Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Síða 16

Fálkinn - 16.01.1963, Síða 16
Eyþór Stefánsson tónskáld á Sauðárkróki er löngu þjóð- kunnur maður. Lög hans mörg eins og Lindin við texta Huldu og Bikarinn við texta Jóhanns Sigurjónssonar njóta mikilla vinsælda. Ég hitti Eyþór að máli fyrir stuttu norður á Sauðárkróki. Þetta var í rökkurbyrjun í þann mund þegar Tindastóll var að verða dökkur og kaldur í húminu. Eyþór kom sjálfur til dyra og ég hafði orð á því að það væri kalt úti. — Já, hann er kaldur núna, sagði Eyþór og vísaði mér í skrifstofu sína. Hann var dálítið erfiður í tíðinni fyrir jólin en það hefur viðrað vel nú yfir hátíðarnar. Héraðsvötnin eru á ísi, það fraus í flóðin. Þetta er eins og í gamla daga þegar ég var hér drengur. Þá fórum við á skautum hér inn eftir öllu. En nú er þetta breytt eins og annað því það koma ekki eins mikil frost og fyrrum. Þá féll Sauðáin hér í gegn um kaupstaðinn en nú er henni veitt annars staðar til sjávar. Já, þá var maður mikið á skautum. Sumir áttu sleða sem þeir beittu hestum fyrir og maður fékk oft að fljóta með hér eitthvað fram á Eylandið og skautaði svo til baka. Þetta var ákaflega skemmtilegt. Sumir létu líka hesta draga sig á skautum og stundum skautaði allt fólkið fram að Varma- hlíð. En nú er þetta breytt og sjaldan skautasvell á Vötnun- um, en í þess stað veita þeir vatni á svæðið í kringum sund- laugina. — Eyþór, ert þú ekki fæddur hér? — Jú, ég er fæddur hér á Sauðárkróki. Hér rétt neðar í brekkunni. Ég hef fært mig aðeins ofar í brekkuna með aldrinum. Hér er ákaflega kyrrlátt enda þótt þetta sé nærri miðbænum. Hraðinn og hávaðinn er alltaf að aukast og stundum finnst mér eins og menn gefi sér ekki tíma til að staldra aðeins við og hugsa. — Ert þú ekki orðinn með eldri innfæddum mönnum hér í bæ? — Við erum hér þrjú á svipuðu reki. Kona, sem er tveim eða þremur árum eldri en ég og svo einn aðeins yngri. Við erum víst elzt af hérfæddum mönnum. Sauðárkrókur er frekar ungur bær. — Mér er sagt, Eyþór, að þú sért búinn að starfa hér í kirkjukór í fimmtíu ár? Eyþór horfir aðeins í gaupnir sér og þegir svolitla stund áður en hann svarar. — Já, það eru víst fimmtíu ár síðan. Þetta var nú svo- lítið öðruvísi því þá var kórinn ekki félag. Þegar söngmála- stjórinn var skipaður var það eitt af hans fyrstu verkum að sníða þessu starfi búning. Hann setti reglur um starf kirkjukóra og gerði hvern einstakan kór að félagi og upp úr því kom Kirkjukórasambandið. Ég var ellefu ára, þegar ég byrjaði að starfa í kórnum. — Sem söngvari? •— Já, ég söng altrödd. Ég man alltaf eftir fyrstu æfing- unni. Ég mætti hjá organistanum til að læra þessa rödd en þegar til kom kunni ég hana. Ekki að ég hefði lært hana af neinum sérstökum manni heldur svona eins og síast inn í mig hér í kirkjunni við messur. Móðir mín var ákaflega trúrækin kona og fór alltaf með mig í kirkju þegar messað var. Þetta eru mínar fýrstu endurminningar: Að fara í kirkju t 1 Við fuglatekju í Drangey,

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.