Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 16.01.1963, Blaðsíða 4
Ljósmyndurum, sem tekizt hefur að ná mynd af Grace fursta- frú af Monaco, hefur fundizt, að hún hafi ekki litið sem bezt út upp á síðkastið. Öneitanlega er hún glæsileg á þessari mynd. Urn klæðnaðinn getum við ekki dæmt. Við skulum láta kven- fólkið um það. Hvað sem því líður, þá er þetta allra snotrasti hundur, sem hún teymir. Hvers vegna er hrísgrjónum kastað á eft- ir nýgiftum hjónum? — Að baki þessum sið er sú trú forfeðranna, að ef ávöxtum, hveiti, rúgi eða byggi var kastað á eftir brúðhjónum, átti það að boða, að nýgiftu hjónin yrðu frjósöm. — Oft eru og hengdir gamlir skór í bifreið eða vagn þann, sem brúðhjónin aka í eftir vígsluna. En skórinn var einmitt tákn valdsins, og þegar tengdaforeldrar giftu dóttur sína, gáfu þeir tengdasyninum skó, til merkis um að nú réði hann algerlega yfir dóttur þeirra. — Þegar brúðhjón halda hveiti- brauðsdaga fjarri átthögum sínum og heim- ili, er það sakir þess að í fornöld urðu karl- menn að ræna sér konu og síðan fara með hana í felur, eins langt og þeir komust, svo að foreldrar konunnar næðu henni ekki aft- ur frá honum. Ef tilvonandi brúðguma heppn- aðist að sleppa undan með konuefnið og hann varð ekki fundinn í ákveðinn tíma, urðu foreldrar stúlkunnar að beygja sig og gefa samþykki sitt fyrir ráðahaginum. 4 FALKINN Eitt sinn heimsótti Nehru indverska verk- smiðju þar sem fyrsta ind- verska þotan var smíðuð. Honum var leiðbeint um verksmiðjuna af tækni- fræðingnum, Kurt Tank en hann hafði einmitt teiknað þotuna. Tækni fræðingurinn útskýrði, en Nehru brosti góðlátlega og sagði: , —Því miður skil ég ekkert í allri þessari tækni og þessum vísindum. Tæknifræðingurinn leiddi nú Nehru alveg upp að skrokk þotunnar og sagði: ■—- Ef þér horfið aftur eftir vélarskrokkn- um, þá sjáið Þér auðveldlega að hann er mjóstur um miðjuna og breikkar aftast. Þetta form hefur verið valið með hliðsjón af mörg- um tilraunum og hlíðir vissum lögmálum í flugtækni. Sakir lögunarinnar á skrokkn- um hafa menn valið þessu lögmáli heitið Marlyn Monroe-reglan. Nehru brosti. Þetta var fyrsta lexía hans í flugtækni. ★ Eitt sinn bauð Erik Balling leik- stjóri vini sínum, John Hilbert, heim til sín, en John varð að afþakka boðið. — Ég þarf nefni- lega að fara á mikilvægan fund, sagði hann. — Að þú skulir nenna að fara á mikil- vægan fund, sagði Balling. En segðu mér annars eru slíkir fundir nokkurntíma mikil- vægir? ★ Paderewsky kom einhverju sinni í smá- borg í New York fylki. Um kvöldið fékk hann sér göngutúr og kom þá að húsi, þar sem einhver var að leika á píanó. Á húsinu var skilti sem á stóð: „Frú Smith, kennsla á slaghörpu. 25 sent á tímann. Hann stanzaði og hlustaði á leik hennar. Hún var að leika eina af noctúrnum Chopins og gekk henni fremur báglega. Paderewski stóðst ekki mátið og barði að dyrum. Kennsiu- konan kom sjálf til dyra og þekkti strax hver kominn var og bauð honum inn fyrir. Hann settist svo niður fyrir framan píanóið og lék Chopin eins og honum einum var unnt að gera. Því næst dvaldi hann klukku- stund hjá frúnni og sagði henni hvað hún hefði gert rangt. Frúin þakkaði honum inn- virðulega fyrir og hann kvaddi. Nokkrum mánuðum síðar vildi svo til, að hann átti leið þarna fram hjá og stanzaði við sama húsið. Nýtt skilti var komið upp. Á því stóð: „Frú Smith (Nemandi Pader- ewskis). Kennsla á píanó. 1 $ á klukkustund.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.