Fálkinn


Fálkinn - 16.01.1963, Side 20

Fálkinn - 16.01.1963, Side 20
Örstutt spjall vi& Gumi Eyjdlfsson um leikina i við svið leikhússins I SUDUPOTTI TAUG — Er þér sama þótt ég snúi baki í þig á meðan við tölum saman, segir Gunnar Eyjólfsson og smyr á sig smink- inu. — Þetta verður þá baktal. Eigum við að tala um fagið? — Æ, nei, það er nóg komið af fag- kjaftæði. — Þér þykir vænt um hross? — Já, mér þykir vænt um allar skepnur. Annars er ég nýbúinn að fá mér hest, — ég hef alltaf ætlað að fá mér hest, en það varð ekki af því fyrr en í sumar — maður er alltaf á þessum bölvuðum þeytingi, — en svo var það í sumar meðan við vorum í 79 af stöð- inni, að ég bað Höskuld á Hofstöðum um að útvega mér góðan hest og það gerði gamli maðurinn. — Er hesturinn þýður og lipur? — Já, og ég held, að það sé ekkert sport jafn frískandi fyrir okkur leikara og bregða sér á bak. Hér er það tiltölu- lega ódýrt, þótt dýrt sé, en úti er þetta millasport. Leikhús er suðupottur af taugum og leikara er brýn nauðsyn að létta sér upp, og gleyma þvarginu. — Reyna hestamenn ekki að fitja upp á umræðum við þig um leikhúsið og störfin þar? — Blessaður vertu, hestamenn tala ekki um annað en hesta. Eða hefurðu heyrt annað? — Viltu spíritus? — Er það koggi? — Já, það er koggi. Ég nota hann til að hreinsa úr skegginu. — Eru leikarar miklir hestamenn? — Ekki veit ég það, en þeir hafa ýmis áhugamál önnur. Einn safnar frí- merkjum, annar eldspýtustokkum, sá þriðji fer á laxveiðar. Gunnar tekur að roða sig allan með rauðbrúnum áburði. — Hvað kalla leikarar þennan áburð? — Við köllum þetta kroppsmink. Gunnar ber á þilið og spyr um eina leikkonuna. Talið berst að leikarahjóna- böndum. — Eru þau ekki farsæl hér? spyr ég. — Jú, afskaplega, það held ég svar- 20 FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.