sýningarklefa Tónabíós. Við okkur blasti allstórt herbergi og á gólfinu við annan lang- vegginn sem snéri að salnum voru tvær sýningarvélar og önnur þeirra var í gangi með talsverðum hávaða. Við borð staðsett við hinn iangvegg- inn sátu tvær stúlkur og voru að því er virtist eftir tali þeirra að dæma að raða reikningum fyrir sælgæti. Sælgæti er sá hlutur sem kvikmynda- húsgestir geta sizt án verið. — Jóhann, spurðum við. — Jú, hann er hér. — Okkur iangaði til að spyrja þig um starfið. — O, það er nú ekki merkilegt um að tala. Mér fellur það prýðilega enda farinn að venjast því. Ég er búinn að vera í þessu síðan 1940 en þá byrjaði ég í Borgarnesi. — Er ekki þreytandi að sýna alltaf sömu myndina aftur og aftur? — Nei, það þarf ekki að vera. Maður fylgist með myndinni á prufusýningu og eftir tvær til þrjár sýningar er maður farinn að þekkja myndina og veit hvenær maður þarf að skipta og getur tekið þessu rólega. Sumar myndir getur maður sýnt árið út og fylgzt með hverri sýningu að ein- hverju leyti, eins og t. d. Chaplin. —- Hvað er lengi verið að læra þetta starf? — Það tekur eitt ár hjá meistara og meistari geta menn orðið eftir þrjú ár. Eftir þetta eina ár fara menn á námskeið í sambandi við radíó og þess háttar og að því búnu í próf. — Og hvað er vinnudagurinn lang- ur? — Það er nú ærið misjafnt. Sam- kvæmt samningum er hann 36 tímar á viku, en svo er það líka verk sýn- ingarmannsins að senda myndir út á land. Við hér í Tónabíó sendum mynd- ir á 42 staði utan Reykjavíkur. — Og launin? — Þau eru samkvæmt samningum 7.400 krónur á mánuði. — Verður þú mikið var við áhorf- endur? — Nei, það er lítið, sem rnaður verð- ur var við þá. Það er ekki nema ef um einhverja æsandi mynd sé að ræða þá gægist maður stundum niður því oft er gaman að sjá viðbrögðin. — Þegar slitnar á sýningu þá er það vani margra að blístra eða öskra. Verður þú ekki var við slíkt? — Ojú, lætin heyrast upp en það flýtir ekkert fyrir okkur þótt öskrað sé í salnum.. Ef sýningargestir bíða rólegir, gengur þetta fljótt fyrir sig. Aftur á móti geta ólætin haft truflandi áhrif á óvana og alls konar vitleysa komið fyrir, svo sem að setja filmuna öfuga í og þess háttar. Og nú þarf Jóhann að skipta um sýningarvél. Það er verið að sýna Lemmy-mynd og við gægjumst út um „gat“ á hið hvíta tjald. Lemmy er að aka bíl í myrkri á fáförnum vegi og bros leikur um varir hans. Og þegar Jóhann skiptir um vél er Lemmy kom- inn á bar og er sennilega að fá sér einn lítinn. — Ekki fer skipting alltaf fram um leið og atriði hættir? — Nei, stundum er skipt í miðju atriði og það eru hvað skemmtilegustu skiptingarnar. Þá sést hvort vel er skipt eða ekki. — Hvernig myndir líka þér bezt? — Ja, ég veit það ekki. Sennilega þær sem ganga bezt, það er að minnsta kosti skemmtilegast að sýna þær. — Koma ekki kátleg atvik fyrir stundum? Og nú brosir Jóhann. — Jú það koma fyrir svona atvik og atvik sem eru brosleg. Stundum fer röng spóla í vélina, eða þá öfug. Svo var það þegar þrívíddar mynd- irnar voru, þá naut fólk, sem var ekki með jafna sjón þeirra ekki eins vel og Framh. á bls. 36. FÁLKINN 17

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.