Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Page 18

Fálkinn - 16.01.1963, Page 18
KONUR I LIFI NAPOLEONS NÚ HEF ÉG VALD- IÐ HNEYKSEIENN UNDARLEG stemmning ríkti í hinni voldugu kirkju. Reykinn úr reykelsis- kerum kórdrengjanna lagði upp í loftið og fuga eftir Bach endurtók í sífellu spurningu sína: Hvernig gat þetta gerzt? — Hvernig gat þetta gerzt, spurðu hinar gömlu kempur byltingarinnar. — Við, sem sungum byltingarsönginn og hrópuðum okkur hása fyrir frelsi, jafn- rétti og bræðralagi, höfum klæðzt gull- saumuðum einkennisbúningum og hvít- um hönzkum til þess að hylla nýjan kúg- ara..... —■ Hvernig gat þetta gerzt, spurðu furstar og aðalsmenn, — að þessi litli hershöfðingi frá Korsiku skuli hafa get- að hóað okkur saman eins og sauðahjörð úr öllum hornum Evrópu til þess að punta upp á krýningu hans...... Litli hvítklæddi páfinn, Píus VII, sat til vinstri handar við altarið og kink- aði kolli. Hann hafði beðið þrjár klukku- stundir og virtist djúpt sokkinn i eigin hugsanir. Gamli maðurinn var orðinn þreyttur í baki og tautaði við sjálfan sig: Ekkert er ómögulegt...... Strútsfjaðrirnar bærðust á höfði frú- ar Bernadotte marskálks. Hún hugsaði um það eitt, að umfram allt mætti hún ekki byrja að hiksta. Hún átti vanda til að gera það, ef henni var kalt. Og stund- um hikstaði hún af taugaóstyrk einum saman. Nú var hún hvort tveggja, hún var taugaóstyrk og henni var kalt. Hún öfundaði karlmennina sem alltaf máttu klæðast þykkum og hlýjum fötum við hátíðleg tækifæri. Konurnar áttu hins vegar að vera sem minnst klæddar ef þær áttu að heita fínar. Napóleon skyldi endilega þurfa að velja desem- berdag til krýningar sinnar. Desirée starði yfir röð af fjaður- skrýddum höfðum marskálksfrúa og glevmdi andartak ótta sínum við hikst- IMAPOLEOIM 18 FÁLKINN ann. Þær líktust hóp af vel skrýddum sirkushestum. Og hvað hafði Jean- Baptiste sagt í morgun, þegar hann bölvandi hóf að klæðast marskálks- búningnum með háa kraganum? „Frakk- ar eru það fólk í heiminum, sem auð- veldast er að draga á asnaeyrunum. í sæluvímu varpa þeir frá sér oki kon- ungsdæmisins og gleðjast við að sjá af- höggin höfuð konungshjónanna. Þeir æpa: Lifi Robespierre, faðir föðurlands- ins! — og eru frá sér numdir af gleði þegar einnig hans höfuð fellur. Dag nokkurn tíu árum síðar láta þeir jafn- ánægðir sem fyrr þvinga inn á sig keis- aradæmi! Désirée leit hugsandi upp mót rósa- glugganum með hinum skæru litum. Það var eins og hann svifi laus þarna uppi í myrkum hvelfingunum. — Er þetta auga guðs, hafði Óskar litli spurt, þegar hún tók hann með sér fyrir nokkru í Notre Dame til þess að sýna honum hversu fagurlega kirkjan væri skreytt í tilefni krýningarinnar. — Fær pabbi líka kórónu? Desirée brosti þegar hún minntist þess hversu gremjulega Bernadotte hafði hnyklað brúnir er hann heyrði þessa spurningu. Hún var skyndilega vakin af hugsun- um sínum. Öll kirkjan lék á reiðiskjálfi. Þúsundir fóta stöppuðu og þúsundir radda hrópuðu: — Vive l’empéreur! Lifi keisarinn! Tónar byltingarsöngsins blönduðust orgeltónunum og hinn litli keisari Frakklands birtist í öllu sínu veldi. And- artak náði kímnin tökum á Desirée. Það var þegar þessi smávaxni Korsíkumaður í hvítum silkibuxum og með risastóra purpuraskikkju gekk inn kirkjugólfið og allir lutu höfði í andakt. Þetta var jú bara gamli kærastinn hennar, hann Napoleone. sem hún nafði leikið sér við í garðinum heima í Marseille! En þegar hún sá hann standa fyrir framan altarið umkringdan biskupum og erki- biskupum Frakklands, kardínálum, hershöfðingjum og fjölda annarra mikilmenna, var henni ekki lengur hlát- ur í huga. Hin breiða keisarakóróna hafði arn- arvængi í ,stað hinna búrbónsku lilja, og efst á mynd af hnettinum úr eðal- steini, brýndi örn klærnar. Þunnar hend- ur páfans, staðgengils sjálfs skaparans, titruðu, og æðarnar þrútnuðu í enni hans, þegar hann lyfti þungri kórónunni til þess að krýna æðsta mann ríkisins. Desirée lét aftur augun. Bara að hún hikstaði nú ekki! Þá heyrði hún, að kliður fór um salinn. Hún opnaði aug- un einmitt í þann mund, er Napóleon setti isjálfur kórónnna á höfuð sér. Og hann brosti á nákvæmlega sama hátt og hann hafði gert heima í garðinum, þegar hann rólaði henni hátt upp í loft- ið og glettist við hana. Með snöggu handbragði tók hann hina kórónuna af páfanum og setti hana á höfuð eigin- konu sinni, Josephinu, sem kraup fyrir framan altarið. Desirée kreppti hnef- ann utan um silkivasaklút. ■— Ég hefði getað staðið í hennar sporum, hugsaði hún og hikstaði. Jean-Baptiste slökkti ljó.sið í svefn- herberginu og skreið varfærnislega upp í rúmið til þess að vekja ekki konu sína. Hann var einmitt í þann veginn að draga sængina upp að öxlum, þegar hann heyrði að Désirée stundi þungt og lengi. — Grætur þú? spurði hann og beygði sig yfir hana. Ýmsar hugsanir fóru sem leiftur um hug hans. Skyldi hún nú iðrast, þegar hún hafði séð fyrrverandi unnusta sinn í allri sinni tign og veldi. Það var aldrei hægt að reikna út hvernig I cnur hugs- DESIREE BERIMADOTTE

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.